Erlent

Greta til­nefnd til friðar­verð­launa Nóbels

Atli Ísleifsson skrifar
Gretu Thunberg vakti heimsathygli eftir að hún ákvað að skrópa í skólanum í þeim tilgangi að vekja athygli á ógnum loftslagsbreytinga.
Gretu Thunberg vakti heimsathygli eftir að hún ákvað að skrópa í skólanum í þeim tilgangi að vekja athygli á ógnum loftslagsbreytinga. Getty

Sænska stúlkan Greta Thunberg hefur verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels. Frá þessu greinir norska blaðið Verdens Gang.

„Sú hreyfing sem Greta hefur komið af stað er mjög mikilvægt framlag til friðar,“ segir Freddy André Øvstegård, þingmaður Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi.

Øvstegård hefur ásamt samflokksmönnum sínum. Mona Fagerås og Lars Haltbrekken, tilnefnt hina sextán ára Gretu Thunberg. Hún vakti heimsathygli eftir að hún ákvað að skrópa í skólanum til að vekja athygli á ógnum loftslagsbreytinga.

„Við höfum tilnefnt Gretu þar sem loftslagsógnin getur verið ein helsta orsök stríðs og átaka,“ segir Øvstegård.

Á heimasíðu Friðarverðlauna Nóbels segir að búið sé að tilnefna 301 einstakling til verðlaunanna sem afhent eru í Noregi í desember á ári hverju.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.