Lífið

Móðir Gretu Thunberg kemur netverjum á óvart

Sylvía Hall skrifar
Malena Ernman keppti fyrir hönd Svía í Eurovision árið 2009.
Malena Ernman keppti fyrir hönd Svía í Eurovision árið 2009. Vísir/Getty
Twitter-notandinn Tom Harwood birti myndband á reikningi sínum í gær sem sýnir framlag Svía í Eurovision árið 2009 en það árið keppti óperusöngkonan Malena Ernman með lagið „La Voix“. Færslan hefur vakið athygli fyrir þær sakir að umrædd söngkona er móðir loftslagsaðgerðarsinnans Gretu Thunberg.

„Þetta er í alvöru móðir Gretu Thunberg. Gæti ekki skáldað þetta.“





Þessi fjölskyldutengsl hafa komið mörgum á óvart en Greta hefur vakið heimsathygli fyrir vikuleg mótmæli sín til þess að vekja athygli á aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Á hverjum föstudegi hefur hún farið úr skóla til þess að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi og hafa ungmenni um allan heim fylgt hennar fordæmi og hafa samskonar mótmæli farið fram hér á landi undanfarnar vikur. Þá hefur hún verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels.

Það er þó ekki bara móðir Gretu sem hefur getið sér gott orð í listum en faðir hennar, Svante Thunberg, er leikari og rithöfundur og hefur staðið þétt við bakið á dóttur sinni í aðgerðum hennar. Svante og Malena hafa verið gift frá árinu 2004 og eiga dæturnar Gretu og Beatu.





Framlag Svía árið 2009 komst áfram í úrslit og var það fjórða inn í úrslitakeppnina úr sínum riðli. Á úrslitakvöldinu hlaut lagið 33 stig og hafnaði í 21. sæti af 25.


Tengdar fréttir

Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi

Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×