Erlent

Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Greta Thunberg felldi tár þegar hún ávarpaði Evrópuþingið í dag
Greta Thunberg felldi tár þegar hún ávarpaði Evrópuþingið í dag Visir ap
Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga.

Í ræðunni sem Thunberg flutti fyrir Evrópuþingið í Strasbourg í dag sagði hún yfirvöld ekki hafa brugðist við loftslagsbreytingum á viðeigandi hátt. Hún sagði ef ráðamenn hygðu alvarlega að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum væru þeir ekki að eyða öllum sínum tíma í að „ræða skatta og Brexit“.

Hin sextán ára Greta Thunberg vakti fyrst athygli fyrir að hafa efnt til loftslagsverkfalls þegar hún fór skólanum á hverjum föstudegi til að mótmæla aðgerðarleysi í loftslagsmálum fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Íslensk ungmenni hafa farið að fordæmi hennar og mótmælt undanfarna föstudaga á Austurvelli.  

„Heimilið okkar er að hrynja og leiðtogar okkar eru ekki að bregðast við því,“ sagði Thunberg við evrópska ráðamenn.

„Ef heimilið okkar væri að hrynja myndu leiðtogar okkar ekki halda þrjá neyðarfundi um Brexit en engan um loftslagsbreytingar.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.