Leikmenn Liverpool áttu sumir erfitt með sig í klefanum eftir leikinn | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 14:00 Trent Alexander-Arnold átti mikinn þátt í sigrinum í gærkvöldi. Mynd/Twitter/@LFC Það voru miklar tilfinningar í gangi meðal leikmanna Liverpool liðsins eftir ótrúlegan endurkomusigur á stórliði Barcelona á Anfield í gærkvöldi. Það spáðu fáir því að Liverpool kæmist áfram eftir 3-0 tap á móti Barcelona í fyrri leiknum á Spáni. Leikmenn Liverpool þurftu því að þjappa sér saman og halda trúnni á hvern annan og liðið. Ekki hjálpaði til að liðið missti bæði Mohamed Salah og Roberto Firmino í meiðsli fyrir þennan mikilvæga leik. Hvernig átti lið án tveggja bestu sóknarmanna sinn að skora fjögur mörk hjá Barcelona og það sem meira er að gera það án þess að mega fá á sig mark? Það ótrúlega gerðist og Liverpool tókst að framkalla kraftaverk á stórbrotnu Evrópukvöldi á Anfield. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr búningsklefa Liverpool eftir leikinn en það birtist á samfélagsmiðlum Liverpool sem fengu örugglega mikla umferð eftir leikinn í gær. Inside the dressing room at full-time with our Reds... pic.twitter.com/n8BePcDHfY — Liverpool FC (@LFC) May 7, 2019Þar mátti sjá að margir leikmenn Liverpool áttu erfitt með sig í klefanum eftir leikinn. Þar á meðal var hinn tvítugi Trent Alexander-Arnold sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. Í myndbandinu hér fyrir ofan má einnig sjá að enginn brosti breiðara en Mohamed Salah sem missti af leiknum vegna höfuðhöggs um síðustu helgi. Egyptinn lék við hvern sinn fingur í Liverpool klefanum í gær. Það mátti sjá Mohamed Salah meðal annars grínast við James Milner sem hafði tárast í leikslok. Salah spurði Milner hvort að hann hafi nokkuð verið búinn að plana sumarfríið sitt. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Madrid 1. júní en ef Liverpool hefði tapað í gærkvöldi þá hefði tímabilið endað sunnudaginn 12. maí. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00 Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. 8. maí 2019 11:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira
Það voru miklar tilfinningar í gangi meðal leikmanna Liverpool liðsins eftir ótrúlegan endurkomusigur á stórliði Barcelona á Anfield í gærkvöldi. Það spáðu fáir því að Liverpool kæmist áfram eftir 3-0 tap á móti Barcelona í fyrri leiknum á Spáni. Leikmenn Liverpool þurftu því að þjappa sér saman og halda trúnni á hvern annan og liðið. Ekki hjálpaði til að liðið missti bæði Mohamed Salah og Roberto Firmino í meiðsli fyrir þennan mikilvæga leik. Hvernig átti lið án tveggja bestu sóknarmanna sinn að skora fjögur mörk hjá Barcelona og það sem meira er að gera það án þess að mega fá á sig mark? Það ótrúlega gerðist og Liverpool tókst að framkalla kraftaverk á stórbrotnu Evrópukvöldi á Anfield. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr búningsklefa Liverpool eftir leikinn en það birtist á samfélagsmiðlum Liverpool sem fengu örugglega mikla umferð eftir leikinn í gær. Inside the dressing room at full-time with our Reds... pic.twitter.com/n8BePcDHfY — Liverpool FC (@LFC) May 7, 2019Þar mátti sjá að margir leikmenn Liverpool áttu erfitt með sig í klefanum eftir leikinn. Þar á meðal var hinn tvítugi Trent Alexander-Arnold sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. Í myndbandinu hér fyrir ofan má einnig sjá að enginn brosti breiðara en Mohamed Salah sem missti af leiknum vegna höfuðhöggs um síðustu helgi. Egyptinn lék við hvern sinn fingur í Liverpool klefanum í gær. Það mátti sjá Mohamed Salah meðal annars grínast við James Milner sem hafði tárast í leikslok. Salah spurði Milner hvort að hann hafi nokkuð verið búinn að plana sumarfríið sitt. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Madrid 1. júní en ef Liverpool hefði tapað í gærkvöldi þá hefði tímabilið endað sunnudaginn 12. maí.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00 Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. 8. maí 2019 11:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira
Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00
Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. 8. maí 2019 11:30
Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00
Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00
Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30