Enski boltinn

„Enska úrvalsdeildin er sú besta í heiminum en ekki útaf dómurunum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri lætur Michael Oliver heyra það.
Sarri lætur Michael Oliver heyra það. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, var ekkert alltof sáttur við dómgæsluna í leik Chelsea og Liverpool í gær er liðin mættust á Anfield.

Liverpool vann 2-0 sigur í leik liðanna en mörkin skoruðu þeir Sadio Mane og Mohamed Salah. Mark Salah var af dýrari gerðinni.

„Að mínu mati er brot í fyrra markinu á Emerson. Ég held að gæðin í ensku deildinni séu þau bestu í heimi en ekki útaf dómurunum,“ sagði vonsvikinn Sarri.

„Ég held að gæði dómaranna séu ekki í samanburði við deildina. Kannski hafði dómarinn rét fyrir sér, ég vil ekki segja neitt um það, en mín upplifun frá bekknum var að þetta var brot.“

„Liverpool átti þó sigurinn auðvitað skilið,“ sagði Sarri þó að endingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×