Enski boltinn

Segir að töframark Salah ætti að þagga niður í rasistunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Salah fagnar sínu glæsilega marki.
Salah fagnar sínu glæsilega marki. vísir/gety

Liverpool tók annað skref í átt að fyrsta Englandsmeistaratitlinum í tæpa þrjá áratugi þegar að liðið lagði Chelsea, 2-0, í stórleik síðustu umferðar á sunnudaginn en annað mark Liverpool í leiknum var stórglæsilegt.

Egypski framherjinn Mohamed Salah skoraði það með þrumufleyg fyrir utan teig en það gulltryggði veru Liverpool á toppnum í ensku úrvalsdeildinni svona á meðan að Manchester City á eftir að spila leikinn sem að það á til góða.

Fyrir leikinn fordæmdu bæði leikmenn og þjálfarar Liverpool og Chelsea myndbönd sem fóru í dreifingu um netið þar sem að stuðningsmenn liði í Lundúnum sungu um að Salah væri hryðjuverkamaður.

„Svona á að þagga niður í þessum mönnum,“ segir Andrew Robertson, bakvörður Liverpool. „Það er ekki gaman að lenda í svona en Mo lét þetta ekki snerta sig. Það leit allavega ekki út fyrir það.“

„Því miður er fólk orðið vant þessu því þetta er alltaf að gerast. Raheem Sterling sagði á dögunum að eina leiðin til að þagga niður í svona fólki væri að skora svona mörk og vinna leiki.“

„Þetta var frábært mark. Hann sneri inn að marki og um leið og hann hitti boltann vissu allir að hann færi inn,“ segir Andrew Robertson.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.