Enski boltinn

Klopp: Getum loksins lokað bókinni um það þegar Gerrard rann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Steven Gerrard var fyrirliði Liverpool
Steven Gerrard var fyrirliði Liverpool vísir/getty

Jurgen Klopp segir sigur Liverpool á Chelsea um helgina hafa endanlega lokað kaflanum um hin frægu mistök Steven Gerrard þegar hann rann á vellinum.

Frægt er þegar Steven Gerrard rann á miðjum vellinum þegar Liverpool og Chelsea mættust árið 2014. Það kostaði Liverpool fyrra mark leiksins, en hann tapaðist 2-0.

Sadio Mane og Mohamed Salah skoruðu sitt markið hvor í 2-0 sigri Liverpool á Chelsea í gær. Í seinni hálfleik komst Chelsea í hættulega sókn eftir að Andy Robertson rann á vellinum en þeir bláu náðu ekki að nýta sér það.

„Núna getum við loksins lokað bókinni á þetta. Robbo rann og það gerðist ekkert, svo þetta er ekki eitthvað einkenni Liverpool,“ sagði Jurgen Klopp eftir leikinn.

„Þetta er búið. Gott og blessað.“

Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með tveggja stiga forskot á Manchester City.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.