Enski boltinn

Klopp: Getum loksins lokað bókinni um það þegar Gerrard rann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Steven Gerrard var fyrirliði Liverpool
Steven Gerrard var fyrirliði Liverpool vísir/getty
Jurgen Klopp segir sigur Liverpool á Chelsea um helgina hafa endanlega lokað kaflanum um hin frægu mistök Steven Gerrard þegar hann rann á vellinum.

Frægt er þegar Steven Gerrard rann á miðjum vellinum þegar Liverpool og Chelsea mættust árið 2014. Það kostaði Liverpool fyrra mark leiksins, en hann tapaðist 2-0.

Sadio Mane og Mohamed Salah skoruðu sitt markið hvor í 2-0 sigri Liverpool á Chelsea í gær. Í seinni hálfleik komst Chelsea í hættulega sókn eftir að Andy Robertson rann á vellinum en þeir bláu náðu ekki að nýta sér það.

„Núna getum við loksins lokað bókinni á þetta. Robbo rann og það gerðist ekkert, svo þetta er ekki eitthvað einkenni Liverpool,“ sagði Jurgen Klopp eftir leikinn.

„Þetta er búið. Gott og blessað.“

Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með tveggja stiga forskot á Manchester City.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×