Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2019 10:24 Þinghúsið í Missouri. Vísir/AP Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. Frumvarpið var samþykkt með 24 atkvæðum gegn tíu í öldungadeild ríkisþings Missouri. Fulltrúadeildin á eftir að samþykkja það áður en frumvarpið verður lagt fyrir ríkisstjóra Missouri. Repúblikanar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og þar að auki er Mike Parson, ríkisstjóri, Repúblikani og hefur hann þar að auki lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Því þykir nánast öruggt að það verði að lögum.Frumvarp Missouri felur í sér undanþágur vegna neyðartilfella en gerir þó þungunarrof þar sem sifjaspell eða nauðganir koma við sögu ólögleg. Þá gætu læknar sem brjóta gegn banninu verið dæmdir til fimmtán ára fangelsisvistar.Missouri er einungis eitt nokkurra ríkja í Bandaríkjunum þar sem íhaldsmenn eru við stjórnartaumana þar sem ströng og í senn umdeild frumvörp um þungunarrof hafa verið samþykkt. Öll þessi frumvörp munu líklegast fara fyrir dómstóla og á endanum fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Repúblikanar vilja nota tækifærið sem hefur myndast með því að Donald Trump, forseti, hefur skipað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt til að fella niður úrskurð réttarins sem heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu.Sjá einnig: Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri myndUndanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál af þessu tagi fyrir og leyft úrskurðinum sem kallast Roe gegn Wade að standa. Sá úrskurður felur í sér að þungunarrof eiga að vera leyfð til um 22. til 24. viku. Repúblikanar vonast til þess að nú verði breyting þar á. Verði úrskurðurinn felldur úr gildi munu yfirvöldum hvers ríkis fyrir sig vera kleift að taka eigin ákvörðun um þungunarrof. Elijah Haar, forseti öldungadeildarinnar í Missouri, segir frumvarp Repúblikana þar þó ekki eingöngu vera ætla til þess að fella Roe gegn Wade. Hann segir frumvarpið eiga að bjarga lífum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. 12. maí 2019 16:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. Frumvarpið var samþykkt með 24 atkvæðum gegn tíu í öldungadeild ríkisþings Missouri. Fulltrúadeildin á eftir að samþykkja það áður en frumvarpið verður lagt fyrir ríkisstjóra Missouri. Repúblikanar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og þar að auki er Mike Parson, ríkisstjóri, Repúblikani og hefur hann þar að auki lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Því þykir nánast öruggt að það verði að lögum.Frumvarp Missouri felur í sér undanþágur vegna neyðartilfella en gerir þó þungunarrof þar sem sifjaspell eða nauðganir koma við sögu ólögleg. Þá gætu læknar sem brjóta gegn banninu verið dæmdir til fimmtán ára fangelsisvistar.Missouri er einungis eitt nokkurra ríkja í Bandaríkjunum þar sem íhaldsmenn eru við stjórnartaumana þar sem ströng og í senn umdeild frumvörp um þungunarrof hafa verið samþykkt. Öll þessi frumvörp munu líklegast fara fyrir dómstóla og á endanum fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Repúblikanar vilja nota tækifærið sem hefur myndast með því að Donald Trump, forseti, hefur skipað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt til að fella niður úrskurð réttarins sem heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu.Sjá einnig: Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri myndUndanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál af þessu tagi fyrir og leyft úrskurðinum sem kallast Roe gegn Wade að standa. Sá úrskurður felur í sér að þungunarrof eiga að vera leyfð til um 22. til 24. viku. Repúblikanar vonast til þess að nú verði breyting þar á. Verði úrskurðurinn felldur úr gildi munu yfirvöldum hvers ríkis fyrir sig vera kleift að taka eigin ákvörðun um þungunarrof. Elijah Haar, forseti öldungadeildarinnar í Missouri, segir frumvarp Repúblikana þar þó ekki eingöngu vera ætla til þess að fella Roe gegn Wade. Hann segir frumvarpið eiga að bjarga lífum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. 12. maí 2019 16:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10
Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. 12. maí 2019 16:21
Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00