Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 15. maí 2019 08:10 Tveir af forsvarsmönnum frumvarpsins í Alabama. AP/Mickey Welsh Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. Lögin, verði þau samþykkt af ríkisstjóra Alabama, verða þau ströngustu í gervöllum Bandaríkjunum og gagnrýnendur frumvarpsins hafa þegar lýst því yfir að látið verði á þau reyna fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Stuðningsmenn frumvarpsins fagna því raunar og segja gott að Hæstiréttur taki afstöðu til málsins, en Donald Trump forseti hefur skapað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt á síðustu misserum og tugi íhaldssamra alríkisdómara. Undanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál þessi fyrir og hefur sú ákvörðun verið tekin tvisvar sinnum eftir að Brett Kavanaugh tók við störfum sem Hæstaréttardómari. Talið er líklegt að þar verði breyting á. Forsvarsmenn fumvarpsins hafa viðurkennt opinberlega að tilgangur þess sé að fella niður úrskurð Hæstaréttar um stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Frumvarpið var samþykkt með 25 atkvæðum gegn sex og var öllum breytingartillögum hafnað, sem gerðu það kleift að beita þungunarrofi í tilfellum sifjaspells og nauðgana. Eina tilfellið þar sem þungunarrof kemur til greina er í þeim tilfellum þar sem þungunin stofnar lífi móðurinnar í verulega hættu. Læknir í Alabama sem framkvæmir þungunarrof í ríkinu getur, verði frumvarpið að lögum, átt yfir höfði sér níutíu og níu ára fangelsi. Konum yrði ekki refsað.Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama, hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið en Repúblikanar gera ráð fyrir því. Sérstaklega þar sem Ivey hafi lengi verið yfirlýstur andstæðingur þungunarrofa og að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í þinginu sýnir fram á að frumvarpið njóti það mikils stuðnings að hægt væri að fara fram hjá ríkisstjóranum, neiti hún að skrifa undir. Ríkisþingmenn í Kentucky, Mississippi, Ohio og Georgíu hafa að undanförnu samþykkt bönn við þungunarrofum eftir sex vikur. Demókratar í Alabama hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Bobby Singleton sagði málið vera skömmustulegt fyrir þá sem að því koma og fyrir íbúa Alabama. Þá benti hann á hóp kvenna sem eru fórnarlömb nauðgana, sem fylgdust með málaflutningi, og sagði að samkvæmt umræddu frumvarpi myndi læknir sem framkvæmdi þungunarrof vegna nauðgana þeirra sitja lengur í fangelsi en nauðgararnir sjálfir.„Það er eitthvað rangt við það,“ sagði Singleton. Bandaríkin Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. Lögin, verði þau samþykkt af ríkisstjóra Alabama, verða þau ströngustu í gervöllum Bandaríkjunum og gagnrýnendur frumvarpsins hafa þegar lýst því yfir að látið verði á þau reyna fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Stuðningsmenn frumvarpsins fagna því raunar og segja gott að Hæstiréttur taki afstöðu til málsins, en Donald Trump forseti hefur skapað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt á síðustu misserum og tugi íhaldssamra alríkisdómara. Undanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál þessi fyrir og hefur sú ákvörðun verið tekin tvisvar sinnum eftir að Brett Kavanaugh tók við störfum sem Hæstaréttardómari. Talið er líklegt að þar verði breyting á. Forsvarsmenn fumvarpsins hafa viðurkennt opinberlega að tilgangur þess sé að fella niður úrskurð Hæstaréttar um stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Frumvarpið var samþykkt með 25 atkvæðum gegn sex og var öllum breytingartillögum hafnað, sem gerðu það kleift að beita þungunarrofi í tilfellum sifjaspells og nauðgana. Eina tilfellið þar sem þungunarrof kemur til greina er í þeim tilfellum þar sem þungunin stofnar lífi móðurinnar í verulega hættu. Læknir í Alabama sem framkvæmir þungunarrof í ríkinu getur, verði frumvarpið að lögum, átt yfir höfði sér níutíu og níu ára fangelsi. Konum yrði ekki refsað.Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama, hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið en Repúblikanar gera ráð fyrir því. Sérstaklega þar sem Ivey hafi lengi verið yfirlýstur andstæðingur þungunarrofa og að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í þinginu sýnir fram á að frumvarpið njóti það mikils stuðnings að hægt væri að fara fram hjá ríkisstjóranum, neiti hún að skrifa undir. Ríkisþingmenn í Kentucky, Mississippi, Ohio og Georgíu hafa að undanförnu samþykkt bönn við þungunarrofum eftir sex vikur. Demókratar í Alabama hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Bobby Singleton sagði málið vera skömmustulegt fyrir þá sem að því koma og fyrir íbúa Alabama. Þá benti hann á hóp kvenna sem eru fórnarlömb nauðgana, sem fylgdust með málaflutningi, og sagði að samkvæmt umræddu frumvarpi myndi læknir sem framkvæmdi þungunarrof vegna nauðgana þeirra sitja lengur í fangelsi en nauðgararnir sjálfir.„Það er eitthvað rangt við það,“ sagði Singleton.
Bandaríkin Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira