Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 15:07 Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, og repúblikani. Vísir/AP Ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum skrifaði í dag undir umdeilt frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita af því að þær eru þungaðar. Georgía er nú með ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum. Frumvarpið sem repúblikanar á ríkisþingi Georgíu samþykktu í mars kveður á um að þungunarrof sé óheimilt eftir að hjartsláttur fósturs greinist. Það þýðir að þegar margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar verður þeim bannað með lögum að gangast undir þungunarrof. Repúblikaninn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, skrifaði undir frumvarpið í dag og urðu þau þar með að lögum í ríkinu. Við undirskriftina sagðist Kemp standa við loforð sitt um að koma „strangasta þungunarrofsfrumvarpi landsins“ í framkvæmd. Áður var þungunarrof bannað í Georgíu eftir tuttugustu viku meðgöngu. Nær öruggt þykir að kvenréttindasamtök og samtök lækna eigi eftir skjóta málinu til dómstóla. Kemp viðurkenndi að það yrði líklegasta niðurstaðan. Borgararéttindasamtök Bandaríkjanna (ACLU) hafa þegar boðað málsókn gegn Kemp.Sambærileg frumvörp felld úr gildi annars staðar Réttindasamtök hafa gagnrýnt frumvarpið, meðal annars á þeim forsendum að flytjendur þess ætli sér beinlínis að það komi til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar sitja nú íhaldssamir dómarar í öruggum meirihluta eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo dómara við réttinn. Þeir gætu snúið við fordæmi Hæstaréttar sem hefur sagt konur eiga rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Mótmælendur klæddir í rauða kufla og hvíta hatta eins og persónur úr bókinni „Sögu þernunnar“ eftir Margaret Atwood gengu að ríkisþinghúsinu í Atlanta og andæfðu frumvarpinu í dag. Bókin, sem nýlega var gerð að sjónvarpsþætti, fjallar um framtíðarmartraðarríki þar sem konu eru hnepptar í þrældóm til að ala upp börn.Washington Post segir að læknar sem eru andsnúnir lögunum hafi bent á að það sem virðist vera hjartsláttur í sjöttu viku meðgöngu sé aðeins titringur í vef sem væri ekki til staðar án móðurinnar. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Þau hafa orðið að lögum í Kentucky, Mississippi og Ohio. Dómari lagði lögbann við gildistöku laganna í Kentucky. Ríkisdómstólar í Iowa og Norður-Dakóta töldu frumvörpin stangast á við stjórnarskrá þeirra. Nýju lögin í Georgíu fela í sér undantekningar vegna sifjaspells, nauðgana og þegar líf konu er í hættu. Ólíkt frumvörpum sem hafa verið lögð fyrir eða samþykkt annars staðar skilgreina lögin í Georgíu fóstur sem „manneskju“ eftir að hjartsláttur greinist. Bandaríkin Tengdar fréttir Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Þungunarrof verður bannað eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. 31. mars 2019 09:39 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum skrifaði í dag undir umdeilt frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita af því að þær eru þungaðar. Georgía er nú með ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum. Frumvarpið sem repúblikanar á ríkisþingi Georgíu samþykktu í mars kveður á um að þungunarrof sé óheimilt eftir að hjartsláttur fósturs greinist. Það þýðir að þegar margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar verður þeim bannað með lögum að gangast undir þungunarrof. Repúblikaninn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, skrifaði undir frumvarpið í dag og urðu þau þar með að lögum í ríkinu. Við undirskriftina sagðist Kemp standa við loforð sitt um að koma „strangasta þungunarrofsfrumvarpi landsins“ í framkvæmd. Áður var þungunarrof bannað í Georgíu eftir tuttugustu viku meðgöngu. Nær öruggt þykir að kvenréttindasamtök og samtök lækna eigi eftir skjóta málinu til dómstóla. Kemp viðurkenndi að það yrði líklegasta niðurstaðan. Borgararéttindasamtök Bandaríkjanna (ACLU) hafa þegar boðað málsókn gegn Kemp.Sambærileg frumvörp felld úr gildi annars staðar Réttindasamtök hafa gagnrýnt frumvarpið, meðal annars á þeim forsendum að flytjendur þess ætli sér beinlínis að það komi til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar sitja nú íhaldssamir dómarar í öruggum meirihluta eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo dómara við réttinn. Þeir gætu snúið við fordæmi Hæstaréttar sem hefur sagt konur eiga rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Mótmælendur klæddir í rauða kufla og hvíta hatta eins og persónur úr bókinni „Sögu þernunnar“ eftir Margaret Atwood gengu að ríkisþinghúsinu í Atlanta og andæfðu frumvarpinu í dag. Bókin, sem nýlega var gerð að sjónvarpsþætti, fjallar um framtíðarmartraðarríki þar sem konu eru hnepptar í þrældóm til að ala upp börn.Washington Post segir að læknar sem eru andsnúnir lögunum hafi bent á að það sem virðist vera hjartsláttur í sjöttu viku meðgöngu sé aðeins titringur í vef sem væri ekki til staðar án móðurinnar. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Þau hafa orðið að lögum í Kentucky, Mississippi og Ohio. Dómari lagði lögbann við gildistöku laganna í Kentucky. Ríkisdómstólar í Iowa og Norður-Dakóta töldu frumvörpin stangast á við stjórnarskrá þeirra. Nýju lögin í Georgíu fela í sér undantekningar vegna sifjaspells, nauðgana og þegar líf konu er í hættu. Ólíkt frumvörpum sem hafa verið lögð fyrir eða samþykkt annars staðar skilgreina lögin í Georgíu fóstur sem „manneskju“ eftir að hjartsláttur greinist.
Bandaríkin Tengdar fréttir Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Þungunarrof verður bannað eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. 31. mars 2019 09:39 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Þungunarrof verður bannað eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. 31. mars 2019 09:39