Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2019 20:00 Þó að dystópían í skáldsögunni Saga þernunnar eftir Margaret Atwood sé fjarlæg minnir löggjöfin í Alabama skuggalega á þann óþægilega sagnaheim. AP/Mickey Welsh „Þetta hefur verið langvinnt ferli, þetta kemur ekkert úr lausu lofti,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði um nýsamþykkta löggjöf í ríkisþingi Alabama sem bannar þungunarrof í nær öllum tilfellum. Ríkisstjóri Alabama á eftir að undirrita lögin en afar líklegt er að reynt verði á þau fyrir lögum. „Markmið þeirra sem styðja þetta frumvarp er að það verði ekkert endilega samþykkt heldur að það verði farið með það fyrir dóm vegna þess að núverandi hæstiréttur er íhaldssamur að þá verði Roe gegn Wade, málinu frá 1973, sem í raun og veru heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu snúið við,“ segir Silja Bára. Löggjöfin, verði hún samþykkt af ríkisstjóra, er ein sú allra íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Hún felur í sér að það verði glæpsamlegt að framkvæma þungunarrof yfir höfuð. Jafnvel þó að konu hafi verið nauðgað eða um sifjaspell sé að ræða. Eina undantekningin er ef meðgangan ógnar heilsu konu á alvarlegan hátt. Læknir sem framkvæmir aðgerð af þessum toga gæti átt yfir höfði sér 10 til 99 ára fangelsi.Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir baráttufólk fyrir kyn- og fjósemisrétti kvenna í Bandaríkjunum vera óttaslegið.fréttablaðið/anton brinkSkipan Brett Kavanaugh í hæstarétt Bandaríkjanna hafi gert dómstólinn íhaldssamari en hann hefur verið um árabil. Andstæðingar þungunarrofs hafi því nýtt sér svigrúmið til að reyna að hnekkja á löggjöfinni. „Það var mál allt annars eðlis að fara í gegn um hæstarétt þar sem að vilji þesssara dómara til að snúa við fordæmi hefur komið í ljós,“ segir Silja Bára. „Þannig að baráttufólk fyrir kynfrelsi, og kyn- og frjósemisréttindum kvenna í Bandaríkjunum eru mjög óttaslegin.“ Roe gegn Wade dómurinn var tímamótadómur í réttarfarssögu Bandaríkjanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu þungunarrof stæðust ekki stjórnarskrá. Það er í sjálfvaldi ríkjanna að setja lög um hvernig þjónustu við konur er háttað. Íhaldssamir stjórnmálamenn sem eru andvígir þungunarrofi vilja margir hverjir losna við Roe gegn Wade dómafordæmið til að hægt sé að leggja blátt bann við þungunarrofi í hverju ríki sem þess óskar. Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Þetta hefur verið langvinnt ferli, þetta kemur ekkert úr lausu lofti,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði um nýsamþykkta löggjöf í ríkisþingi Alabama sem bannar þungunarrof í nær öllum tilfellum. Ríkisstjóri Alabama á eftir að undirrita lögin en afar líklegt er að reynt verði á þau fyrir lögum. „Markmið þeirra sem styðja þetta frumvarp er að það verði ekkert endilega samþykkt heldur að það verði farið með það fyrir dóm vegna þess að núverandi hæstiréttur er íhaldssamur að þá verði Roe gegn Wade, málinu frá 1973, sem í raun og veru heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu snúið við,“ segir Silja Bára. Löggjöfin, verði hún samþykkt af ríkisstjóra, er ein sú allra íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Hún felur í sér að það verði glæpsamlegt að framkvæma þungunarrof yfir höfuð. Jafnvel þó að konu hafi verið nauðgað eða um sifjaspell sé að ræða. Eina undantekningin er ef meðgangan ógnar heilsu konu á alvarlegan hátt. Læknir sem framkvæmir aðgerð af þessum toga gæti átt yfir höfði sér 10 til 99 ára fangelsi.Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir baráttufólk fyrir kyn- og fjósemisrétti kvenna í Bandaríkjunum vera óttaslegið.fréttablaðið/anton brinkSkipan Brett Kavanaugh í hæstarétt Bandaríkjanna hafi gert dómstólinn íhaldssamari en hann hefur verið um árabil. Andstæðingar þungunarrofs hafi því nýtt sér svigrúmið til að reyna að hnekkja á löggjöfinni. „Það var mál allt annars eðlis að fara í gegn um hæstarétt þar sem að vilji þesssara dómara til að snúa við fordæmi hefur komið í ljós,“ segir Silja Bára. „Þannig að baráttufólk fyrir kynfrelsi, og kyn- og frjósemisréttindum kvenna í Bandaríkjunum eru mjög óttaslegin.“ Roe gegn Wade dómurinn var tímamótadómur í réttarfarssögu Bandaríkjanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu þungunarrof stæðust ekki stjórnarskrá. Það er í sjálfvaldi ríkjanna að setja lög um hvernig þjónustu við konur er háttað. Íhaldssamir stjórnmálamenn sem eru andvígir þungunarrofi vilja margir hverjir losna við Roe gegn Wade dómafordæmið til að hægt sé að leggja blátt bann við þungunarrofi í hverju ríki sem þess óskar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“