Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 11:06 Andlit Smolletts er útmáð í myndbandinu sem lögregla birti en hann sést hér með hina meintu snöru utan um hálsinn þegar hann tekur á móti lögreglumönnum í íbúð sinni. Skjáskot/Lögreglan í Chicago Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. Smollett sést þar taka á móti lögreglumönnum með snöru um hálsinn, sem hann segir að árásarmennirnir hafi vafið um háls sér. Smollett er sakaður um að hafa sviðsett árásina sjálfur. Fjöldi óvæntra vendinga hefur orðið á málinu síðan Smollett, sem þekktastur er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Empire, steig fram í janúar og sagði árásarmenn hafa kýlt sig í andlitið, hellt yfir sig „óþekktu efni“ og vafið snöru um háls sér. Smollett sagði árásina hafa verið framda á grundvelli fordóma í garð svartra og samkynhneigðra en hann tilheyrir báðum hópum. Sjá einnig: Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Smollett var síðar ákærður og handtekinn fyrir að ljúga til um árásina, sem hann var sakaður um að hafa sviðsett vegna óánægju með laun fyrir störf sín við Empire-þættina. Að endingu var fallið frá öllum ákærum á hendur Smollett en hann greiddi sekt og sinnti samfélagsþjónustu í staðinn. Smollett var samt sem áður rekinn úr leikaraliði þáttanna og klipptur út úr lokaþáttum nýjustu þáttaraðarinnar. Jussie Smollett var sakaður um að hafa fengið bræðurna Abel og Ola Osundairo til að sviðsetja árásina með sér.AP/Ashlee Rezin Í myndbandi sem lögregla birti svo í gær sjást tveir lögreglumenn svara útkalli að íbúð Smollett í Chicago á níunda tímanum janúarmorguninn eftir árásina, eða um sjö klukkustundum eftir að Smollett segir að ráðist hafi verið á sig. Þar hitta lögreglumennirnir fyrir Smollett og Frank Gatson, sem kynnir sig sem „listrænan stjórnanda“ Smolletts. Gatson segir Smollett stórstjörnu sem vilji líklega ekki gera veður úr málinu en bætir við að hann sé í uppnámi þar sem árásarmennirnir hafi sett snöru um háls hans. Smollett tekur á móti lögreglumönnunum með hvítt reipi, snöruna, um hálsinn. Hann kveðst aðspurður ætla að taka snöruna af sér og gerir það örskotsstund síðar. „Ég vildi bara að þið sæjuð hana,“ segir Smollett við lögreglumennina. Þá tjáir hann lögreglumönnunum að árásarmennirnir hafa hellt yfir sig klór. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Myndbandið er hluti af stórum gagnapakka málsins sem lögregla gerði aðgengilegan almenningi í gær. Í öðru myndbandi sjást Abel og Ola Osundairo, bræður sem sakaðir eru um að hafa hjálpað Smollett að sviðsetja árásina, í leigubíl kvöldið sem hin meinta árás var gerð. Osundairo-bræðurnir stefndu lögmannateymi Smolletts í apríl fyrir meiðyrði í kjölfar umfjöllunar af meintri aðkomu þeirra að árásinni en lögmennirnir sögðu kröfu bræðranna „hlægilega“. Video from inside taxi of Osundairo brother's on their way to meet Jussie Smollett night of reported attack..according to CPD@cbschicago pic.twitter.com/kYbUcoiwi5— Charlie De Mar (@CharlieDeMar) June 24, 2019 Í lok mars var Smollett gert að greiða 130 þúsund Bandaríkadali, rúmar sextán milljónir íslenskra króna, fyrir kostnað lögregluembættisins við rannsókn málsins. Smollett neitaði að borga en var í kjölfarið stefnt af borgaryfirvöldum í Chicago fyrir þrefalt hærri upphæð en honum var upphaflega gert að reiða fram. Þann 21. júní síðastliðinn skipaði dómari í Chicago sérstakan saksóknara til að rannsaka meðhöndlun lögreglu á fullyrðingum Smolletts. Í frétt BBC er haft eftir talsmanni lögreglu að rannsóknin gæti orðið til þess að Smollett verði ákærður í annað sinn. Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Yfirvöld Chicago ætla að höfða mál gegn Smollett Chicagoborg ætlar að höfða mál gegn leikaranum Jussie Smollett vegna kostnaðar við rannsókn á frásögn hans af barsmíðum sem hann sagðist hafa orðið fyrir í borginni. 5. apríl 2019 15:06 Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02 Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. Smollett sést þar taka á móti lögreglumönnum með snöru um hálsinn, sem hann segir að árásarmennirnir hafi vafið um háls sér. Smollett er sakaður um að hafa sviðsett árásina sjálfur. Fjöldi óvæntra vendinga hefur orðið á málinu síðan Smollett, sem þekktastur er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Empire, steig fram í janúar og sagði árásarmenn hafa kýlt sig í andlitið, hellt yfir sig „óþekktu efni“ og vafið snöru um háls sér. Smollett sagði árásina hafa verið framda á grundvelli fordóma í garð svartra og samkynhneigðra en hann tilheyrir báðum hópum. Sjá einnig: Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Smollett var síðar ákærður og handtekinn fyrir að ljúga til um árásina, sem hann var sakaður um að hafa sviðsett vegna óánægju með laun fyrir störf sín við Empire-þættina. Að endingu var fallið frá öllum ákærum á hendur Smollett en hann greiddi sekt og sinnti samfélagsþjónustu í staðinn. Smollett var samt sem áður rekinn úr leikaraliði þáttanna og klipptur út úr lokaþáttum nýjustu þáttaraðarinnar. Jussie Smollett var sakaður um að hafa fengið bræðurna Abel og Ola Osundairo til að sviðsetja árásina með sér.AP/Ashlee Rezin Í myndbandi sem lögregla birti svo í gær sjást tveir lögreglumenn svara útkalli að íbúð Smollett í Chicago á níunda tímanum janúarmorguninn eftir árásina, eða um sjö klukkustundum eftir að Smollett segir að ráðist hafi verið á sig. Þar hitta lögreglumennirnir fyrir Smollett og Frank Gatson, sem kynnir sig sem „listrænan stjórnanda“ Smolletts. Gatson segir Smollett stórstjörnu sem vilji líklega ekki gera veður úr málinu en bætir við að hann sé í uppnámi þar sem árásarmennirnir hafi sett snöru um háls hans. Smollett tekur á móti lögreglumönnunum með hvítt reipi, snöruna, um hálsinn. Hann kveðst aðspurður ætla að taka snöruna af sér og gerir það örskotsstund síðar. „Ég vildi bara að þið sæjuð hana,“ segir Smollett við lögreglumennina. Þá tjáir hann lögreglumönnunum að árásarmennirnir hafa hellt yfir sig klór. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Myndbandið er hluti af stórum gagnapakka málsins sem lögregla gerði aðgengilegan almenningi í gær. Í öðru myndbandi sjást Abel og Ola Osundairo, bræður sem sakaðir eru um að hafa hjálpað Smollett að sviðsetja árásina, í leigubíl kvöldið sem hin meinta árás var gerð. Osundairo-bræðurnir stefndu lögmannateymi Smolletts í apríl fyrir meiðyrði í kjölfar umfjöllunar af meintri aðkomu þeirra að árásinni en lögmennirnir sögðu kröfu bræðranna „hlægilega“. Video from inside taxi of Osundairo brother's on their way to meet Jussie Smollett night of reported attack..according to CPD@cbschicago pic.twitter.com/kYbUcoiwi5— Charlie De Mar (@CharlieDeMar) June 24, 2019 Í lok mars var Smollett gert að greiða 130 þúsund Bandaríkadali, rúmar sextán milljónir íslenskra króna, fyrir kostnað lögregluembættisins við rannsókn málsins. Smollett neitaði að borga en var í kjölfarið stefnt af borgaryfirvöldum í Chicago fyrir þrefalt hærri upphæð en honum var upphaflega gert að reiða fram. Þann 21. júní síðastliðinn skipaði dómari í Chicago sérstakan saksóknara til að rannsaka meðhöndlun lögreglu á fullyrðingum Smolletts. Í frétt BBC er haft eftir talsmanni lögreglu að rannsóknin gæti orðið til þess að Smollett verði ákærður í annað sinn.
Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Yfirvöld Chicago ætla að höfða mál gegn Smollett Chicagoborg ætlar að höfða mál gegn leikaranum Jussie Smollett vegna kostnaðar við rannsókn á frásögn hans af barsmíðum sem hann sagðist hafa orðið fyrir í borginni. 5. apríl 2019 15:06 Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02 Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Yfirvöld Chicago ætla að höfða mál gegn Smollett Chicagoborg ætlar að höfða mál gegn leikaranum Jussie Smollett vegna kostnaðar við rannsókn á frásögn hans af barsmíðum sem hann sagðist hafa orðið fyrir í borginni. 5. apríl 2019 15:06
Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02
Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21