Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 08:50 Jussie Smollett er sagður niðurbrotinn vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í að sviðsetja árás á hann. Vísir/Getty Lögmaður bandaríska leikarans Jussie Smollett segir stjörnuna vera reiða og niðurbrotna vegna fregna þess efnis að hann kannist við einstaklingana sem sakaðir eru um að ráðast á hann. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Deadline greinir frá því í dag að rannsókn lögreglunnar í Chicago beinist nú að þætti Smolletts í árásinni. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um árásina heita Olabinjo og Abimbola Osundairo og eru bræður. Eru þeir eru sagðir hafa hrópað ókvæðisorðum að leikaranum á meðan árásinni stóð og haft uppi fordómafull ummæli sem varða kynþátt og kynhneigð leikarans. Deadline segir að í það minnsta annar þeirra hafi komið fram sem aukaleikari í þáttunum Empira og virðist þekkja Smollett. Olabinjo Osundario sést hér hægra megin við Lee Daniels, höfundi Empire, sem stendur fyrir miðju á myndinni. View this post on Instagram #Repost @theoriginalbigdaddy ・・・ Ummmm ... #prisonlife? #freelucious #empireseason2 #day1 #bigdaddylostintheyard A post shared by TEAM ABEL (@team_abel) on Jun 24, 2015 at 7:29pm PDT Hefur verið greint frá því að Smollett hafi ekki veitt lögreglu fullan aðgang að símagögnum sínum en hann er sagður hafa talað við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Smollett fór í viðtal í sjónvarpsþáttinn Good Morning America í liðinni viku þar sem hann sagðist telja að árásin hefði átt sér stað vegna langvarandi gagnrýni hans á forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Umboðsmaður hans hefur heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett. Lögmaður Smollett segir allar ásakanir um að leikarinn hafi tekið þátt í að sviðsetja árásina vera fjarri sannleikanum. „Og hver sá sem heldur öðru fram er að ljúga,“ segir í yfirlýsingu lögmannsins. Orðrómur hefur gengið að árásin hafi verið sviðsett því framleiðandi þáttanna, 20th Century Fox, hafði íhugað að skrifa Smollett úr þáttunum, en fyrirtækið hefur staðfastlega neitað því að nokkuð slíkt stæði til. Smollett væri einn af burðarásum þáttanna og þannig yrði það áfram. Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. 1. febrúar 2019 19:02 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Lögmaður bandaríska leikarans Jussie Smollett segir stjörnuna vera reiða og niðurbrotna vegna fregna þess efnis að hann kannist við einstaklingana sem sakaðir eru um að ráðast á hann. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Deadline greinir frá því í dag að rannsókn lögreglunnar í Chicago beinist nú að þætti Smolletts í árásinni. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um árásina heita Olabinjo og Abimbola Osundairo og eru bræður. Eru þeir eru sagðir hafa hrópað ókvæðisorðum að leikaranum á meðan árásinni stóð og haft uppi fordómafull ummæli sem varða kynþátt og kynhneigð leikarans. Deadline segir að í það minnsta annar þeirra hafi komið fram sem aukaleikari í þáttunum Empira og virðist þekkja Smollett. Olabinjo Osundario sést hér hægra megin við Lee Daniels, höfundi Empire, sem stendur fyrir miðju á myndinni. View this post on Instagram #Repost @theoriginalbigdaddy ・・・ Ummmm ... #prisonlife? #freelucious #empireseason2 #day1 #bigdaddylostintheyard A post shared by TEAM ABEL (@team_abel) on Jun 24, 2015 at 7:29pm PDT Hefur verið greint frá því að Smollett hafi ekki veitt lögreglu fullan aðgang að símagögnum sínum en hann er sagður hafa talað við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Smollett fór í viðtal í sjónvarpsþáttinn Good Morning America í liðinni viku þar sem hann sagðist telja að árásin hefði átt sér stað vegna langvarandi gagnrýni hans á forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Umboðsmaður hans hefur heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett. Lögmaður Smollett segir allar ásakanir um að leikarinn hafi tekið þátt í að sviðsetja árásina vera fjarri sannleikanum. „Og hver sá sem heldur öðru fram er að ljúga,“ segir í yfirlýsingu lögmannsins. Orðrómur hefur gengið að árásin hafi verið sviðsett því framleiðandi þáttanna, 20th Century Fox, hafði íhugað að skrifa Smollett úr þáttunum, en fyrirtækið hefur staðfastlega neitað því að nokkuð slíkt stæði til. Smollett væri einn af burðarásum þáttanna og þannig yrði það áfram.
Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. 1. febrúar 2019 19:02 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46
Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. 1. febrúar 2019 19:02