Lífið

Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire

Stefán Árni Pálsson skrifar
Smollett gæti fengið fangelsisdóm.
Smollett gæti fengið fangelsisdóm.

Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. Karakter hans verður klipptur út.

BBC greinir frá en mikið hefur verið fjallað um Smollett í fjölmiðlum ytra en í síðasta mánuði var greint frá því að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða.

Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða.

Seinna kom í ljós að árásin hafi verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann.

Smollett hefur nú stigið fram vegna málsins og segist sjá eftir öllu og sé hann niðurbrotin.


Tengdar fréttir

Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns

Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.