Erlent

Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Mike Pompeo og Ri Yong-Ho í Singapúr.
Mike Pompeo og Ri Yong-Ho í Singapúr. Vísir/AP
Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. Hins vegar ætli þau sér að standa við samkomulagið sem Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóru, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifuðu undir í Singapúr í júní. Bandaríkjamönnum og Kóreumönnum fer þó ekki saman um hvað var samþykkt. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar sakað Norður-Kóreu um að halda áfram þróun kjarnorkuvopna og eldflauga.Utanríkisráðherra landsins lýsti þessu yfir á ráðstefnu utanríkisráðherra í Asíu, sem einnig er haldin í Singapúr.

Ri Yong-Ho sagði Norður-Kóreu hafa sýnt góðan vilja með því að hætta tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar og með því að loka kjarnorkuvopnatilraunasvæði sínu.„Hins vegar hafa Bandaríkin, í stað þess að bregðast við þessum aðgerðum, kallað eftir því að refsiaðgerðum og þvingunum gagnvart Norður-Kóreu verði haldið streitulaust áfram.“ sagði Ri. hann sagði einnig að Bandaríkin hefðu ekki viljað lýsa yfir friði á Kóreuskaganum. Tæknilega séð ríkir enn stríð þar

Mike Pompeo var einnig staddur í Singapúr þar sem hann notaði tækifærið í morgun til þess að vara Rússland, Kína og önnur ríki við því að fara fram hjá þeim aðgerðum sem beitt hefur verið gegn Norður-Kóreu.

Sameinuðu þjóðirnar gáfu í nótt út skýrslu þar sem því er haldið fram að Norður-Kórea hafi ekki látið af kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunum sínum. Þar að auki sé ríkið að brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna, til dæmis með því að kaupa og dæla olíu á milli skipa á hafi úti.„Ef þessar fregnir eru réttar, og við höfum ástæðu til að trúa að svo sé, þá er það brot gegn ályktunum,“ sagði Pompeo. „Við búumst við því að Rússar og öll ríki fylgi ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og viðhaldi aðgerðum gegn Norður-Kóreu. Öll brot sem koma niður á þeirri viðleitni að loksins losa Norður-Kóreu við kjarnorkuvopn er eitthvað sem Bandaríkin munu taka mjög alvarlega.“

Sjá einnig: Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum bankaNikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi Rússum tóninn í gærkvöldi og gagnrýndi þá fyrir að styðja ályktanirnar í orðum en ekki gjörðum.

 


Tengdar fréttir

Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu

Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar.

Segir Norður-Kóreu eiga langt í land

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.