Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 13:34 Mike Pompeo tekur í hönd Kim Yong-chol, varaformann miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Hann hitti ekki Kim Jong-un í ferð sinni að þessu sinni. Vísir/EPA Fulltrúar Norður-Kóreu lýsa nýafstöðnum viðræðum sínum við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og sendinefnd hans sem „hörmulegum“. Pompeo hafði skömmu áður sagt að viðræðurnar hefðu verið „gagnlegar“. AP-fréttastofan hefur eftir talsmanni norður-kóreska utanríkisráðuneytisins að Bandaríkin hefðu „svikið anda“ leiðtogafundar Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í síðasta mánuði í viðræðum síðustu tvo daga. Það hefðu þau gert með því að setja „einhliða þrýsting“ um algera afkjarnavopnavæðingu Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu talsmannsins sagði að niðurstöður viðræðnanna yllu „miklum áhyggjum“ þar sem þær leiddu til hættulegs skeiðs þar sem vilji norður-kóreskra stjórnvalda til að afvopnast gæti minnkað en hann hefði fram að þessu verið staðfastur. Annað hljóð var í Pompoe þegar hann ávarpaði fréttamenn á leið sinni heim frá viðræðunum sem fóru fram í Norður-Kóreu. Viðræðurnar hefðu verið gagnlegar og farið fram „í góðri trú“. Mikill árangur hefði náðst á sumum sviðum þótt enn væri mikið verk fyrir höndum á öðrum sviðum. Trump forseti gekk sjálfur svo langt eftir fund sinn með Kim að fullyrða að kjarnavopnahætta stafaði ekki lengur af Norður-Kóreu. Í vikunni stærði hann sig af því að hafa komið í veg fyrir stríð á Kóreuskaga. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Aukin plútónframleiðsla Norður-Kóreu sögð ótengd friðarumleitunum Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. 28. júní 2018 10:16 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Fulltrúar Norður-Kóreu lýsa nýafstöðnum viðræðum sínum við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og sendinefnd hans sem „hörmulegum“. Pompeo hafði skömmu áður sagt að viðræðurnar hefðu verið „gagnlegar“. AP-fréttastofan hefur eftir talsmanni norður-kóreska utanríkisráðuneytisins að Bandaríkin hefðu „svikið anda“ leiðtogafundar Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í síðasta mánuði í viðræðum síðustu tvo daga. Það hefðu þau gert með því að setja „einhliða þrýsting“ um algera afkjarnavopnavæðingu Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu talsmannsins sagði að niðurstöður viðræðnanna yllu „miklum áhyggjum“ þar sem þær leiddu til hættulegs skeiðs þar sem vilji norður-kóreskra stjórnvalda til að afvopnast gæti minnkað en hann hefði fram að þessu verið staðfastur. Annað hljóð var í Pompoe þegar hann ávarpaði fréttamenn á leið sinni heim frá viðræðunum sem fóru fram í Norður-Kóreu. Viðræðurnar hefðu verið gagnlegar og farið fram „í góðri trú“. Mikill árangur hefði náðst á sumum sviðum þótt enn væri mikið verk fyrir höndum á öðrum sviðum. Trump forseti gekk sjálfur svo langt eftir fund sinn með Kim að fullyrða að kjarnavopnahætta stafaði ekki lengur af Norður-Kóreu. Í vikunni stærði hann sig af því að hafa komið í veg fyrir stríð á Kóreuskaga.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Aukin plútónframleiðsla Norður-Kóreu sögð ótengd friðarumleitunum Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. 28. júní 2018 10:16 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39
Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45
Aukin plútónframleiðsla Norður-Kóreu sögð ótengd friðarumleitunum Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. 28. júní 2018 10:16
Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53