Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 11:06 Gervinhnattarmynd af Sohae-herstöðinni. Vísir/Getty Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. Einræðisríkið virðist þar með vera að fylgja samkomulagi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem samþykkt var í Singapúr í síðasta mánuði. Donald Trump sagði þá að Kim hefði heitið því að losa sig við eldflaugatilraunabúnað án þess að taka fram hvar.Nýjar gervihnattarmyndir af Sohae í Norður-Kóreu gefa í skyn að verið sé að rífa mannvirki þar. Yfirvöld Norður-Kóreu segja gervihnöttum hafa verið skotið á loft þaðan en erlendir sérfræðingar segja Sohae vera skotstað fyrir eldflaugar. Greinendur 38 North, sem fylgjast grannt með málum í Norður-Kóreu, segja áðurnefndar myndir, frá 20. júní, segja mikilvæg mannvirki sem snúa að eldflaugaskotum og að þróun eldflauga hafa verið rifin. Það gefi til kynna að trú ríkisstjórnar Norður-Kóreu á eldflaugar sínar hafi aukist til muna.Eftir fund Trump og Kim hélt bandaríski forsetinn því fram að Norður-Kórea hefði samþykkt að láta öll kjarnorkuvopn sín af hendi og hleypa eftirlitsaðilum inn í ríkið. Samkomulag leiðtoganna hefur þó verið gagnrýnt fyrir að vera verulega óljóst. Síðan þá hefur ríkisstjórn Norður-Kóreu dregið lappirnar verulega og jafnvel sagt Bandaríkin haga sér eins og „ribbaldar“ fyrir að fara fram á afvopnun landsins. Fregnir hafa borist af því að leyniþjónustur Bandaríkjanna telji Norður-Kóreu halda þróun kjarnorkuvopna áfram í leyni. Endurbætur hafi verið gerðar á mikilvægri rannsóknarstöð þar sem Úran er auðgað og slíkum stöðum hafi verið fjölgað. Þá sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á föstudaginn að yfirvöld Norður-Kóreu virtust reyna að komast fram hjá viðskiptaþvingunum og að nauðsynlegt væri að fylgja þeim eftir. Ekki mætti draga úr þrýstingi á einræðisríkið, fyrr en þeir hefðu látið öll sín kjarnorkuvopn af hendi og hleypt eftirlitsaðilum inn. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. Einræðisríkið virðist þar með vera að fylgja samkomulagi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem samþykkt var í Singapúr í síðasta mánuði. Donald Trump sagði þá að Kim hefði heitið því að losa sig við eldflaugatilraunabúnað án þess að taka fram hvar.Nýjar gervihnattarmyndir af Sohae í Norður-Kóreu gefa í skyn að verið sé að rífa mannvirki þar. Yfirvöld Norður-Kóreu segja gervihnöttum hafa verið skotið á loft þaðan en erlendir sérfræðingar segja Sohae vera skotstað fyrir eldflaugar. Greinendur 38 North, sem fylgjast grannt með málum í Norður-Kóreu, segja áðurnefndar myndir, frá 20. júní, segja mikilvæg mannvirki sem snúa að eldflaugaskotum og að þróun eldflauga hafa verið rifin. Það gefi til kynna að trú ríkisstjórnar Norður-Kóreu á eldflaugar sínar hafi aukist til muna.Eftir fund Trump og Kim hélt bandaríski forsetinn því fram að Norður-Kórea hefði samþykkt að láta öll kjarnorkuvopn sín af hendi og hleypa eftirlitsaðilum inn í ríkið. Samkomulag leiðtoganna hefur þó verið gagnrýnt fyrir að vera verulega óljóst. Síðan þá hefur ríkisstjórn Norður-Kóreu dregið lappirnar verulega og jafnvel sagt Bandaríkin haga sér eins og „ribbaldar“ fyrir að fara fram á afvopnun landsins. Fregnir hafa borist af því að leyniþjónustur Bandaríkjanna telji Norður-Kóreu halda þróun kjarnorkuvopna áfram í leyni. Endurbætur hafi verið gerðar á mikilvægri rannsóknarstöð þar sem Úran er auðgað og slíkum stöðum hafi verið fjölgað. Þá sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á föstudaginn að yfirvöld Norður-Kóreu virtust reyna að komast fram hjá viðskiptaþvingunum og að nauðsynlegt væri að fylgja þeim eftir. Ekki mætti draga úr þrýstingi á einræðisríkið, fyrr en þeir hefðu látið öll sín kjarnorkuvopn af hendi og hleypt eftirlitsaðilum inn.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira