Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum banka Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2018 15:46 Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Agrosoyuz bankann hafa séð um „umfangsmikla greiðslu“ fyrir Han Jang-Su. Sá er yfirmaður stærsta erlenda banka Norður-Kóreu, sem rekinn er í Moskvu og gengur undir nafninu Foreign Trade Bank. „Bandaríkin munu áfram framfylgja refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna og koma í veg fyrir fjárstreymi til Norður-Kóreu,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningu.Bandaríkjamenn kölluðu einnig eftir því að Han og öðrum yfirmanni FTB yrði vísað frá Rússlandi vegna ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur Wall Street Journal birt frétt um að þúsundir verkamanna frá Norður-Kóreu starfi nú í Rússlandi, í trássi við ályktanir öryggisráðsins. Vitnað er í gögn Innanríkisráðuneytis Rússlands, sem blaðamenn WSJ hafa komið höndum yfir.Rússar segja þó ekki rétt að nýjum verkamönnum hafi verið hleypt inn í landið. Þess í stað hafi verið að endurnýja atvinnuleyfi 3.500 aðila sem hafi komið til Rússlands fyrir 29. nóvember í fyrra, þegar umræddar refsiaðgerðir tóku gildi.WSJ segir þó að minnst 700 ný atvinnuleyfi hafi verið veitt á þessu ári og mun málið vera til rannsóknar innan Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að verkamenn frá Norður-Kóreu sendi um 150 til 300 milljónir dala heim frá Rússlandi á ári hverju. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Agrosoyuz bankann hafa séð um „umfangsmikla greiðslu“ fyrir Han Jang-Su. Sá er yfirmaður stærsta erlenda banka Norður-Kóreu, sem rekinn er í Moskvu og gengur undir nafninu Foreign Trade Bank. „Bandaríkin munu áfram framfylgja refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna og koma í veg fyrir fjárstreymi til Norður-Kóreu,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningu.Bandaríkjamenn kölluðu einnig eftir því að Han og öðrum yfirmanni FTB yrði vísað frá Rússlandi vegna ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur Wall Street Journal birt frétt um að þúsundir verkamanna frá Norður-Kóreu starfi nú í Rússlandi, í trássi við ályktanir öryggisráðsins. Vitnað er í gögn Innanríkisráðuneytis Rússlands, sem blaðamenn WSJ hafa komið höndum yfir.Rússar segja þó ekki rétt að nýjum verkamönnum hafi verið hleypt inn í landið. Þess í stað hafi verið að endurnýja atvinnuleyfi 3.500 aðila sem hafi komið til Rússlands fyrir 29. nóvember í fyrra, þegar umræddar refsiaðgerðir tóku gildi.WSJ segir þó að minnst 700 ný atvinnuleyfi hafi verið veitt á þessu ári og mun málið vera til rannsóknar innan Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að verkamenn frá Norður-Kóreu sendi um 150 til 300 milljónir dala heim frá Rússlandi á ári hverju.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46