Erlent

Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Leiðtogafundurinn í Singapúr
Leiðtogafundurinn í Singapúr Vísir/AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við.

Fullyrðir forsetinn að allir íbúar Asíu séu himinlifandi með árangurinn, hvorki meira né minna.

Ummælin lét Trump falla á Twitter í morgun.

Hann benti réttilega á að Norður-Kórea hefði ekki gert tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkusprengjur í átta mánuði. Þeir einu sem kvörtuðu undan því væru andstæðingar sínir, þar á meðal fjölmiðlar.

Trump sagðist einnig frá ætla að greina frá því næsta mánudag hvern hann tilnefni sem nýjan hæstaréttardómara. Hann hafi rætt við fjóra mjög hæfa kandídata í gær.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.