Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2017 10:00 Fjölmargir hafa lagt leið sína í miðborg Stokkhólms í morgun til að minnast fórnarlamba. Vísir/EPA Vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur á verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólmi skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma í gær. Þetta vitum við um árásina:Talsmenn lögreglu og yfirvalda í Stokkhólmi segja að fjórir séu látnir og tíu slasaðir. Fjórir hinna slösuðu er haldið á gjörgæslu. Eitt barn er í hópi hinna slösuðu, en á ekki í lífshættu. Þrjú hinna látnu létust á Drottninggatan, og einn á sjúkrahúsi.Maður var handtekinn í Märsta, úthverfi norður af Stokkhólmi, í gærkvöldi, eftir að lögreglu barst ábending um að maður í verslun hagaði sér undarlega. Hann var með glerbrot á fatnaði sínum og gríma fannst í fórum hans. Lögregla telur að um árásarmanninn sé að ræða, en hann á að hafa viðurkennt að hafa átt þátt í árásinni.Sænskir fjölmiðlar segja að annar maður hafi einnig verið handtekinn, en sá á að vera skráður til heimilis á sama stað og meintur árásarmaður. Að sögn Expressen hefur honum nú verið sleppt.Sænskir fjölmiðlar hafa eftir heimildum sínum innan lögreglan að taska með heimagerðri sprengju hafi fundist í tösku í vörubílnum.Aftonbladet segir að árásarmaðurinn sé 39 ára maður frá Úsbekistan sem hafi á Facebook-síðu sinni meðal annars birt áróðursmyndband frá ISIS. Hann var skráður til heimilis í úthverfi Stokkhólms.Drottninggatan í gær.Vísir/AFPSænsk yfirvöld hafa ákveðið að herða landamæraeftirlit með öllum þeim sem eru á leið inn og út úr landinu næstu tuttugu dagana. Möguleiki verður á framlengingu um tuttugu daga til viðbótar.Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði skömmu eftir árásina í gær að ráðist hefði verið á landið og að allt benti til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Í gærkvöldi sagði hann svo að Svíar stæðu saman í sorginni, en einnig reiðinni. Hann beindi þó þeim orðum til árásarmanna að þeim muni ekki takast að kúga Svía eða stjórna lífi þeirra. „Þið munið aldrei sigra.“Viktoría krónprinsessa og Daniel prins heimsóttu árásarstaðinn í morgun og lögðu niður blómvönd til að heiðra minningu hinna látnu. Karl Gústaf konungur er staddur erlendis.Lögregla í Stokkhólmi hefur hvatt almenning til að forðast miðborg Stokkhólms í dag, þar sem áfram verður stórt svæði girt af. Yfirvöld vara við að búast megi við miklum töfum í umferðinni í sænsku höfuðborginni í dag.Lögregla mun halda blaðamannafund klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem greint verður frekar frá framvindu rannsóknarinnar.Árásarmaðurinn rændi vörubíl ofarlega á Drottningargötunni þegar bílstjórinn var að afferma vörur. Hann ók svo niður götuna, um 550 metra leið, utan í gangandi vegfarendur þar til að vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens City. Hann flúði síðan af vettvangi og hélt upp í lest.Lögregla verður að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum fyrir klukkan 12 á þriðjudag að staðartíma. Ekki er útilokað að fleiri verðir handteknir. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00 Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16 Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Minnst fjórir létust er vöruflutningabíl var ekið inn í verslun í miðborg Stokkhólms. Samgöngur lágu niðri og íbúum miðborgarinnar var gert að halda sig innandyra. 8. apríl 2017 06:00 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur á verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólmi skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma í gær. Þetta vitum við um árásina:Talsmenn lögreglu og yfirvalda í Stokkhólmi segja að fjórir séu látnir og tíu slasaðir. Fjórir hinna slösuðu er haldið á gjörgæslu. Eitt barn er í hópi hinna slösuðu, en á ekki í lífshættu. Þrjú hinna látnu létust á Drottninggatan, og einn á sjúkrahúsi.Maður var handtekinn í Märsta, úthverfi norður af Stokkhólmi, í gærkvöldi, eftir að lögreglu barst ábending um að maður í verslun hagaði sér undarlega. Hann var með glerbrot á fatnaði sínum og gríma fannst í fórum hans. Lögregla telur að um árásarmanninn sé að ræða, en hann á að hafa viðurkennt að hafa átt þátt í árásinni.Sænskir fjölmiðlar segja að annar maður hafi einnig verið handtekinn, en sá á að vera skráður til heimilis á sama stað og meintur árásarmaður. Að sögn Expressen hefur honum nú verið sleppt.Sænskir fjölmiðlar hafa eftir heimildum sínum innan lögreglan að taska með heimagerðri sprengju hafi fundist í tösku í vörubílnum.Aftonbladet segir að árásarmaðurinn sé 39 ára maður frá Úsbekistan sem hafi á Facebook-síðu sinni meðal annars birt áróðursmyndband frá ISIS. Hann var skráður til heimilis í úthverfi Stokkhólms.Drottninggatan í gær.Vísir/AFPSænsk yfirvöld hafa ákveðið að herða landamæraeftirlit með öllum þeim sem eru á leið inn og út úr landinu næstu tuttugu dagana. Möguleiki verður á framlengingu um tuttugu daga til viðbótar.Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði skömmu eftir árásina í gær að ráðist hefði verið á landið og að allt benti til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Í gærkvöldi sagði hann svo að Svíar stæðu saman í sorginni, en einnig reiðinni. Hann beindi þó þeim orðum til árásarmanna að þeim muni ekki takast að kúga Svía eða stjórna lífi þeirra. „Þið munið aldrei sigra.“Viktoría krónprinsessa og Daniel prins heimsóttu árásarstaðinn í morgun og lögðu niður blómvönd til að heiðra minningu hinna látnu. Karl Gústaf konungur er staddur erlendis.Lögregla í Stokkhólmi hefur hvatt almenning til að forðast miðborg Stokkhólms í dag, þar sem áfram verður stórt svæði girt af. Yfirvöld vara við að búast megi við miklum töfum í umferðinni í sænsku höfuðborginni í dag.Lögregla mun halda blaðamannafund klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem greint verður frekar frá framvindu rannsóknarinnar.Árásarmaðurinn rændi vörubíl ofarlega á Drottningargötunni þegar bílstjórinn var að afferma vörur. Hann ók svo niður götuna, um 550 metra leið, utan í gangandi vegfarendur þar til að vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens City. Hann flúði síðan af vettvangi og hélt upp í lest.Lögregla verður að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum fyrir klukkan 12 á þriðjudag að staðartíma. Ekki er útilokað að fleiri verðir handteknir.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00 Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16 Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Minnst fjórir létust er vöruflutningabíl var ekið inn í verslun í miðborg Stokkhólms. Samgöngur lágu niðri og íbúum miðborgarinnar var gert að halda sig innandyra. 8. apríl 2017 06:00 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00
Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16
Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Minnst fjórir létust er vöruflutningabíl var ekið inn í verslun í miðborg Stokkhólms. Samgöngur lágu niðri og íbúum miðborgarinnar var gert að halda sig innandyra. 8. apríl 2017 06:00
Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“