Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2017 13:10 Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens. Vísir/EPA Þetta vitum við um árásina:Vörubíl var ekið á fólk á verslunargötunni Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 14 í dag.Vörubílnum var um 500 metra leið og hafnaði svo í verslun Åhlens City.Lögregla telur að um hryðjuverkaárás sé að ræða.Staðfest er að fjórir eru látnir og níu slasaðir.Óstaðfestar heimildir herma að einn hafi verið handtekinn.Lögregla hvetur fólk að halda sig innandyra og fjarri miðborg Stokkhólms.Búið er að girða af stórt svæði í Norrmalm, nýju miðborg Stokkhólms, þinghúsið, kosningshöllina og forsætisráðuneytið.Neðanjarðarlestarkerfi Stokkhólms hefur verið lokað.„Búið er að ráðast á Svíþjóð. Allt bendir til að um hryðjuverkaárás sé að ræða.“ segir forsætisráðherrann Stefan Löfven.Lögregla hefur birt mynd af manni sem hún vill ræða við í tengslum við málið.Vitni lýsa hrikalegum aðstæðum í miðbænumGreiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18.15.Vísir/EPAAð minnsta kosti þrír eru látnir og átta slasaðist eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Staðfest hefur verið að fjórir hið minnsta séu látnir og fimmtán slasaðir. Einn hefur verið handtekinn, að því er greint er frá í Aftonbladet. Á fréttamannafundi ríkislögreglustjóra og öryggislögreglunnar var birt mynd af manni sem lögregla vill ræða við í tengslum við málið. „Þetta var hræðileg. Fólk lá út um allt í blóði sínu á götunni. Það var verið að reyna að bjarga lífi tveggja nákvæmlega þar sem ég var en annar þeirra var líklega dáinn.“ Svona lýsir vitni aðkomunni í Dronninggatan í dag.Lögregla vill hafa uppi á manninum á myndinni.Sænska lögreglanVörubílnum sem notaður var í árásinni var rænt af grímuklæddum manni skömmu fyrir árásina þar sem bílstjórinn var að afhenda vörur, en bíllinn tilheyrði bjórframleiðandanum Spendrups. Bílstjóri vörubílsins reyndi að stöðva árásarmanninn og slasaðist lítillega þegar ekið var utan í hann. Sjónarvottar segja að vörubílnum hafi verið ekið frá Odenplan, um 500 metra leið niður Drottninggatan þar til hann hafnaði inni í verslun Åhlens, í ilmvatndeildinni.Að neðan má sjá fólk að flýja af vettvangi.VIDEO: People running after truck reportedly drives into crowd on Stockholm street https://t.co/fQZpiKm7Yr pic.twitter.com/kZgbO2kjhP— RT (@RT_com) April 7, 2017 Lögregla í Stokkhólmi segir í samtali við SVT að talið sé að um hryðjuverk sé að ræða. Hefur fólk verið hvatt til að halda sig innandyra og halda sig fjarri miðborg sænsku höfuðborgarinnar. Sjónarvottar segjast hafa séð fólk grátandi á vettvangi og að mörg hundruð manns hafi flúið af vettvangi. Lögregla hefur girt af stórt svæði í kringum Åhlens.Polisen uppmanar människor att stanna hemma och undvika city. Sprid detta till de ni känner. #stockholm— Polisen Stockholm (@polisen_sthlm) April 7, 2017 Búið er að girða af stórt svæði í miðborg Stokkhólms.Vísir/EPAAllt bendir til hryðjuverkaárásar Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ræddi við fjölmiðla skömmu fyrir klukkan 14 í dag og sagði að búið væri að ráðast á Svíþjóð og að allt bendi til að um „hryðjuverkaárás“ væri að ræða. Löfven staðfesti að tveir hið minnsta væru látnir og hvatti almenning til að fylgjast vel með þeim upplýsingum og leiðbeiningum sem berast frá lögreglu. Löfven sagði hugur sinn vera hjá fórnarlömbum og aðstandendum þeirra. Hann hefur aflýst ferð sinni til Gautaborgar og er nú á leið aftur til Stokkhólms, eftir að hafa verið staddur í bænum Skene vegna rútuslyssins fyrr í vikunni þar sem þrír grunnskólanemendur létu lífið.Vörubílnum rænt fyrr í dag Fjölmennt lið lögreglu er á vettvangi. Í frétt SVT kemur jafnframt fram að upplýsingar hafi borist um að það hafi heyrst skothljóð á horni Kungsgatan og Drottninggatan. Dagens Nyheter segir að fréttir hafi borist um skothljóð við neðanjarðarlestarstöð við Fridhemsplan á Kungsholmen, nokkuð vestur af Drottninggatan. Óljóst er hvort að málin tengjast. Fjölmargir læknar í borgaralegum klæðnaði hafa mætt að Drottninggatan til að hlúa að slösuðum. Neðanjarðarlestarkerfi Stokkhólmsborgar hefur verið lokað. Þingmönnum hefur verið meinað að yfirgefa þinghúsið. Lögregla hefur girt af þinghúsið, konungshöllina og skrifstofu forsætisráðherrans. Íslendingar í Stokkhólmi eru beðnir um að láta vandamenn vita af sér. Ef aðstoðar er þörf bendum við á Borgaraþjónustu okkar í 545 9900. Búið er að opna síðu á Facebook þar sem fólk í Stokkhólmi getur staðfest að það sé óhult.Íslendingar í Stokkhólmi eru beðnir um að láta vandamenn vita af sér. Ef aðstoðar er þörf bendum við á Borgaraþjónustu okkar í 545-9900.— MFA Iceland (@MFAIceland) April 7, 2017 Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum vegna árásarinnar í miðborg Stokkhólms í dag. Viðbúnaðarstig verður ekki hækkað að svo stöddu.Vísir/EPAHér má fylgjast með útsendingu Aftonbladet af vettvangi.A large truck has driven into people on street in central Stockholm, according to Swedish newspaper Aftonbladet: https://t.co/oACBdKarJB pic.twitter.com/T2LAg0E4ob— Peter Yeung (@ptr_yeung) April 7, 2017 Hryðjuverk í Stokkhólmi Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Þetta vitum við um árásina:Vörubíl var ekið á fólk á verslunargötunni Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 14 í dag.Vörubílnum var um 500 metra leið og hafnaði svo í verslun Åhlens City.Lögregla telur að um hryðjuverkaárás sé að ræða.Staðfest er að fjórir eru látnir og níu slasaðir.Óstaðfestar heimildir herma að einn hafi verið handtekinn.Lögregla hvetur fólk að halda sig innandyra og fjarri miðborg Stokkhólms.Búið er að girða af stórt svæði í Norrmalm, nýju miðborg Stokkhólms, þinghúsið, kosningshöllina og forsætisráðuneytið.Neðanjarðarlestarkerfi Stokkhólms hefur verið lokað.„Búið er að ráðast á Svíþjóð. Allt bendir til að um hryðjuverkaárás sé að ræða.“ segir forsætisráðherrann Stefan Löfven.Lögregla hefur birt mynd af manni sem hún vill ræða við í tengslum við málið.Vitni lýsa hrikalegum aðstæðum í miðbænumGreiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18.15.Vísir/EPAAð minnsta kosti þrír eru látnir og átta slasaðist eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Staðfest hefur verið að fjórir hið minnsta séu látnir og fimmtán slasaðir. Einn hefur verið handtekinn, að því er greint er frá í Aftonbladet. Á fréttamannafundi ríkislögreglustjóra og öryggislögreglunnar var birt mynd af manni sem lögregla vill ræða við í tengslum við málið. „Þetta var hræðileg. Fólk lá út um allt í blóði sínu á götunni. Það var verið að reyna að bjarga lífi tveggja nákvæmlega þar sem ég var en annar þeirra var líklega dáinn.“ Svona lýsir vitni aðkomunni í Dronninggatan í dag.Lögregla vill hafa uppi á manninum á myndinni.Sænska lögreglanVörubílnum sem notaður var í árásinni var rænt af grímuklæddum manni skömmu fyrir árásina þar sem bílstjórinn var að afhenda vörur, en bíllinn tilheyrði bjórframleiðandanum Spendrups. Bílstjóri vörubílsins reyndi að stöðva árásarmanninn og slasaðist lítillega þegar ekið var utan í hann. Sjónarvottar segja að vörubílnum hafi verið ekið frá Odenplan, um 500 metra leið niður Drottninggatan þar til hann hafnaði inni í verslun Åhlens, í ilmvatndeildinni.Að neðan má sjá fólk að flýja af vettvangi.VIDEO: People running after truck reportedly drives into crowd on Stockholm street https://t.co/fQZpiKm7Yr pic.twitter.com/kZgbO2kjhP— RT (@RT_com) April 7, 2017 Lögregla í Stokkhólmi segir í samtali við SVT að talið sé að um hryðjuverk sé að ræða. Hefur fólk verið hvatt til að halda sig innandyra og halda sig fjarri miðborg sænsku höfuðborgarinnar. Sjónarvottar segjast hafa séð fólk grátandi á vettvangi og að mörg hundruð manns hafi flúið af vettvangi. Lögregla hefur girt af stórt svæði í kringum Åhlens.Polisen uppmanar människor att stanna hemma och undvika city. Sprid detta till de ni känner. #stockholm— Polisen Stockholm (@polisen_sthlm) April 7, 2017 Búið er að girða af stórt svæði í miðborg Stokkhólms.Vísir/EPAAllt bendir til hryðjuverkaárásar Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ræddi við fjölmiðla skömmu fyrir klukkan 14 í dag og sagði að búið væri að ráðast á Svíþjóð og að allt bendi til að um „hryðjuverkaárás“ væri að ræða. Löfven staðfesti að tveir hið minnsta væru látnir og hvatti almenning til að fylgjast vel með þeim upplýsingum og leiðbeiningum sem berast frá lögreglu. Löfven sagði hugur sinn vera hjá fórnarlömbum og aðstandendum þeirra. Hann hefur aflýst ferð sinni til Gautaborgar og er nú á leið aftur til Stokkhólms, eftir að hafa verið staddur í bænum Skene vegna rútuslyssins fyrr í vikunni þar sem þrír grunnskólanemendur létu lífið.Vörubílnum rænt fyrr í dag Fjölmennt lið lögreglu er á vettvangi. Í frétt SVT kemur jafnframt fram að upplýsingar hafi borist um að það hafi heyrst skothljóð á horni Kungsgatan og Drottninggatan. Dagens Nyheter segir að fréttir hafi borist um skothljóð við neðanjarðarlestarstöð við Fridhemsplan á Kungsholmen, nokkuð vestur af Drottninggatan. Óljóst er hvort að málin tengjast. Fjölmargir læknar í borgaralegum klæðnaði hafa mætt að Drottninggatan til að hlúa að slösuðum. Neðanjarðarlestarkerfi Stokkhólmsborgar hefur verið lokað. Þingmönnum hefur verið meinað að yfirgefa þinghúsið. Lögregla hefur girt af þinghúsið, konungshöllina og skrifstofu forsætisráðherrans. Íslendingar í Stokkhólmi eru beðnir um að láta vandamenn vita af sér. Ef aðstoðar er þörf bendum við á Borgaraþjónustu okkar í 545 9900. Búið er að opna síðu á Facebook þar sem fólk í Stokkhólmi getur staðfest að það sé óhult.Íslendingar í Stokkhólmi eru beðnir um að láta vandamenn vita af sér. Ef aðstoðar er þörf bendum við á Borgaraþjónustu okkar í 545-9900.— MFA Iceland (@MFAIceland) April 7, 2017 Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum vegna árásarinnar í miðborg Stokkhólms í dag. Viðbúnaðarstig verður ekki hækkað að svo stöddu.Vísir/EPAHér má fylgjast með útsendingu Aftonbladet af vettvangi.A large truck has driven into people on street in central Stockholm, according to Swedish newspaper Aftonbladet: https://t.co/oACBdKarJB pic.twitter.com/T2LAg0E4ob— Peter Yeung (@ptr_yeung) April 7, 2017
Hryðjuverk í Stokkhólmi Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira