Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhléns. Nordicphotos/AFP Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar vöruflutningabíl var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar. Þá er staðfest að að minnsta kosti átta séu særðir eftir árásina. Eigandi brugghússins Spendrups staðfesti í gær að vöruflutningabíl fyrirtækisins hefði verið stolið um morguninn á meðan bílstjórinn var að afferma bílinn. Honum var svo ekið inn í verslunina klukkan eitt að íslenskum tíma. Við árásina var búðin rýmd. Þá lögðust almenningssamgöngur niður og vegum var lokað. Borgaryfirvöld opnuðu skóla og íþróttamannvirki til að hýsa þá sem ekki komust leiðar sinnar vegna truflana á samgöngum. Var gestum verslana í nágrenninu og starfsfólki gert að halda sig innandyra á meðan öryggi á svæðinu var tryggt. Jafnframt var íbúum í miðbænum sagt að halda sig heima. Skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun hafði maður verið handtekinn. Greindi ríkisútvarp Danmerkur frá því að hinn handtekni passaði við lýsingu af manni sem lögregla hafði lýst eftir. Lögregla birti fyrr um daginn mynd úr öryggismyndavélakerfi af manninum. Á blaðamannafundi sagði lögreglustjórinn Anders Thornberg að lögreglan vildi ná tali af manninum. Ríkislögreglustjórinn Dan Eliasson sagði á blaðamannafundi að lögreglumenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að ná sökudólgnum. „Eins og þið vitið eru margir særðir. Á þessari stundu getum við ekki staðfest hversu margir eru látnir eða særðir,“ sagði Eliasson. Í yfirlýsingu frá Stefan Löfven forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á Svíþjóð. „Allt bendir til þess að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og hinum særðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að ríkisstjórninni sé haldið upplýstri um framgang mála. Hún geri allt sem hún geti til að aðstoða lögreglu við vinnu sína. „Ég hvet alla til að vera á varðbergi og fylgjast með nýjustu upplýsingum frá lögreglu,“ segir enn fremur. Karl sextándi Gústaf Svíakonungur var í opinberri heimsókn í Brasilíu þegar árásin var gerð. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir að hann hafi ákveðið að flýta heimferð sinni. „Við fylgjumst náið með þróun málsins en hugur okkar er nú hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra.“ Árásin er ekki fyrsta vöruflutningabílsárásin í Evrópu undanfarið. Í júlí í fyrra féllu 86 í sambærilegri árás í Nice í Frakklandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar vöruflutningabíl var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar. Þá er staðfest að að minnsta kosti átta séu særðir eftir árásina. Eigandi brugghússins Spendrups staðfesti í gær að vöruflutningabíl fyrirtækisins hefði verið stolið um morguninn á meðan bílstjórinn var að afferma bílinn. Honum var svo ekið inn í verslunina klukkan eitt að íslenskum tíma. Við árásina var búðin rýmd. Þá lögðust almenningssamgöngur niður og vegum var lokað. Borgaryfirvöld opnuðu skóla og íþróttamannvirki til að hýsa þá sem ekki komust leiðar sinnar vegna truflana á samgöngum. Var gestum verslana í nágrenninu og starfsfólki gert að halda sig innandyra á meðan öryggi á svæðinu var tryggt. Jafnframt var íbúum í miðbænum sagt að halda sig heima. Skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun hafði maður verið handtekinn. Greindi ríkisútvarp Danmerkur frá því að hinn handtekni passaði við lýsingu af manni sem lögregla hafði lýst eftir. Lögregla birti fyrr um daginn mynd úr öryggismyndavélakerfi af manninum. Á blaðamannafundi sagði lögreglustjórinn Anders Thornberg að lögreglan vildi ná tali af manninum. Ríkislögreglustjórinn Dan Eliasson sagði á blaðamannafundi að lögreglumenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að ná sökudólgnum. „Eins og þið vitið eru margir særðir. Á þessari stundu getum við ekki staðfest hversu margir eru látnir eða særðir,“ sagði Eliasson. Í yfirlýsingu frá Stefan Löfven forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á Svíþjóð. „Allt bendir til þess að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og hinum særðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að ríkisstjórninni sé haldið upplýstri um framgang mála. Hún geri allt sem hún geti til að aðstoða lögreglu við vinnu sína. „Ég hvet alla til að vera á varðbergi og fylgjast með nýjustu upplýsingum frá lögreglu,“ segir enn fremur. Karl sextándi Gústaf Svíakonungur var í opinberri heimsókn í Brasilíu þegar árásin var gerð. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir að hann hafi ákveðið að flýta heimferð sinni. „Við fylgjumst náið með þróun málsins en hugur okkar er nú hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra.“ Árásin er ekki fyrsta vöruflutningabílsárásin í Evrópu undanfarið. Í júlí í fyrra féllu 86 í sambærilegri árás í Nice í Frakklandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira