Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhléns. Nordicphotos/AFP Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar vöruflutningabíl var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar. Þá er staðfest að að minnsta kosti átta séu særðir eftir árásina. Eigandi brugghússins Spendrups staðfesti í gær að vöruflutningabíl fyrirtækisins hefði verið stolið um morguninn á meðan bílstjórinn var að afferma bílinn. Honum var svo ekið inn í verslunina klukkan eitt að íslenskum tíma. Við árásina var búðin rýmd. Þá lögðust almenningssamgöngur niður og vegum var lokað. Borgaryfirvöld opnuðu skóla og íþróttamannvirki til að hýsa þá sem ekki komust leiðar sinnar vegna truflana á samgöngum. Var gestum verslana í nágrenninu og starfsfólki gert að halda sig innandyra á meðan öryggi á svæðinu var tryggt. Jafnframt var íbúum í miðbænum sagt að halda sig heima. Skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun hafði maður verið handtekinn. Greindi ríkisútvarp Danmerkur frá því að hinn handtekni passaði við lýsingu af manni sem lögregla hafði lýst eftir. Lögregla birti fyrr um daginn mynd úr öryggismyndavélakerfi af manninum. Á blaðamannafundi sagði lögreglustjórinn Anders Thornberg að lögreglan vildi ná tali af manninum. Ríkislögreglustjórinn Dan Eliasson sagði á blaðamannafundi að lögreglumenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að ná sökudólgnum. „Eins og þið vitið eru margir særðir. Á þessari stundu getum við ekki staðfest hversu margir eru látnir eða særðir,“ sagði Eliasson. Í yfirlýsingu frá Stefan Löfven forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á Svíþjóð. „Allt bendir til þess að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og hinum særðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að ríkisstjórninni sé haldið upplýstri um framgang mála. Hún geri allt sem hún geti til að aðstoða lögreglu við vinnu sína. „Ég hvet alla til að vera á varðbergi og fylgjast með nýjustu upplýsingum frá lögreglu,“ segir enn fremur. Karl sextándi Gústaf Svíakonungur var í opinberri heimsókn í Brasilíu þegar árásin var gerð. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir að hann hafi ákveðið að flýta heimferð sinni. „Við fylgjumst náið með þróun málsins en hugur okkar er nú hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra.“ Árásin er ekki fyrsta vöruflutningabílsárásin í Evrópu undanfarið. Í júlí í fyrra féllu 86 í sambærilegri árás í Nice í Frakklandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar vöruflutningabíl var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar. Þá er staðfest að að minnsta kosti átta séu særðir eftir árásina. Eigandi brugghússins Spendrups staðfesti í gær að vöruflutningabíl fyrirtækisins hefði verið stolið um morguninn á meðan bílstjórinn var að afferma bílinn. Honum var svo ekið inn í verslunina klukkan eitt að íslenskum tíma. Við árásina var búðin rýmd. Þá lögðust almenningssamgöngur niður og vegum var lokað. Borgaryfirvöld opnuðu skóla og íþróttamannvirki til að hýsa þá sem ekki komust leiðar sinnar vegna truflana á samgöngum. Var gestum verslana í nágrenninu og starfsfólki gert að halda sig innandyra á meðan öryggi á svæðinu var tryggt. Jafnframt var íbúum í miðbænum sagt að halda sig heima. Skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun hafði maður verið handtekinn. Greindi ríkisútvarp Danmerkur frá því að hinn handtekni passaði við lýsingu af manni sem lögregla hafði lýst eftir. Lögregla birti fyrr um daginn mynd úr öryggismyndavélakerfi af manninum. Á blaðamannafundi sagði lögreglustjórinn Anders Thornberg að lögreglan vildi ná tali af manninum. Ríkislögreglustjórinn Dan Eliasson sagði á blaðamannafundi að lögreglumenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að ná sökudólgnum. „Eins og þið vitið eru margir særðir. Á þessari stundu getum við ekki staðfest hversu margir eru látnir eða særðir,“ sagði Eliasson. Í yfirlýsingu frá Stefan Löfven forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á Svíþjóð. „Allt bendir til þess að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og hinum særðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að ríkisstjórninni sé haldið upplýstri um framgang mála. Hún geri allt sem hún geti til að aðstoða lögreglu við vinnu sína. „Ég hvet alla til að vera á varðbergi og fylgjast með nýjustu upplýsingum frá lögreglu,“ segir enn fremur. Karl sextándi Gústaf Svíakonungur var í opinberri heimsókn í Brasilíu þegar árásin var gerð. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir að hann hafi ákveðið að flýta heimferð sinni. „Við fylgjumst náið með þróun málsins en hugur okkar er nú hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra.“ Árásin er ekki fyrsta vöruflutningabílsárásin í Evrópu undanfarið. Í júlí í fyrra féllu 86 í sambærilegri árás í Nice í Frakklandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira