Enski boltinn

Coutinho ekki með gegn Crystal Palace

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Philippe Coutinho hefur leikið með Liverpool síðan 2012.
Philippe Coutinho hefur leikið með Liverpool síðan 2012. vísir/getty
Philippe Coutinho leikur ekki með Liverpool gegn Crystal Palace í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn kemur vegna bakmeiðsla. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, greindi frá þessu á blaðamannafundi í hádeginu.

Coutinho missti einnig af 3-3 jafntefli Liverpool og Watford í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi sem og sigrinum á Hoffenheim, 1-2, í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn.

Mikil óvissa ríkir um framtíð Coutinhos en Barcelona vill klófesta Brasilíumanninn snjalla. Coutinho óskaði eftir því að vera seldur frá Liverpool í síðustu viku eftir að félagið hafnaði tilboði Barcelona í hann.

Í gær sagði Jorge Segura, framkvæmdastjóri Barcelona, að Katalóníufélagið væri nálægt því að landa Coutinho og Ousmane Dembélé, leikmanni Borussia Dortmund.

„Ég veit ekki af hverju fólk segir það sem það er að segja. Ég þekki hann ekki einu sinni og hef aldrei hitt hann,“ sagði Klopp aðspurður um ummæli Seguras.

„Við erum engir kjánar, við vitum að þetta er erfið staða. En það eru engar nýjar fréttir. Það er ekki alltaf auðvelt fyrir mig að segja allan sannleikann þótt ég vilji ekki ljúga. En svona er staðan núna,“ bætti Klopp við.


Tengdar fréttir

Simon Mignolet er algjör vítabani

Simon Mignolet, markvörður Liverpool, var betri en enginn í kvöld þegar hann varði vítaspyrnu strax á 12. mínútu í fyrri leik Liverpool og Hoffenheim í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Gott Evrópukvöld hjá Liverpool í Þýskalandi

Liverpool steig í kvöld stórt skref í átt að riðlakeppni Meistaradeildarinnar með 2-1 útisigri á Hoffenheim í fyrri leik liðanna í umspilinu um laust sæti í Meistaradeildinni.

Coutinho og Gylfi missa báðir að leikjum sinna liða um helgina

Philippe Coutinho mun ekki spila með Liverpool-liðinu í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafi fyrr í dag fullvissað alla um að Brasilíumaðurinn verði áfram hjá félaginu.

Klopp: Allt í lagi úrslit

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekkert alltof ánægður eftir 2-1 sigur Liverpool á Hoffenheim í Þýskalandi í kvöld en þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í vetur.

Messan: Það er enginn ómissandi

Strákarnir í Messunni ræddu um Philippe Coutinho og leikmannamarkaðinn almennt í líflegum þætti í gær.

Coutinho fer ekki með til Þýskalands

Liverpool tilkynnti í morgun hvaða 22 leikmenn fara með til Þýskalands þar sem liðið spilar gegn Hoffenheim á morgun í Meistaradeildinni.

Sky: Coutinho óskar eftir sölu

Þrátt fyrir yfirlýsingu um að Philippe Coutinho fari ekki er nú fullyrt að hann hafi óskað eftir sölu frá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×