Enski boltinn

Jones dæmdur í tveggja leikja bann vegna brots á lyfjaprófsreglum UEFA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Phil Jones með Evrópudeildarbikarinn.
Phil Jones með Evrópudeildarbikarinn. vísir/getty
UEFA hefur dæmt Phil Jones, leikmaður Manchester United, í tveggja leikja bann vegna framkomu hans eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar í vor.

Jones var fundinn sekur um að hafa móðgað lyfjaprófara sem reyndi að fá hann í lyfjapróf eftir leikinn þar sem United vann Ajax með tveimur mörkum gegn engu.

Auk þess að vera dæmdur í tveggja leikja bann fékk Jones 5000 evra sekt. Daley Blind fékk sömu sekt en hann var tregur til að gangast undir lyfjapróf eftir úrslitaleikinn því hann vildi fagna með liðsfélögum sínum.

Þrátt fyrir þessar aðgerðir UEFA eru Jones og Blind ekki grunaðir að hafa notað ólögleg efni.

United fékk einnig 10.000 evra sekt. Félagið hefur þrjá daga til að áfrýja ákvörðun UEFA.

Jones missir af Ofurbikar Evrópu, þar sem United mætir Real Madrid, sem og fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.


Tengdar fréttir

Conte: Verðum að forðast Mourinho tímabil

Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að Chelsea þurfi að forðast það að lenda í Mourinho tímabili þegar þeir reyna að verja titilinn í ensku úrvalsdeildinni.

Matic að ganga í raðir United

Manchester United er nálægt því að ganga frá samningi við serbneska miðjumanninn Nemanja Matic frá Chelsea, en þetta herma heimildir Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×