Enski boltinn

Mourinho: Þurfum að gefa Lindelöf tíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Victor Lindelöf hefur ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu.
Victor Lindelöf hefur ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Victor Lindelöf þurfi tíma til aðlagast lífinu hjá enska liðinu.

United keypti Lindelöf á 31 milljónir punda frá Benfica í byrjun sumars.

„Þetta er skref fyrir skref. Mér finnst leikmenn frá Benfica alltaf vera tilbúnir. Þetta er stórt félag og að spila fyrir það gerir leikmenn tilbúna. En portúgalska deildin er allt öðruvísi,“ sagði Mourinho um Lindelöf eftir 3-0 sigur United á Vålerenga í æfingaleik í Noregi í gær.

Þrátt fyrir að Lindelöf hafi átt misjafna leiki á undirbúningstímabilinu hefur Mourinho ekki áhyggjur af Svíanum.

„Hann þarf sinn tíma til að þroskast og hann fær þann tíma. Manchester United er stórt félag og því fylgir mikil ábyrgð að spila fyrir það. Gefum honum tíma en ég er ánægður með hvað hann hefur gert,“ bætti Mourinho við.

Lindelöf gæti leikið sinn fyrsta keppnisleik fyrir United þegar liðið mætir Real Madrid í Ofurbikar Evrópu 8. ágúst næstkomandi.


Tengdar fréttir

Matic að ganga í raðir United

Manchester United er nálægt því að ganga frá samningi við serbneska miðjumanninn Nemanja Matic frá Chelsea, en þetta herma heimildir Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×