Enski boltinn

Mourinho: Auðveldara fyrir Galtasaray að fá mig en Fellaini

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho setur upp svipbrigði á bekknum í dag.
Mourinho setur upp svipbrigði á bekknum í dag. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var í banastuði í samtali við sjónvarpsstöð Manchester United eftir æfingarleik liðsins við Vålerenga.

Mourinho ræddi meðal annars um möguleg félagaskipti Nemanja Matic til United og brottför Marouane Fellaini til Galatasaray.

„Það er auðveldara fyrir Galatasaray að fá mig heldur en Fellaini. Hann er mér of mikilvægur. Ekki möguleiki," sagði Mourinho aðspurður hvort Fellaini væri á leið burt frá félaginu.

Næst beindust spjótin að Nemanja Matic og hvort að Mourinho og Matic myndu aftur leiða saman hesta sína hjá United, en þeir unnu saman á sínum tíma hjá Chelsea.

„Honum langar mjög mikið að koma. Ég held að við eigum möguleika. Treyja númer 31 er laus," sagði Mourinho og bætti við að lokum:

„Ég held að það sé möguleiki, en það er ekkert klárt í fótbolta fyrr en það er staðfest. Ég hef séð svo mikið gerast. Ég er að bíða eftir fréttunum, en ég veit að honum langar mjög, mjög mikið til að koma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×