Enski boltinn

Conte: Verðum að forðast Mourinho tímabil

Anton Ingi Leifsson skrifar
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að Chelsea þurfi að forðast það að lenda í Mourinho tímabili þegar þeir reyna að verja titilinn í ensku úrvalsdeildinni.

Mourinho vann deildina með Chelsea árið 2015, en var rekinn þegar liðið var í sextánda sæti tímabilið eftir. Conte segir að sínir menn verði að forðast það.

„Fyrir tveimur árum endaði Chelsea í tíunda sæti. Það getur ekki gerst aftur," sagði Conte í samtali við fjölmiðla.

Síðasta liðið til þess að vinna tvö tímabil í röð var Manchester United árin 2008 og 2009.

„Við vitum að það er erfitt að verja titilinn og auðvitað viljum við forðast það að lenda í Mourinho tímabili með Chelsea."

„Þjálfarar meistara síðustu tveggja ára (Chelsea og Leicester) voru báðir reknir og við erum að leita að bestu lausninni og ætlum að nota hana."

Chelsea tapaði 2-1 gegn Inter Milan í æfingarleik í Singapore í gær þar sem Geoffrey Kondogbia skoraði rosalegt sjálfsmark, en það má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×