Enski boltinn

Matic að ganga í raðir United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Matic í leik með Chelsea.
Matic í leik með Chelsea. vísir/getty
Manchester United er nálægt því að ganga frá samningi við serbneska miðjumanninn Nemanja Matic frá Chelsea, en þetta herma heimildir Sky Sports.

United vonast til að kaupin á þessum 28 ára gamla miðjumanni gangi í gegn á næstu dögum og Jose Mourinho haldi áfram að halda veskinu opnu, en hann hefur nú þegar keypt til að mynda Romelu Lukaku.

Matic hefur verið hjá Chelsea frá árinu 2014, en hann kom frá Benfica. Hann hefur skorað fjögur mörk í 121 leik fyrir Chelsea, en hann hefur verið máttarstólpi liðsins á miðjunni undanfarin ár.

Ítölsku meistararnir í Juventus voru einnig í baráttunni um Matic, en þeir eru sagðir ekki hafa lengur áhuga á Matic. Þess í stað hafa þeir beint áhuga sínum að Blaise Matuidi, miðjumanni PSG, og miðjumanni Sevilla, Steven N’Zonzi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×