Enski boltinn

Mourinho: Ætla ekki að missa hárið yfir ummælum Conte

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fyrir og eftir.
Fyrir og eftir. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, skaut á Antonio Conte, stjóra Chelsea, í gær.

Forsagan er sú að Conte sagði að hann vonaðist til að Englandsmeistarar Chelsea myndu forðast svokallað Mourinho-tímabil í vetur.

Ítalinn vísaði þar til tímabilsins 2015-16 þegar allt gekk á afturfótunum hjá ríkjandi Englandsmeisturum Chelsea. Og það varð til þess að Mourinho missti starfið hjá Lundúnaliðinu.

„Ég gæti svarað á ýmsan hátt en ég ætla ekki að missa hárið yfir ummælum Contes,“ sagði Mourinho.

Þótt Conte sé með þykkt hár í dag hefur sú ekki alltaf verið raunin. Myndin hægra megin hér fyrir ofan er frá HM 1994 og eins og sjá má var hárið á Conte farið að þynnast ansi mikið þá. En hárunum hefur fjölgað með árunum og Ítalinn er með flottan makka í dag.

Hárið á Conte var til umræðu í Messunni í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Conte: Verðum að forðast Mourinho tímabil

Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að Chelsea þurfi að forðast það að lenda í Mourinho tímabili þegar þeir reyna að verja titilinn í ensku úrvalsdeildinni.

Matic að ganga í raðir United

Manchester United er nálægt því að ganga frá samningi við serbneska miðjumanninn Nemanja Matic frá Chelsea, en þetta herma heimildir Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×