Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2017 16:26 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, lætur sér fátt um finnast þó erlendir þjóðarleiðtogar finni að blóðugu stríði hans gegn fíkniefnasölum. Vísir/EPA Lík hundruð fíkniefnasala sem lögreglumenn hafa skotið til bana í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn þeim hafa marvisst verið flutt á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökur á meintum glæpamönnum. Reuters-fréttastofan fullyrðir að rannsókn blaðamanna hennar leiði þetta í ljós. Rannsóknin byggist á greiningu á glæpatölfræði frá fyrstu átta mánuðum fíkniefnastríðs Duterte frá tveimur lögregluumdæmum af fimm í Manila, höfuðborg Filippseyja, og viðtölum við lækna, lögreglumenn og fjölskyldur fórnarlamba. Þannig fluttu lögreglumenn í umdæmunum tveimur 301 grunaðan glæpamann á sjúkrahús. Allir nema tveir voru látnir við komuna á sjúkrahús. Reuters hefur áður greint frá því að 97% þeirra grunuðu glæpamanna sem lögreglumenn skjóta látist. Reuters hefur eftir lögregluforingja sem kemur ekki fram undir nafni að lögreglumenn reiði sig á að læknar á bráðamóttökum séu of uppteknir til að velta fyrir sér hvers vegna þeir sem eru fluttir þangað voru skotnir. Þeir skrái þá aðeins sem látna við komu. Fjórir læknar bera vitni um að mörg fórnarlömbin sem þeir hafa fengið til sín hafi borið merki um að hafa verið skotin í höfuðið eða hjartað af stuttu færi. Það stangast á við frásagnir lögreglu af því að glæpamenn falli í óreiðukenndum skotbardögum.Mun fleiri látast þegar lögreglan hleypir afÁður en fíkniefnastríðið hófst létust um 10% af þeim sem lögreglan skaut um mitt ár í fyrra. Í janúar var hlutfall þeirra sem voru skotnir til bana komið upp í 85%. Duterte hefur látið drepa þúsundir manna frá því að hann tók við embætti forseta 30. júní í fyrra. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Svaraði hann þeirri gagnrýni meðal annars með því að kalla Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, „hóruson“ í fyrra. Donald Trump, arftaki Obama, hefur aftur á móti lofað Duterte og óskað honum til hamingju með „árangurinn“ í baráttu hans gegn glæpum. Tengdar fréttir Duterte vill taka „fimm eða sex“ manns af lífi á dag Forseti Filippseyja vill taka upp dauðarefsingar í landinu að nýju. 19. desember 2016 13:24 Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Duterte boðið í Hvíta húsið Umdeildur forseti Filippseyja hefur fengið heimboð frá Donald Trump í Hvíta húsið. 30. apríl 2017 11:10 Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem forseti Filippseyja er sakaður um stríðsglæpi. 25. apríl 2017 08:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Lík hundruð fíkniefnasala sem lögreglumenn hafa skotið til bana í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn þeim hafa marvisst verið flutt á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökur á meintum glæpamönnum. Reuters-fréttastofan fullyrðir að rannsókn blaðamanna hennar leiði þetta í ljós. Rannsóknin byggist á greiningu á glæpatölfræði frá fyrstu átta mánuðum fíkniefnastríðs Duterte frá tveimur lögregluumdæmum af fimm í Manila, höfuðborg Filippseyja, og viðtölum við lækna, lögreglumenn og fjölskyldur fórnarlamba. Þannig fluttu lögreglumenn í umdæmunum tveimur 301 grunaðan glæpamann á sjúkrahús. Allir nema tveir voru látnir við komuna á sjúkrahús. Reuters hefur áður greint frá því að 97% þeirra grunuðu glæpamanna sem lögreglumenn skjóta látist. Reuters hefur eftir lögregluforingja sem kemur ekki fram undir nafni að lögreglumenn reiði sig á að læknar á bráðamóttökum séu of uppteknir til að velta fyrir sér hvers vegna þeir sem eru fluttir þangað voru skotnir. Þeir skrái þá aðeins sem látna við komu. Fjórir læknar bera vitni um að mörg fórnarlömbin sem þeir hafa fengið til sín hafi borið merki um að hafa verið skotin í höfuðið eða hjartað af stuttu færi. Það stangast á við frásagnir lögreglu af því að glæpamenn falli í óreiðukenndum skotbardögum.Mun fleiri látast þegar lögreglan hleypir afÁður en fíkniefnastríðið hófst létust um 10% af þeim sem lögreglan skaut um mitt ár í fyrra. Í janúar var hlutfall þeirra sem voru skotnir til bana komið upp í 85%. Duterte hefur látið drepa þúsundir manna frá því að hann tók við embætti forseta 30. júní í fyrra. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Svaraði hann þeirri gagnrýni meðal annars með því að kalla Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, „hóruson“ í fyrra. Donald Trump, arftaki Obama, hefur aftur á móti lofað Duterte og óskað honum til hamingju með „árangurinn“ í baráttu hans gegn glæpum.
Tengdar fréttir Duterte vill taka „fimm eða sex“ manns af lífi á dag Forseti Filippseyja vill taka upp dauðarefsingar í landinu að nýju. 19. desember 2016 13:24 Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Duterte boðið í Hvíta húsið Umdeildur forseti Filippseyja hefur fengið heimboð frá Donald Trump í Hvíta húsið. 30. apríl 2017 11:10 Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem forseti Filippseyja er sakaður um stríðsglæpi. 25. apríl 2017 08:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Duterte vill taka „fimm eða sex“ manns af lífi á dag Forseti Filippseyja vill taka upp dauðarefsingar í landinu að nýju. 19. desember 2016 13:24
Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29
Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00
Duterte boðið í Hvíta húsið Umdeildur forseti Filippseyja hefur fengið heimboð frá Donald Trump í Hvíta húsið. 30. apríl 2017 11:10
Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem forseti Filippseyja er sakaður um stríðsglæpi. 25. apríl 2017 08:32