Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2017 16:26 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, lætur sér fátt um finnast þó erlendir þjóðarleiðtogar finni að blóðugu stríði hans gegn fíkniefnasölum. Vísir/EPA Lík hundruð fíkniefnasala sem lögreglumenn hafa skotið til bana í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn þeim hafa marvisst verið flutt á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökur á meintum glæpamönnum. Reuters-fréttastofan fullyrðir að rannsókn blaðamanna hennar leiði þetta í ljós. Rannsóknin byggist á greiningu á glæpatölfræði frá fyrstu átta mánuðum fíkniefnastríðs Duterte frá tveimur lögregluumdæmum af fimm í Manila, höfuðborg Filippseyja, og viðtölum við lækna, lögreglumenn og fjölskyldur fórnarlamba. Þannig fluttu lögreglumenn í umdæmunum tveimur 301 grunaðan glæpamann á sjúkrahús. Allir nema tveir voru látnir við komuna á sjúkrahús. Reuters hefur áður greint frá því að 97% þeirra grunuðu glæpamanna sem lögreglumenn skjóta látist. Reuters hefur eftir lögregluforingja sem kemur ekki fram undir nafni að lögreglumenn reiði sig á að læknar á bráðamóttökum séu of uppteknir til að velta fyrir sér hvers vegna þeir sem eru fluttir þangað voru skotnir. Þeir skrái þá aðeins sem látna við komu. Fjórir læknar bera vitni um að mörg fórnarlömbin sem þeir hafa fengið til sín hafi borið merki um að hafa verið skotin í höfuðið eða hjartað af stuttu færi. Það stangast á við frásagnir lögreglu af því að glæpamenn falli í óreiðukenndum skotbardögum.Mun fleiri látast þegar lögreglan hleypir afÁður en fíkniefnastríðið hófst létust um 10% af þeim sem lögreglan skaut um mitt ár í fyrra. Í janúar var hlutfall þeirra sem voru skotnir til bana komið upp í 85%. Duterte hefur látið drepa þúsundir manna frá því að hann tók við embætti forseta 30. júní í fyrra. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Svaraði hann þeirri gagnrýni meðal annars með því að kalla Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, „hóruson“ í fyrra. Donald Trump, arftaki Obama, hefur aftur á móti lofað Duterte og óskað honum til hamingju með „árangurinn“ í baráttu hans gegn glæpum. Tengdar fréttir Duterte vill taka „fimm eða sex“ manns af lífi á dag Forseti Filippseyja vill taka upp dauðarefsingar í landinu að nýju. 19. desember 2016 13:24 Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Duterte boðið í Hvíta húsið Umdeildur forseti Filippseyja hefur fengið heimboð frá Donald Trump í Hvíta húsið. 30. apríl 2017 11:10 Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem forseti Filippseyja er sakaður um stríðsglæpi. 25. apríl 2017 08:32 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Lík hundruð fíkniefnasala sem lögreglumenn hafa skotið til bana í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn þeim hafa marvisst verið flutt á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökur á meintum glæpamönnum. Reuters-fréttastofan fullyrðir að rannsókn blaðamanna hennar leiði þetta í ljós. Rannsóknin byggist á greiningu á glæpatölfræði frá fyrstu átta mánuðum fíkniefnastríðs Duterte frá tveimur lögregluumdæmum af fimm í Manila, höfuðborg Filippseyja, og viðtölum við lækna, lögreglumenn og fjölskyldur fórnarlamba. Þannig fluttu lögreglumenn í umdæmunum tveimur 301 grunaðan glæpamann á sjúkrahús. Allir nema tveir voru látnir við komuna á sjúkrahús. Reuters hefur áður greint frá því að 97% þeirra grunuðu glæpamanna sem lögreglumenn skjóta látist. Reuters hefur eftir lögregluforingja sem kemur ekki fram undir nafni að lögreglumenn reiði sig á að læknar á bráðamóttökum séu of uppteknir til að velta fyrir sér hvers vegna þeir sem eru fluttir þangað voru skotnir. Þeir skrái þá aðeins sem látna við komu. Fjórir læknar bera vitni um að mörg fórnarlömbin sem þeir hafa fengið til sín hafi borið merki um að hafa verið skotin í höfuðið eða hjartað af stuttu færi. Það stangast á við frásagnir lögreglu af því að glæpamenn falli í óreiðukenndum skotbardögum.Mun fleiri látast þegar lögreglan hleypir afÁður en fíkniefnastríðið hófst létust um 10% af þeim sem lögreglan skaut um mitt ár í fyrra. Í janúar var hlutfall þeirra sem voru skotnir til bana komið upp í 85%. Duterte hefur látið drepa þúsundir manna frá því að hann tók við embætti forseta 30. júní í fyrra. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Svaraði hann þeirri gagnrýni meðal annars með því að kalla Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, „hóruson“ í fyrra. Donald Trump, arftaki Obama, hefur aftur á móti lofað Duterte og óskað honum til hamingju með „árangurinn“ í baráttu hans gegn glæpum.
Tengdar fréttir Duterte vill taka „fimm eða sex“ manns af lífi á dag Forseti Filippseyja vill taka upp dauðarefsingar í landinu að nýju. 19. desember 2016 13:24 Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Duterte boðið í Hvíta húsið Umdeildur forseti Filippseyja hefur fengið heimboð frá Donald Trump í Hvíta húsið. 30. apríl 2017 11:10 Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem forseti Filippseyja er sakaður um stríðsglæpi. 25. apríl 2017 08:32 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Duterte vill taka „fimm eða sex“ manns af lífi á dag Forseti Filippseyja vill taka upp dauðarefsingar í landinu að nýju. 19. desember 2016 13:24
Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29
Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00
Duterte boðið í Hvíta húsið Umdeildur forseti Filippseyja hefur fengið heimboð frá Donald Trump í Hvíta húsið. 30. apríl 2017 11:10
Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem forseti Filippseyja er sakaður um stríðsglæpi. 25. apríl 2017 08:32