Segir hreinsanir sínar njóta stuðnings Donalds Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 09:49 Bandaríkjaforseti segir Rodrigo Duterte vera í meira lagi litríkan. Vísir/Epa Áætlun Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, um að drepa alla grunaða fíkniefnasala og neytendur í landinu virðist eiga hljómgrunn hjá verðandi forseta Bandaríkjanna - ef marka má Duterte sjálfan. Í yfirlýsingu sem Duterte sendi frá sér í gær lýsir forsetinn 7 mínútna samtali sem hann átti við Donald Trump á föstudag. Þar kemur fram að Trump hafi sagst styðja herferð Duterte gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Talið er að á fimmta þúsund manns hafi verið ráðnir af dögum án dóms og laga á þeim 5 mánuðum sem herferðin hefur staðið yfir. Að sögn hins filippseyska sagði Trump að Duterte væri að gera þetta „á réttan hátt,“ eins og það er orðað á vef Washington Post.Sjá einnig: Duterte segist ekki geta drepið allaTalsmenn bandaríska forsetaefnisins hafa ekki staðfest ummælin en séu þau rétt má gera ráð fyrir því að þau kunni að hafa áhrif á samskipti ríkjanna tveggja. Filippseyjar eru fyrrum nýlenda Bandaríkjanna og hafa ríkin verið miklir bandamenn svo áratugum skiptir. Það kom þó annað hljóð í strokkinn með kjöri Dutertes í vor sem hefur reglulega hótað því ögra Bandaríkjunum með því að styrkja sambandið við Kína og Rússland. Duterte lét til að mynda Barack Obama heyra það í september síðastliðnum þegar sá bandaríski lýsti efasemdum um fíkniefnaherferð filippeyska forsetans. Við það missti Duterte stjórn á sér og kallaði Obama öllum illum nöfnum, svo sem hóruunga. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins hafa allir fordæmt herferð Duterte. Það hafa mannréttindasamtök gert að sama skapi sem í október síðastliðnum furðuðu sig á ummælum forsetans sem þá stærði sig af því að vera líkt við Hitler. „Hitler myrti þrjár milljónir gyðinga. Nú, hér eru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga. Ég myndi glaður slátra þeim,“ sagði Duterte. Donald Trump Filippseyjar Tengdar fréttir Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte brjálaður út í bandarísku „apana“ Æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að hætta við vopnasölu til Filippseyja. 2. nóvember 2016 21:50 Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja lögreglu Filippseyja 26 þúsund árásarriffla. 31. október 2016 23:56 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Áætlun Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, um að drepa alla grunaða fíkniefnasala og neytendur í landinu virðist eiga hljómgrunn hjá verðandi forseta Bandaríkjanna - ef marka má Duterte sjálfan. Í yfirlýsingu sem Duterte sendi frá sér í gær lýsir forsetinn 7 mínútna samtali sem hann átti við Donald Trump á föstudag. Þar kemur fram að Trump hafi sagst styðja herferð Duterte gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Talið er að á fimmta þúsund manns hafi verið ráðnir af dögum án dóms og laga á þeim 5 mánuðum sem herferðin hefur staðið yfir. Að sögn hins filippseyska sagði Trump að Duterte væri að gera þetta „á réttan hátt,“ eins og það er orðað á vef Washington Post.Sjá einnig: Duterte segist ekki geta drepið allaTalsmenn bandaríska forsetaefnisins hafa ekki staðfest ummælin en séu þau rétt má gera ráð fyrir því að þau kunni að hafa áhrif á samskipti ríkjanna tveggja. Filippseyjar eru fyrrum nýlenda Bandaríkjanna og hafa ríkin verið miklir bandamenn svo áratugum skiptir. Það kom þó annað hljóð í strokkinn með kjöri Dutertes í vor sem hefur reglulega hótað því ögra Bandaríkjunum með því að styrkja sambandið við Kína og Rússland. Duterte lét til að mynda Barack Obama heyra það í september síðastliðnum þegar sá bandaríski lýsti efasemdum um fíkniefnaherferð filippeyska forsetans. Við það missti Duterte stjórn á sér og kallaði Obama öllum illum nöfnum, svo sem hóruunga. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins hafa allir fordæmt herferð Duterte. Það hafa mannréttindasamtök gert að sama skapi sem í október síðastliðnum furðuðu sig á ummælum forsetans sem þá stærði sig af því að vera líkt við Hitler. „Hitler myrti þrjár milljónir gyðinga. Nú, hér eru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga. Ég myndi glaður slátra þeim,“ sagði Duterte.
Donald Trump Filippseyjar Tengdar fréttir Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte brjálaður út í bandarísku „apana“ Æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að hætta við vopnasölu til Filippseyja. 2. nóvember 2016 21:50 Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja lögreglu Filippseyja 26 þúsund árásarriffla. 31. október 2016 23:56 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44
Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25
Duterte brjálaður út í bandarísku „apana“ Æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að hætta við vopnasölu til Filippseyja. 2. nóvember 2016 21:50
Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja lögreglu Filippseyja 26 þúsund árásarriffla. 31. október 2016 23:56