Íslenski boltinn

Guðni: Ég er maður breytinga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
„Það er mjög gaman að koma hingað, á þennan völl sem maður hefur svo oft leikið á og horft á landsliðið. Núna er maður kominn til vinnu og búinn að hitta starfsfólkið. Þetta var mjög fínt og nú er maður bara að koma sér fyrir,“ sagði Guðni Bergsson, nýr formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sem kunnugt er var Guðni kjörinn formaður KSÍ á ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Hann mætti í fyrsta sinn til vinnu sem formaður KSÍ í morgun.

„Maður finnur það á fyrsta degi, þegar maður lítur yfir verkefnaskránna og það sem liggur fyrir, að þetta er virkilega erilsamt og mikið um að vera,“ sagði Guðni.

„Ég tel að ég sé maður breytinga þótt allir séu ekki á þeirri skoðun. Ég taldi vera kominn tími á og svo steig Geir [Þorsteinsson] til hliðar og tók stórmannlega ákvörðun eftir það farsæla starf sem hann hefur unnið hér.

„Með nýju fólki koma alltaf nýjar áherslur og breytingar. Ég á von á að kynna mér þetta allt saman vel og koma svo með mínar áherslur sem ég hef kynnt. Ég á von á mjög farsælu starfi með frábæru starfsfólki.“

Guðni segir að erlendu samskiptin séu gríðarlega stór þáttur í starfi formanns KSÍ?

„Það eru þessi erlendu samskipti sem maður upplifir strax að eru mjög mikilvæg í þessu tekjumódeli sem KSÍ býr við. Það eru tekjur sem koma erlendis frá og alls konar hagsmunir sem þarf að gæta að á erlendum vettvangi. Þar fyrir utan erum við með aðildarfélögin og allt starfið innanlands. Maður á eftir að fara vítt og breitt um landið og heimsækja öll aðildarfélögin, eða sem allra flest,“ sagði Guðni.

Eitt af því sem Guðni setti á oddinn í kosningabaráttunni var búa til stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ. En er það starf ekki þegar til; starf fræðslustjóra sem Arnar Bill Gunnarsson gegnir? Þarf að láta hann til hliðar og búa til nýja stöðu?

„Nei, það fer eftir því hvernig þú lítur á þetta. Ég sé hans stöðu, ekki eins og er, verandi akkúrat það. Ég held það séu deildar meiningar um það. Það er eitthvað sem við munum bara fara yfir og stjórnin að sjálfsögðu. Ég er með vissar áherslur hvað þetta varðar og við eigum eftir að fara yfir það í rólegheitunum,“ sagði Guðni.


Tengdar fréttir

Geir heiðraður af ÍSÍ og UEFA

Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, var í dag sæmdur gullmerki ÍSÍ á 71. ársþingi KSÍ sem nú stendur yfir í Vestmannaeyjum.

Maggi Gylfa kjörinn í aðalstjórn KSÍ

Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag.

Björn: Skýr hræðsluáróður hjá framboði Guðna

Björn Einarsson segist hafa búist við annarri niðurstöðu í kjöri til formanns KSÍ og segir að skýr hræðsluáróður hafi verið rekinn af framboði Guðna Bergssonar, mótframbjóðanda hans.

Besta leiðin til að bæta ímyndina er að vanda til verka

Guðni Bergsson var um helgina kjörinn nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands eftir spennandi kosningabaráttu við Björn Einarsson.­ Guðni boðar breytingar og meira gagnsæi í rekstri KSÍ. Hann vill bæta ímynd sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×