Íslenski boltinn

Heimir: Frambjóðendur hefðu getað sett sig betur inn í suma hluti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. Vísir/E. Stefán
Heimir Hallgrímsson situr nú ársþing KSÍ sem fer fram í Vestmannaeyjum, hans heimabæ. Vísir hitti landsliðsþjálfarann fyrir þingið í morgun og ræddi við hann um baráttu þeirra Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar um formannsstólinn í sambandinu.

„Ég hef fylgst með. Þetta skiptir okkur sem eru að vinna hjá KSÍ en ég hef svo sem ekki skoðun á umræðunni. Mér er svo sem sama hvor vinnur enda báðir góðir menn sem myndu standa sig vel í starfi,“ sagði Heimir.

Sjá einnig: Í beinni: Ársþing KSÍ | Úrslitin ráðast í formannskjöri KSÍ

Hann segist á báðum áttum hvort að hann sé ánægður með umræðuna sem verið hefur í formannsslagnum.

„Ég veit ekki hvort ég geti komið orðum að þessu án þess að móðga nokkurn en það er margt sem hefur verið gott innlegg í umræðuna um fótbolta en annað sem þeir hefðu getað sett sig aðeins betur inn í.“

„Það er eðlilegt að menn sem hafa ekki verið að vinna hjá sambandinu séu ekki nógu vel inni í hlutunum og allt í lagi með það. En það sem stendur upp úr er að það hefur verið mikil umræða um fótbolta og framtíðina og er það vel. Það hefur ekki verið í langan tíma og stendur upp úr.“

Formannslagurinn hefur verið nokkuð harður og þykir mjótt á munum á milli frambjóðendanna. Heimir hefur ekki fylgst mikið með því sem hefur verið á gangi á bak við tjöldin.

„Alltaf þegar það eru kosningar þá reyna menn að koma sínum skoðunum á framfæri og vinna atkvæði. Það er alltaf tekist á um eitthvað í kosningum og er það gott.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×