Íslenski boltinn

Geir heiðraður af ÍSÍ og UEFA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Geir í góðum félagsskap.
Geir í góðum félagsskap. mynd/ksí
Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, var í dag sæmdur gullmerki ÍSÍ á 71. ársþingi KSÍ sem nú stendur yfir í Vestmannaeyjum.  

Það var Helga Steinunn Guðmundsdóttir, varaforseti ÍSÍ, sem sæmdi Geir gullmerkinu.

Þá heiðraði Zoran Lakovic frá UEFA Geir fyrir hans störf í þágu knattspyrnunnar á Íslandi og í Evrópu.

Geir var einnig kjörinn heiðursformaður KSÍ. Tillaga þess efnis frá stjórn KSÍ var samþykkt með dynjandi lófataki þingfulltrúa í Eyjum.

Geir stígur nú til hliðar sem formaður KSÍ eftir 10 ár sem formaður en áður hafði hann gegnt starfi framkvæmdastjóra í 10 ár. Geir hóf störf hjá KSÍ árið 1992 og hefur því starfað fyrir sambandið í aldarfjórðung.

Fylgjast má með beinni textalýsingu á ársþingi með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×