Íslenski boltinn

Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðni talar úr pontunni í dag.
Guðni talar úr pontunni í dag. mynd/ksí
Guðni Bergsson er nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands en kosið var á 71. ársþingi sambandsins í Vestmannaeyjum í dag. Geir Þorsteinsson ákvað að stíga til hliðar eftir áratug í embætti en ásamt Guðna var Björn Einarsson í framboði til formanns.

Guðni fékk 83 atkvæði en Björn 66. Allir 149 þingfulltrúarnir kusu.

Guðni þakkaði stuðninginn í ræðu sinni, sérstaklega Birni fyrir drengilega baráttu og Geir fyrir hans starf fyrir KSÍ og að stíga til hliðar, sem hann sagði hafa verið stórmannlegt.

Hart hefur verið barist í formannsslagnum síðustu daga og vikur en útlit er fyrir að Guðni hafði haft betur á lokasprettinum, ef marka má þá umræðu sem verið hefur innan knattspyrnuhreyfingarinnar síðustu daga og vikur.

Guðni starfar sem lögfræðingur en hann er fyrrum landsliðsfyrirliði og atvinnumaður í knattspyrnu. Hér á landi lék hann með Val en hann var atvinnumaður hjá Tottenham og Bolton í Englandi.

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá ársþinginu þegar kjörinu var lýst.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.