Íslenskt par fann staðgöngumóður í Idaho og eignaðist tvíbura Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. desember 2016 14:45 Parið kom hingað til lands með börnin í maí 2014. Því var synjað um skráningu barnanna í þjóðskrá. vísir/getty Íslenskt par greiddi á annan tug milljóna króna fyrir aðstoð staðgöngumóður í Idaho í Bandaríkjunum árið 2012. Parið er enn í sambandi við konuna sem fæddi því tvíbura. Konan tók að eigin sögn sjálf ekkert fyrir að ganga með börnin og ætlar að heimsækja tvíburana til Íslands þegar þeir fagna fimm ára afmæli sínu eftir þrjú ár. Staðgöngumóðirin Amanda Byrd greinir frá þessu í viðtali við AP. Þar segist hún hafa um nokkurra ára skeið velt því fyrir sér að hjálpa fólki sem eigi í erfiðleikum með að eignast börn. Árið 2012 hafi hún haft samband við skrifstofu Circle Surrogasy í Boston með það fyrir augum að gerast staðgöngumóðir. Hún gekk frá pappírsvinnunni, sem sneri að heilsu hennar og lagalegu umhverfi, og gat í framhaldinu valið úr hópi fólks sem var að leita að staðgöngumóður. Íslenska parið varð fyrir valinu en það hafði reynt að eignast börn í meira en áratug.Við það að játa sig sigruð „Við vorum við það að játa okkur sigruð, að það væri ómögulegt fyrir okkur að eignast börn. Staðgangan breytti þeirri svartsýni í von. Að tengjast Möndu (Amöndu Byrd) var það besta sem gat komið fyrir okkur,“ segir íslenska parið í samtali við AP, en það vildi ekki láta nafna þeirra getið. Ferli sem þetta kostar allt að 150 þúsund dollara, eða ríflega 17 milljónir króna. Parið seldi því bíl sinn og flutti í minni íbúð til þess að eiga fyrir því. Þau duttu í lukkupottinn því Byrd varð ólétt af tvíburum, en þeir voru rúmar 14 merkur þegar þeir fæddust. „Þetta virkaði. Þeir voru risa stórir, eða í kringum átta pund hver [3,6 kg]. Það er af því að þeir eru íslenskir – þeir eru víkingar,“ segir Byrd. „Þetta var ótrúleg upplifun,“ bætir hún við.Urðu nánir vinir Parið íslenska heimsótti Byrd tvisvar á meðan meðgöngunni stóð; í tuttugu vikna sónar og þegar tvíburarnir fæddust, og fengu að gista heima hjá fjölskyldu hennar á meðan. „Við urðum nánir vinir og þessi tími er svo dýrmætur í hugum okkar. Mandie breytti lífi okkar að öllu leyti og við hugsum til hennar á hverjum degi,“ segir parið. Þau þrjú hafa haldið sambandi allar götur síðan og hyggjast gera það áfram, en þau tala reglulega saman í gegnum Skype, og ætlar Byrd að heimsækja fjölskylduna þegar tvíburarnir verða fimm ára, en þeir eru tveggja ára í dag. „Við tölum um hana við tvíburana og erum mjög stolt af því. Við viljum að þeir fái að kynnast henni. Við höfum haldið sambandi og vonumst til að hittast aftur á næstu árum, því í okkar huga er Mandie hluti af fjölskyldu okkar.“Staðgöngumæðrun ólögleg á ÍslandiParið fór fyrir dómstóla á síðasta ári eftir að Þjóðskrá synjaði beiðni konunnar um að hún yrði skráð móðir barnanna. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi synjun Þjóðskrár úr gildi í júlí í fyrra og viðurkenndi rétt konunnar til skráningar í þjóðskrá sem móðir og forsjárforeldri barnanna, en ekki er leyfilegt að eignast barn með hjálp staðgöngumóður hér á landi. Tvö frumvörp, þar sem lagt var til að staðgöngumæðrun yrði leyfð, voru lögð fram á síðasta kjörtímabili, en náðu ekki fram að ganga.Í dómnum segir að parið hafi komið til Íslands með börnin 21. maí 2014. Níu dögum síðar hafi verið óskað eftir skráningu þeirra í Þjóðskrá og var vísað til þess að um væri að ræða skráningu Íslendinga sem fæddir væru erlendis. Þjóðskrá sagði hins vegar að ekki væri hægt að fallast á skráninguna því í sumum tilfellum hefði þjóðskrá ekki talið erlend fæðingarvottorð fullnægja kröfum Þjóðskrár, sér í lagi þegar börn væru fædd í ríkjum þar sem staðgöngumæðrun væri heimil. Parið upplýsti um atvik að baki getnaði og fæðingu barnanna og bentu á að bandarískur dómstóll hefði viðurkennt þau sem foreldra að lögum og rofið fjölskyldutengsl við staðgöngumóðurina. Engu að síður var þeim synjað um skráningu og fór parið því með málið fyrir dómstóla, sem felldi ákvörðun þjóðskrár úr gildi. Tengdar fréttir Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. 11. nóvember 2015 10:13 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Segir konur sem gerast staðgöngumæður í velgjörðarskyni vera að bjóðast til að missa barn Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir hvetur konur til að hugsa sig tvisvar um áður en þær ákveða að gerast staðgöngumæður í velgjörðarskyni. 24. september 2015 20:32 Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. 13. október 2015 15:26 Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00 Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Tvær konur eignuðust barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Kröfu þeirra um að verða foreldrar drengsins var hafnað í héraðsdómi. 2. mars 2016 23:26 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Íslenskt par greiddi á annan tug milljóna króna fyrir aðstoð staðgöngumóður í Idaho í Bandaríkjunum árið 2012. Parið er enn í sambandi við konuna sem fæddi því tvíbura. Konan tók að eigin sögn sjálf ekkert fyrir að ganga með börnin og ætlar að heimsækja tvíburana til Íslands þegar þeir fagna fimm ára afmæli sínu eftir þrjú ár. Staðgöngumóðirin Amanda Byrd greinir frá þessu í viðtali við AP. Þar segist hún hafa um nokkurra ára skeið velt því fyrir sér að hjálpa fólki sem eigi í erfiðleikum með að eignast börn. Árið 2012 hafi hún haft samband við skrifstofu Circle Surrogasy í Boston með það fyrir augum að gerast staðgöngumóðir. Hún gekk frá pappírsvinnunni, sem sneri að heilsu hennar og lagalegu umhverfi, og gat í framhaldinu valið úr hópi fólks sem var að leita að staðgöngumóður. Íslenska parið varð fyrir valinu en það hafði reynt að eignast börn í meira en áratug.Við það að játa sig sigruð „Við vorum við það að játa okkur sigruð, að það væri ómögulegt fyrir okkur að eignast börn. Staðgangan breytti þeirri svartsýni í von. Að tengjast Möndu (Amöndu Byrd) var það besta sem gat komið fyrir okkur,“ segir íslenska parið í samtali við AP, en það vildi ekki láta nafna þeirra getið. Ferli sem þetta kostar allt að 150 þúsund dollara, eða ríflega 17 milljónir króna. Parið seldi því bíl sinn og flutti í minni íbúð til þess að eiga fyrir því. Þau duttu í lukkupottinn því Byrd varð ólétt af tvíburum, en þeir voru rúmar 14 merkur þegar þeir fæddust. „Þetta virkaði. Þeir voru risa stórir, eða í kringum átta pund hver [3,6 kg]. Það er af því að þeir eru íslenskir – þeir eru víkingar,“ segir Byrd. „Þetta var ótrúleg upplifun,“ bætir hún við.Urðu nánir vinir Parið íslenska heimsótti Byrd tvisvar á meðan meðgöngunni stóð; í tuttugu vikna sónar og þegar tvíburarnir fæddust, og fengu að gista heima hjá fjölskyldu hennar á meðan. „Við urðum nánir vinir og þessi tími er svo dýrmætur í hugum okkar. Mandie breytti lífi okkar að öllu leyti og við hugsum til hennar á hverjum degi,“ segir parið. Þau þrjú hafa haldið sambandi allar götur síðan og hyggjast gera það áfram, en þau tala reglulega saman í gegnum Skype, og ætlar Byrd að heimsækja fjölskylduna þegar tvíburarnir verða fimm ára, en þeir eru tveggja ára í dag. „Við tölum um hana við tvíburana og erum mjög stolt af því. Við viljum að þeir fái að kynnast henni. Við höfum haldið sambandi og vonumst til að hittast aftur á næstu árum, því í okkar huga er Mandie hluti af fjölskyldu okkar.“Staðgöngumæðrun ólögleg á ÍslandiParið fór fyrir dómstóla á síðasta ári eftir að Þjóðskrá synjaði beiðni konunnar um að hún yrði skráð móðir barnanna. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi synjun Þjóðskrár úr gildi í júlí í fyrra og viðurkenndi rétt konunnar til skráningar í þjóðskrá sem móðir og forsjárforeldri barnanna, en ekki er leyfilegt að eignast barn með hjálp staðgöngumóður hér á landi. Tvö frumvörp, þar sem lagt var til að staðgöngumæðrun yrði leyfð, voru lögð fram á síðasta kjörtímabili, en náðu ekki fram að ganga.Í dómnum segir að parið hafi komið til Íslands með börnin 21. maí 2014. Níu dögum síðar hafi verið óskað eftir skráningu þeirra í Þjóðskrá og var vísað til þess að um væri að ræða skráningu Íslendinga sem fæddir væru erlendis. Þjóðskrá sagði hins vegar að ekki væri hægt að fallast á skráninguna því í sumum tilfellum hefði þjóðskrá ekki talið erlend fæðingarvottorð fullnægja kröfum Þjóðskrár, sér í lagi þegar börn væru fædd í ríkjum þar sem staðgöngumæðrun væri heimil. Parið upplýsti um atvik að baki getnaði og fæðingu barnanna og bentu á að bandarískur dómstóll hefði viðurkennt þau sem foreldra að lögum og rofið fjölskyldutengsl við staðgöngumóðurina. Engu að síður var þeim synjað um skráningu og fór parið því með málið fyrir dómstóla, sem felldi ákvörðun þjóðskrár úr gildi.
Tengdar fréttir Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. 11. nóvember 2015 10:13 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Segir konur sem gerast staðgöngumæður í velgjörðarskyni vera að bjóðast til að missa barn Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir hvetur konur til að hugsa sig tvisvar um áður en þær ákveða að gerast staðgöngumæður í velgjörðarskyni. 24. september 2015 20:32 Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. 13. október 2015 15:26 Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00 Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Tvær konur eignuðust barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Kröfu þeirra um að verða foreldrar drengsins var hafnað í héraðsdómi. 2. mars 2016 23:26 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15
Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. 11. nóvember 2015 10:13
„Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30
Segir konur sem gerast staðgöngumæður í velgjörðarskyni vera að bjóðast til að missa barn Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir hvetur konur til að hugsa sig tvisvar um áður en þær ákveða að gerast staðgöngumæður í velgjörðarskyni. 24. september 2015 20:32
Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. 13. október 2015 15:26
Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00
Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Tvær konur eignuðust barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Kröfu þeirra um að verða foreldrar drengsins var hafnað í héraðsdómi. 2. mars 2016 23:26