Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2015 20:00 Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. Feður hans, íslenskt par til margra ára og hjón, hafði lengi langað í barn og bæði verið fóstur- og stuðningsforeldrar. Þeir kynntust í gegnum netið frjálslyndri konu, fjögurra barna fráskilinni móður sem á samkynhneigðan föður og vildi gefa af sér. Þau hittust hér á landi haustið 2013. „Þetta var eins og að hitta gamlan vin,“ segir annar faðirinn og hinn tekur undir það. „Þetta gekk allt svo vel, við pössuðum bara svo vel saman.“ Konan var á Íslandi í 10 daga, þau kynntust og um jólin héldu þeir til hennar og nutu hátíðarinnar saman. Þá reyndu þau að verða ófrísk.Gerðu heimasæðingu „Við keyptum svona hlut sem lítur út eins og breiður smokkur,“ lýsir annar faðirinn en þau höfðu leitað sér upplýsinga á netinu um hvernig væri best að gera heimasæðingu. Þau ákváðu að gera sæðinguna heima frekar en að fara í tæknisæðingu. „Það kostar mjög mikið en er líka ekki löglegt, hvorki þar né á Íslandi. Við gerðum þetta því heima og þetta er þá ekki staðgöngumóðir heldur vinir...“ „Þríeyki, eða einhvers konar framhjáhald, ég veit ekki hvernig það væri flokkað.“Drengurinn fæddist í eldhúsinu heima hjá sér.Mynd/Úr einkasafniBorguðu konunni ekki krónu Konan varð ófrísk en fósturlát varð eftir fimm vikur. Ákveðið var að reyna aftur og aftur tókst ætlunarverkið. Níu mánuðum seinna fæddi hún barnið í eldhúsinu heima hjá þeim hér í Reykjavík en alls voru fimmtán manns viðstaddir fæðinguna. Feðurnir eiga erfitt með að lýsa þeirri stund þegar sonur þeirra kom í heiminn. „Ég veit ekki hvort það er hægt, þetta var svo stórfenglegt og allt öðruvísi en allt sem maður hefur upplifað áður. Það er líka svo erfitt að vera hjá manneskju sem upplifir svona mikinn sársauka fyrir aðrar persónur.“ Þeir borguðu konunni ekki neitt fyrir að ganga með og fæða barnið. Þeir segja að hún hafi ekki tekið það í mál. Konan dvaldi hér í mánuð eftir fæðingu drengsins en myndast hefur góður vinskapur. Þeir feðgar hyggjast heimsækja mömmuna, sem er fráskilin, og stelpurnar hennar og þær sömuleiðis koma aftur til Íslands. Þau ætla að rækta sambandið vel til frambúðar svo litli drengurinn kemur til með að þekkja blóðmóður sína.Í dag er staðan þannig að annar faðirinn er einn með forsjá yfir drengnum.Mynd/úr einkasafni„Ekki skoðun heldur meira eins og yfirheyrsla“ Eftir að Ísland í dag hitti feðgana nokkrum dögum eftir fæðingu drengsins tók við aðeins flóknara ferli en þeir áttu von á. Móðirin og annar faðirinn gerðu með sér samning um forsjá þar sem föðurnum var falin forsjáin en lögfræðingur hjá sýslumanni hér ákvað að fara skyldi fram skoðun á högum barnsins. „Það var langt ferli sem var frekar stressandi því drengurinn var til að mynda ekki sjúkratryggður hér á meðan. En það er sem sagt barnasálfræðingur hjá sýslumanni sem gerir svona úttektir og hann kom hingað. Þetta var svona frekar undarleg skoðun. Þetta var eiginlega ekki skoðun heldur meira eins og yfirheyrsla. Mér fannst eins og það væri verið að plata mann til að segja að þetta hafi verið staðgöngumæðrun, til að segja að þetta hafi verið eitthvað ólöglegt.“ Sálfræðingurinn skilaði skýrslu í kjölfarið og segir í lokin á því að hann gruni að þarna hafi verið framinn glæpur. Hann muni senda þær upplýsingar til viðeigandi yfirvalda. Feðurnir vita þó ekki hvert málið fer eða hver næstu skref verða þar sem það er ekki tekið fram í skýrslunni.Faðernið véfengt Í dag er staðan þannig að annar faðirinn er einn með forsjá yfir drengnum. Drengurinn er með lögheimili á Íslandi og er sjúkratryggður hér. Næsta skref er stjúpættleiðingarferli fyrir hinn föðurinn. „Það er enginn vafi á því að hann er líffræðilegur sonur minn en það var samt véfengt. Við vorum samt sniðug í því hvernig við fórum að þessu. Við gerðum þetta allt löglega þannig að lagalega séð var ekkert hægt að véfengja faðernið. Við fengum líka vottorð um að móðirin væri einstæð og allt sem þurfti að gera samkvæmt íslenskum lögum.“Viðtal við feðgana í heild úr Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. Feður hans, íslenskt par til margra ára og hjón, hafði lengi langað í barn og bæði verið fóstur- og stuðningsforeldrar. Þeir kynntust í gegnum netið frjálslyndri konu, fjögurra barna fráskilinni móður sem á samkynhneigðan föður og vildi gefa af sér. Þau hittust hér á landi haustið 2013. „Þetta var eins og að hitta gamlan vin,“ segir annar faðirinn og hinn tekur undir það. „Þetta gekk allt svo vel, við pössuðum bara svo vel saman.“ Konan var á Íslandi í 10 daga, þau kynntust og um jólin héldu þeir til hennar og nutu hátíðarinnar saman. Þá reyndu þau að verða ófrísk.Gerðu heimasæðingu „Við keyptum svona hlut sem lítur út eins og breiður smokkur,“ lýsir annar faðirinn en þau höfðu leitað sér upplýsinga á netinu um hvernig væri best að gera heimasæðingu. Þau ákváðu að gera sæðinguna heima frekar en að fara í tæknisæðingu. „Það kostar mjög mikið en er líka ekki löglegt, hvorki þar né á Íslandi. Við gerðum þetta því heima og þetta er þá ekki staðgöngumóðir heldur vinir...“ „Þríeyki, eða einhvers konar framhjáhald, ég veit ekki hvernig það væri flokkað.“Drengurinn fæddist í eldhúsinu heima hjá sér.Mynd/Úr einkasafniBorguðu konunni ekki krónu Konan varð ófrísk en fósturlát varð eftir fimm vikur. Ákveðið var að reyna aftur og aftur tókst ætlunarverkið. Níu mánuðum seinna fæddi hún barnið í eldhúsinu heima hjá þeim hér í Reykjavík en alls voru fimmtán manns viðstaddir fæðinguna. Feðurnir eiga erfitt með að lýsa þeirri stund þegar sonur þeirra kom í heiminn. „Ég veit ekki hvort það er hægt, þetta var svo stórfenglegt og allt öðruvísi en allt sem maður hefur upplifað áður. Það er líka svo erfitt að vera hjá manneskju sem upplifir svona mikinn sársauka fyrir aðrar persónur.“ Þeir borguðu konunni ekki neitt fyrir að ganga með og fæða barnið. Þeir segja að hún hafi ekki tekið það í mál. Konan dvaldi hér í mánuð eftir fæðingu drengsins en myndast hefur góður vinskapur. Þeir feðgar hyggjast heimsækja mömmuna, sem er fráskilin, og stelpurnar hennar og þær sömuleiðis koma aftur til Íslands. Þau ætla að rækta sambandið vel til frambúðar svo litli drengurinn kemur til með að þekkja blóðmóður sína.Í dag er staðan þannig að annar faðirinn er einn með forsjá yfir drengnum.Mynd/úr einkasafni„Ekki skoðun heldur meira eins og yfirheyrsla“ Eftir að Ísland í dag hitti feðgana nokkrum dögum eftir fæðingu drengsins tók við aðeins flóknara ferli en þeir áttu von á. Móðirin og annar faðirinn gerðu með sér samning um forsjá þar sem föðurnum var falin forsjáin en lögfræðingur hjá sýslumanni hér ákvað að fara skyldi fram skoðun á högum barnsins. „Það var langt ferli sem var frekar stressandi því drengurinn var til að mynda ekki sjúkratryggður hér á meðan. En það er sem sagt barnasálfræðingur hjá sýslumanni sem gerir svona úttektir og hann kom hingað. Þetta var svona frekar undarleg skoðun. Þetta var eiginlega ekki skoðun heldur meira eins og yfirheyrsla. Mér fannst eins og það væri verið að plata mann til að segja að þetta hafi verið staðgöngumæðrun, til að segja að þetta hafi verið eitthvað ólöglegt.“ Sálfræðingurinn skilaði skýrslu í kjölfarið og segir í lokin á því að hann gruni að þarna hafi verið framinn glæpur. Hann muni senda þær upplýsingar til viðeigandi yfirvalda. Feðurnir vita þó ekki hvert málið fer eða hver næstu skref verða þar sem það er ekki tekið fram í skýrslunni.Faðernið véfengt Í dag er staðan þannig að annar faðirinn er einn með forsjá yfir drengnum. Drengurinn er með lögheimili á Íslandi og er sjúkratryggður hér. Næsta skref er stjúpættleiðingarferli fyrir hinn föðurinn. „Það er enginn vafi á því að hann er líffræðilegur sonur minn en það var samt véfengt. Við vorum samt sniðug í því hvernig við fórum að þessu. Við gerðum þetta allt löglega þannig að lagalega séð var ekkert hægt að véfengja faðernið. Við fengum líka vottorð um að móðirin væri einstæð og allt sem þurfti að gera samkvæmt íslenskum lögum.“Viðtal við feðgana í heild úr Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira