Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. mars 2016 23:26 Héraðsdómari staðfesti synjanir Þjóðskrár og innanríkisráðuneytisins. vísir/pjetur Tvær konur, sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður, verða ekki skráðar sem foreldrar barnsins í Þjóðskrá. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málsatvik eru þau að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Undirrituðu þær samning þess efnis. Staðgöngumóðirin gekkst undir tæknifrjóvgun en til verksins var brúkað sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Í dómsúrskurði yfirréttar Riverside-sýslu í Kaliforníu frá því í janúar 2013 var samkomulag aðila, hjónanna og staðgöngumóðurinnar, þess efnis að þær yrðu foreldrar barnsins. Öll lagaleg réttindi og skyldur staðgöngumóðurinnar féllu niður með úrskurðinum. Drengurinn fæddist í febrúar 2013 og dvaldi í Bandaríkjunum, ásamt mæðrum sínum, í þrjár vikur meðan þess var beðið að hann fengi bandarískt vegabréf. Þegar hann hafði öðlast það flaug fjölskyldan heim til Íslands.Konurnar skráðar sem fósturforeldrar Eftir heimkomu til Íslands sendu foreldrarnir Þjóðskrá beiðni um skráningu barnsins. Í kjölfarið óskaði Þjóðskrá eftir gögnum þess efnis að önnur kvennanna hefði alið barnið en þær lögðu þá fram áðurgreindan dómsúrskurð. Beiðni um skráningu barnsins var hafnað af Þjóðskrá en sú niðurstaða var kærð til innanríkisráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins segir meðal annars að óumdeilt sé að drengurinn hafi fæðst í Bandaríkjunum og að bandarísk kona hafi alið hann. Því sé ljóst að samkvæmt íslenskum rétti telst sú kona vera móðir drengsins. Engin gögn hafi verið lögð fram sem benda til þess að kynfaðir þess sé íslenskur ríkisborgari. Á þessum grundvelli var því hafnað að veita barninu ríkisborgararétt. Sökum þeirra atvika sem hér hafa verið rakin þótti mál drengsins óljós. Honum var skipaður lögráðamaður en gerður var fósturforeldrasamningur við konurnar tvær. Þegar þær skildu, í maí á síðasta ári, skiptu þá umgengni við drenginn jafnt. Áður en þær skildu höfðu þær hafið ættleiðingarferli en umsóknin féll niður við skilnaðinn. Í dómnum segir „má ætla að ættleiðingarleyfi hefði fengist ef stefnendur hefðu ekki slitið samvistum.“Viðurkenning á foreldratengslum eykur líkur á fleiri tilvikum Ákvörðun Þjóðskrár, sem kærð var, fól í sér synjun á að skrá drenginn í þjóðskrá sem íslenskan ríkisborgara en honum var veittur ríkisborgararéttur með lögum undir lok síðasta árs. „Því vaknar sú spurning hvaða lögvörðu hagsmuni stefnendur kunni að hafa af því að fá niðurstöðu stefndu [Þjóðskrár og íslenska ríkisins] fellda úr gildi,” segir í niðurstöðu dómsins. Í dómnum segir enn fremur að synjunin hafi verið reist á þeim rökum að hvorug kvennanna gæti talist foreldri barnsins í skilningi íslenskra laga. Í barnalögum er kveðið á um að kona sem elur barn, sem getið er með tæknifrjóvgun, teljist ávallt móðir þess og að kona, sem samþykkt hefur tæknifrjóvgun á eiginkonu sinni, sé foreldri barnsins. Þar sem hvorug kvennanna getur talist líffræðilegt foreldri drengsins var synjunin staðfest að því leyti. Konurnar byggðu málatilbúnað sinn meðal annars á því að á bandarískum skjölum séu þær skráðar foreldrar barnsins. Í dómnum segir að ekki sé í íslenskum lögum vikið með beinum hætti að því hvaða réttaráhrif erlendar úrlausnir í tengslum við staðgöngumæðrun skuli hafa hér á landi. „Hins vegar gildir hér á landi afdráttarlaust bann við staðgöngumæðrun. […] Foreldratengslum sem er komið á erlendis með háttsemi sem er bönnuð hér á landi að viðlagðri refsingu gengur […] í berhögg við grunnreglur íslensks réttar. Með því að viðurkenna slík foreldratengsl, þó að til þeirra sé stofnað á löglegan hátt erlendis, er opnað á möguleika þeirra sem hér eru búsettir til að sniðganga framangreint bann.” Af þeim sökum var áðurgreindri málsástæðu hafnað. Dóm héraðsdóms í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. 11. nóvember 2015 10:13 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 Setur staðgöngumæðrun undir sama hatt og kynferðisbrot Innanríkisráðherra Ítalíu er ekki hrifinn af því að fólk geti nýtt sér staðgöngumæðrun. 6. janúar 2016 21:55 Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Tvær konur, sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður, verða ekki skráðar sem foreldrar barnsins í Þjóðskrá. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málsatvik eru þau að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Undirrituðu þær samning þess efnis. Staðgöngumóðirin gekkst undir tæknifrjóvgun en til verksins var brúkað sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Í dómsúrskurði yfirréttar Riverside-sýslu í Kaliforníu frá því í janúar 2013 var samkomulag aðila, hjónanna og staðgöngumóðurinnar, þess efnis að þær yrðu foreldrar barnsins. Öll lagaleg réttindi og skyldur staðgöngumóðurinnar féllu niður með úrskurðinum. Drengurinn fæddist í febrúar 2013 og dvaldi í Bandaríkjunum, ásamt mæðrum sínum, í þrjár vikur meðan þess var beðið að hann fengi bandarískt vegabréf. Þegar hann hafði öðlast það flaug fjölskyldan heim til Íslands.Konurnar skráðar sem fósturforeldrar Eftir heimkomu til Íslands sendu foreldrarnir Þjóðskrá beiðni um skráningu barnsins. Í kjölfarið óskaði Þjóðskrá eftir gögnum þess efnis að önnur kvennanna hefði alið barnið en þær lögðu þá fram áðurgreindan dómsúrskurð. Beiðni um skráningu barnsins var hafnað af Þjóðskrá en sú niðurstaða var kærð til innanríkisráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins segir meðal annars að óumdeilt sé að drengurinn hafi fæðst í Bandaríkjunum og að bandarísk kona hafi alið hann. Því sé ljóst að samkvæmt íslenskum rétti telst sú kona vera móðir drengsins. Engin gögn hafi verið lögð fram sem benda til þess að kynfaðir þess sé íslenskur ríkisborgari. Á þessum grundvelli var því hafnað að veita barninu ríkisborgararétt. Sökum þeirra atvika sem hér hafa verið rakin þótti mál drengsins óljós. Honum var skipaður lögráðamaður en gerður var fósturforeldrasamningur við konurnar tvær. Þegar þær skildu, í maí á síðasta ári, skiptu þá umgengni við drenginn jafnt. Áður en þær skildu höfðu þær hafið ættleiðingarferli en umsóknin féll niður við skilnaðinn. Í dómnum segir „má ætla að ættleiðingarleyfi hefði fengist ef stefnendur hefðu ekki slitið samvistum.“Viðurkenning á foreldratengslum eykur líkur á fleiri tilvikum Ákvörðun Þjóðskrár, sem kærð var, fól í sér synjun á að skrá drenginn í þjóðskrá sem íslenskan ríkisborgara en honum var veittur ríkisborgararéttur með lögum undir lok síðasta árs. „Því vaknar sú spurning hvaða lögvörðu hagsmuni stefnendur kunni að hafa af því að fá niðurstöðu stefndu [Þjóðskrár og íslenska ríkisins] fellda úr gildi,” segir í niðurstöðu dómsins. Í dómnum segir enn fremur að synjunin hafi verið reist á þeim rökum að hvorug kvennanna gæti talist foreldri barnsins í skilningi íslenskra laga. Í barnalögum er kveðið á um að kona sem elur barn, sem getið er með tæknifrjóvgun, teljist ávallt móðir þess og að kona, sem samþykkt hefur tæknifrjóvgun á eiginkonu sinni, sé foreldri barnsins. Þar sem hvorug kvennanna getur talist líffræðilegt foreldri drengsins var synjunin staðfest að því leyti. Konurnar byggðu málatilbúnað sinn meðal annars á því að á bandarískum skjölum séu þær skráðar foreldrar barnsins. Í dómnum segir að ekki sé í íslenskum lögum vikið með beinum hætti að því hvaða réttaráhrif erlendar úrlausnir í tengslum við staðgöngumæðrun skuli hafa hér á landi. „Hins vegar gildir hér á landi afdráttarlaust bann við staðgöngumæðrun. […] Foreldratengslum sem er komið á erlendis með háttsemi sem er bönnuð hér á landi að viðlagðri refsingu gengur […] í berhögg við grunnreglur íslensks réttar. Með því að viðurkenna slík foreldratengsl, þó að til þeirra sé stofnað á löglegan hátt erlendis, er opnað á möguleika þeirra sem hér eru búsettir til að sniðganga framangreint bann.” Af þeim sökum var áðurgreindri málsástæðu hafnað. Dóm héraðsdóms í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. 11. nóvember 2015 10:13 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 Setur staðgöngumæðrun undir sama hatt og kynferðisbrot Innanríkisráðherra Ítalíu er ekki hrifinn af því að fólk geti nýtt sér staðgöngumæðrun. 6. janúar 2016 21:55 Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00
Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. 11. nóvember 2015 10:13
Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00
Setur staðgöngumæðrun undir sama hatt og kynferðisbrot Innanríkisráðherra Ítalíu er ekki hrifinn af því að fólk geti nýtt sér staðgöngumæðrun. 6. janúar 2016 21:55
Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00