Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. mars 2016 23:26 Héraðsdómari staðfesti synjanir Þjóðskrár og innanríkisráðuneytisins. vísir/pjetur Tvær konur, sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður, verða ekki skráðar sem foreldrar barnsins í Þjóðskrá. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málsatvik eru þau að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Undirrituðu þær samning þess efnis. Staðgöngumóðirin gekkst undir tæknifrjóvgun en til verksins var brúkað sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Í dómsúrskurði yfirréttar Riverside-sýslu í Kaliforníu frá því í janúar 2013 var samkomulag aðila, hjónanna og staðgöngumóðurinnar, þess efnis að þær yrðu foreldrar barnsins. Öll lagaleg réttindi og skyldur staðgöngumóðurinnar féllu niður með úrskurðinum. Drengurinn fæddist í febrúar 2013 og dvaldi í Bandaríkjunum, ásamt mæðrum sínum, í þrjár vikur meðan þess var beðið að hann fengi bandarískt vegabréf. Þegar hann hafði öðlast það flaug fjölskyldan heim til Íslands.Konurnar skráðar sem fósturforeldrar Eftir heimkomu til Íslands sendu foreldrarnir Þjóðskrá beiðni um skráningu barnsins. Í kjölfarið óskaði Þjóðskrá eftir gögnum þess efnis að önnur kvennanna hefði alið barnið en þær lögðu þá fram áðurgreindan dómsúrskurð. Beiðni um skráningu barnsins var hafnað af Þjóðskrá en sú niðurstaða var kærð til innanríkisráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins segir meðal annars að óumdeilt sé að drengurinn hafi fæðst í Bandaríkjunum og að bandarísk kona hafi alið hann. Því sé ljóst að samkvæmt íslenskum rétti telst sú kona vera móðir drengsins. Engin gögn hafi verið lögð fram sem benda til þess að kynfaðir þess sé íslenskur ríkisborgari. Á þessum grundvelli var því hafnað að veita barninu ríkisborgararétt. Sökum þeirra atvika sem hér hafa verið rakin þótti mál drengsins óljós. Honum var skipaður lögráðamaður en gerður var fósturforeldrasamningur við konurnar tvær. Þegar þær skildu, í maí á síðasta ári, skiptu þá umgengni við drenginn jafnt. Áður en þær skildu höfðu þær hafið ættleiðingarferli en umsóknin féll niður við skilnaðinn. Í dómnum segir „má ætla að ættleiðingarleyfi hefði fengist ef stefnendur hefðu ekki slitið samvistum.“Viðurkenning á foreldratengslum eykur líkur á fleiri tilvikum Ákvörðun Þjóðskrár, sem kærð var, fól í sér synjun á að skrá drenginn í þjóðskrá sem íslenskan ríkisborgara en honum var veittur ríkisborgararéttur með lögum undir lok síðasta árs. „Því vaknar sú spurning hvaða lögvörðu hagsmuni stefnendur kunni að hafa af því að fá niðurstöðu stefndu [Þjóðskrár og íslenska ríkisins] fellda úr gildi,” segir í niðurstöðu dómsins. Í dómnum segir enn fremur að synjunin hafi verið reist á þeim rökum að hvorug kvennanna gæti talist foreldri barnsins í skilningi íslenskra laga. Í barnalögum er kveðið á um að kona sem elur barn, sem getið er með tæknifrjóvgun, teljist ávallt móðir þess og að kona, sem samþykkt hefur tæknifrjóvgun á eiginkonu sinni, sé foreldri barnsins. Þar sem hvorug kvennanna getur talist líffræðilegt foreldri drengsins var synjunin staðfest að því leyti. Konurnar byggðu málatilbúnað sinn meðal annars á því að á bandarískum skjölum séu þær skráðar foreldrar barnsins. Í dómnum segir að ekki sé í íslenskum lögum vikið með beinum hætti að því hvaða réttaráhrif erlendar úrlausnir í tengslum við staðgöngumæðrun skuli hafa hér á landi. „Hins vegar gildir hér á landi afdráttarlaust bann við staðgöngumæðrun. […] Foreldratengslum sem er komið á erlendis með háttsemi sem er bönnuð hér á landi að viðlagðri refsingu gengur […] í berhögg við grunnreglur íslensks réttar. Með því að viðurkenna slík foreldratengsl, þó að til þeirra sé stofnað á löglegan hátt erlendis, er opnað á möguleika þeirra sem hér eru búsettir til að sniðganga framangreint bann.” Af þeim sökum var áðurgreindri málsástæðu hafnað. Dóm héraðsdóms í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. 11. nóvember 2015 10:13 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 Setur staðgöngumæðrun undir sama hatt og kynferðisbrot Innanríkisráðherra Ítalíu er ekki hrifinn af því að fólk geti nýtt sér staðgöngumæðrun. 6. janúar 2016 21:55 Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Tvær konur, sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður, verða ekki skráðar sem foreldrar barnsins í Þjóðskrá. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málsatvik eru þau að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Undirrituðu þær samning þess efnis. Staðgöngumóðirin gekkst undir tæknifrjóvgun en til verksins var brúkað sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Í dómsúrskurði yfirréttar Riverside-sýslu í Kaliforníu frá því í janúar 2013 var samkomulag aðila, hjónanna og staðgöngumóðurinnar, þess efnis að þær yrðu foreldrar barnsins. Öll lagaleg réttindi og skyldur staðgöngumóðurinnar féllu niður með úrskurðinum. Drengurinn fæddist í febrúar 2013 og dvaldi í Bandaríkjunum, ásamt mæðrum sínum, í þrjár vikur meðan þess var beðið að hann fengi bandarískt vegabréf. Þegar hann hafði öðlast það flaug fjölskyldan heim til Íslands.Konurnar skráðar sem fósturforeldrar Eftir heimkomu til Íslands sendu foreldrarnir Þjóðskrá beiðni um skráningu barnsins. Í kjölfarið óskaði Þjóðskrá eftir gögnum þess efnis að önnur kvennanna hefði alið barnið en þær lögðu þá fram áðurgreindan dómsúrskurð. Beiðni um skráningu barnsins var hafnað af Þjóðskrá en sú niðurstaða var kærð til innanríkisráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins segir meðal annars að óumdeilt sé að drengurinn hafi fæðst í Bandaríkjunum og að bandarísk kona hafi alið hann. Því sé ljóst að samkvæmt íslenskum rétti telst sú kona vera móðir drengsins. Engin gögn hafi verið lögð fram sem benda til þess að kynfaðir þess sé íslenskur ríkisborgari. Á þessum grundvelli var því hafnað að veita barninu ríkisborgararétt. Sökum þeirra atvika sem hér hafa verið rakin þótti mál drengsins óljós. Honum var skipaður lögráðamaður en gerður var fósturforeldrasamningur við konurnar tvær. Þegar þær skildu, í maí á síðasta ári, skiptu þá umgengni við drenginn jafnt. Áður en þær skildu höfðu þær hafið ættleiðingarferli en umsóknin féll niður við skilnaðinn. Í dómnum segir „má ætla að ættleiðingarleyfi hefði fengist ef stefnendur hefðu ekki slitið samvistum.“Viðurkenning á foreldratengslum eykur líkur á fleiri tilvikum Ákvörðun Þjóðskrár, sem kærð var, fól í sér synjun á að skrá drenginn í þjóðskrá sem íslenskan ríkisborgara en honum var veittur ríkisborgararéttur með lögum undir lok síðasta árs. „Því vaknar sú spurning hvaða lögvörðu hagsmuni stefnendur kunni að hafa af því að fá niðurstöðu stefndu [Þjóðskrár og íslenska ríkisins] fellda úr gildi,” segir í niðurstöðu dómsins. Í dómnum segir enn fremur að synjunin hafi verið reist á þeim rökum að hvorug kvennanna gæti talist foreldri barnsins í skilningi íslenskra laga. Í barnalögum er kveðið á um að kona sem elur barn, sem getið er með tæknifrjóvgun, teljist ávallt móðir þess og að kona, sem samþykkt hefur tæknifrjóvgun á eiginkonu sinni, sé foreldri barnsins. Þar sem hvorug kvennanna getur talist líffræðilegt foreldri drengsins var synjunin staðfest að því leyti. Konurnar byggðu málatilbúnað sinn meðal annars á því að á bandarískum skjölum séu þær skráðar foreldrar barnsins. Í dómnum segir að ekki sé í íslenskum lögum vikið með beinum hætti að því hvaða réttaráhrif erlendar úrlausnir í tengslum við staðgöngumæðrun skuli hafa hér á landi. „Hins vegar gildir hér á landi afdráttarlaust bann við staðgöngumæðrun. […] Foreldratengslum sem er komið á erlendis með háttsemi sem er bönnuð hér á landi að viðlagðri refsingu gengur […] í berhögg við grunnreglur íslensks réttar. Með því að viðurkenna slík foreldratengsl, þó að til þeirra sé stofnað á löglegan hátt erlendis, er opnað á möguleika þeirra sem hér eru búsettir til að sniðganga framangreint bann.” Af þeim sökum var áðurgreindri málsástæðu hafnað. Dóm héraðsdóms í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. 11. nóvember 2015 10:13 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 Setur staðgöngumæðrun undir sama hatt og kynferðisbrot Innanríkisráðherra Ítalíu er ekki hrifinn af því að fólk geti nýtt sér staðgöngumæðrun. 6. janúar 2016 21:55 Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00
Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. 11. nóvember 2015 10:13
Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00
Setur staðgöngumæðrun undir sama hatt og kynferðisbrot Innanríkisráðherra Ítalíu er ekki hrifinn af því að fólk geti nýtt sér staðgöngumæðrun. 6. janúar 2016 21:55
Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00