Erlent

Trump segist ekki bera ábyrgð á ofbeldi á kosningafundum

Heimir Már Pétursson skrifar
Donald Trump segist ekki bera ábyrgð á ofbeldisverkum á kosningafundum hans en hann hefur ítrekað hvatt stuðningsmenn sína til að beita mótmælendur og fréttamenn á fundum sínum hörku og ofbeldi, sem þeir hafa og gert.

Trump fullyrðir að maður sem reyndi að komast upp á svið þar sem hann hélt ræðu í Ohio í gærmorgun, hafi tengsl við ISIS hryðjuverkasamtökin. Trump gerði mikið úr þessu á kosningafundi í Kansas City í gærkvöldi og lýsti því þannig að maðurinn hafi ætlað að ráðast á sviðið.

Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan má sjá myndir frá atburðinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×