Sjáðu hvernig Trump hvetur ítrekað til ofbeldis Bjarki Ármannsson skrifar 13. mars 2016 09:54 Donald Trump. Vísir/AFP Til ryskinga kom meðal stuðningsmanna Donald Trump og mótmælenda á kosningafundi forsetaframbjóðandans í Chicago á föstudagskvöld. Þurfti Trump að aflýsa kosningafundi vegna mótmæla í fyrsta sinn. Í gær kenndi Trump mótmælendunum um það að til áfloga hafi komið en fjölmiðlar vestanhafs benda nú á að Trump ætti ef til vill að líta í eigin barm. Fréttakonan Rachel Maddow á bandarísku sjónvarpsstöðinni MSNBC hefur tekið saman mörg ummæli Trump þar sem hann hvetur beint eða óbeint til ofbeldis á kosningafundum sínum og sett í fróðlegt myndband sem sjá má hér að neðan. Sem dæmi um ummæli sem Trump hefur látið falla um mótmælendur í ræðum sínum má nefna: „Ef þið sjáið einhvern sem er að fara að kasta tómötum, kýlið þá kalda (e. „knock the crap out of them). Væruð þið til í það? Í alvörunni? Kýlið þá bara. Ég lofa að ég skal greiða málskostnaðinn, ég lofa.“ – 1. febrúar í Iowa. „Ég elska gömlu góðu dagana. Vitið þið hvað gert var við svona náunga á svona stöðum. Það þyrfti að bera þá út á sjúkrabörum. Þetta er satt ... Ég segi það satt, ég væri til í að kýla hann í andlitið.“ – 22. febrúar í Nevada. „Í gamla daga hefði honum bara verið fleygt úr sætinu snöggvast. En í dag eru allir pólitískt réttsýnir. Landið okkar er að fara til fjandans vegna þess að allir svo réttsýnir.“ – 29. febrúar í Virginíu. „Hluti vandans er að enginn vill særa neinn lengur. Ekki satt? Og fólk er svo pólitískt réttsýnt með það hvernig farið er með aðra. Þannig að það tekur aðeins lengur. Og í sannleika sagt, mótmælendur – þeir átta sig á því að það dregur engan dilk á eftir sér lengur að mótmæla. Einu sinni voru afleiðingar. Það eru engar afleiðingar lengur.“ – 11. mars í Missouri, stuttu fyrir fundinn í Chicago.Umfjöllun Maddow má sjá hér að neðan í heild sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Til ryskinga kom meðal stuðningsmanna Donald Trump og mótmælenda á kosningafundi forsetaframbjóðandans í Chicago á föstudagskvöld. Þurfti Trump að aflýsa kosningafundi vegna mótmæla í fyrsta sinn. Í gær kenndi Trump mótmælendunum um það að til áfloga hafi komið en fjölmiðlar vestanhafs benda nú á að Trump ætti ef til vill að líta í eigin barm. Fréttakonan Rachel Maddow á bandarísku sjónvarpsstöðinni MSNBC hefur tekið saman mörg ummæli Trump þar sem hann hvetur beint eða óbeint til ofbeldis á kosningafundum sínum og sett í fróðlegt myndband sem sjá má hér að neðan. Sem dæmi um ummæli sem Trump hefur látið falla um mótmælendur í ræðum sínum má nefna: „Ef þið sjáið einhvern sem er að fara að kasta tómötum, kýlið þá kalda (e. „knock the crap out of them). Væruð þið til í það? Í alvörunni? Kýlið þá bara. Ég lofa að ég skal greiða málskostnaðinn, ég lofa.“ – 1. febrúar í Iowa. „Ég elska gömlu góðu dagana. Vitið þið hvað gert var við svona náunga á svona stöðum. Það þyrfti að bera þá út á sjúkrabörum. Þetta er satt ... Ég segi það satt, ég væri til í að kýla hann í andlitið.“ – 22. febrúar í Nevada. „Í gamla daga hefði honum bara verið fleygt úr sætinu snöggvast. En í dag eru allir pólitískt réttsýnir. Landið okkar er að fara til fjandans vegna þess að allir svo réttsýnir.“ – 29. febrúar í Virginíu. „Hluti vandans er að enginn vill særa neinn lengur. Ekki satt? Og fólk er svo pólitískt réttsýnt með það hvernig farið er með aðra. Þannig að það tekur aðeins lengur. Og í sannleika sagt, mótmælendur – þeir átta sig á því að það dregur engan dilk á eftir sér lengur að mótmæla. Einu sinni voru afleiðingar. Það eru engar afleiðingar lengur.“ – 11. mars í Missouri, stuttu fyrir fundinn í Chicago.Umfjöllun Maddow má sjá hér að neðan í heild sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29
Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03
Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11
Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18