Erlent

Pistorius fær ekki að áfrýja morðdómi

Samúel Karl Ólason skrifar
Oscar Pirstorius.
Oscar Pirstorius. Vísir/EPA
Hæstiréttur Suður-Afríku hefur úrskurðað að hlauparinn Oscar Pistorius fái ekki að áfrýja morðdómi. Hann var dæmdur fyrir að myrða kærustu sína Reeva Steenkamp á heimili þeirra. Hann skaut fjórum skotum í gegnum baðherbergishurð þar sem Steenkamp var.

Hann á nú yfir höfði sér minnst fimmtán ára fangelsi.

Atvikið átti sér stað í febrúar 2013. Pistorius hélt því fram að hann hefði haldið að innbrotsþjófur hefði verið þar inni, en hann og Steenkamp höfðu verið að rífast. Hann var fyrst dæmdur fyrir manndráp, en þeim úrskurði var snúið við í desember. Refsing Pistorius verður ákveðin í næsta mánuði.

Rétturinn taldi engar líkur á því að morðdómnum yrði hnekkt og því var áfrýjunarbeiðni Pistorius hafnað.

Samkvæmt frétt Sky sagði talsmaður Hæstaréttar að neðri dómstóll hefði gert mistök í málinu þegar Pistorius var dæmdur fyrir manndráp og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar.


Tengdar fréttir

Pistorius áfrýjar morðdómi

Pistorius hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp án gáleysis, en þeim dómi var breytt í morð í desember.

Saksóknarar í máli Pistorius áfrýja

Saksóknarar segja dóminn yfir Oscar Pistorius hafa verið "hneykslanlega léttvægan“, en svo kann að fara að honum verði sleppt eftir tíu mánuði.

Pistorius bauð foreldrum Reevu „blóðpeninga“

Oscar Pistorius bauð foreldrum Reevu Steenkamp pening í kjölfar þess að hann skaut hana til bana í febrúar á síðasta ári. Foreldrar Steenkamp neituðu að taka við peningunum sem þau sögðu vera „blóðpeninga“.

Pistorius í fimm ára fangelsi

Oscar Pistorius, Suður Afríski spretthlauparinn sem skaut unnustu sína Reevu Steenkamp til bana var í morgun dæmdur í fimm ára fangelsi. Hann hafði áður verið fundinn sekur um manndráp af gáleysi. Þá fékk hann einnig þriggja ára fangelsisdóm fyrir brot á vopnalögum en sá dómur var skilorðsbundinn.

Dómi Pistorius breytt í morð

Áfrýjunardómstóll Suður Afríku úrskurðaði að fyrri dómurinn yfir Pistorius hafi verið gallaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×