Erlent

Pistorius áfrýjar morðdómi

Samúel Karl Ólason skrifar
Oscar Pistorius.
Oscar Pistorius. Vísir/EPA
Hlauparinn Oscar Pistorius hefur áfrýjað morðdómi sem hann hlaut á síðasta ári. Hann var dæmdur fyrir að skjóta sambýliskonu sýnaReevu Steinkamp, til bana á heimili þeirra árið 2013. Sjálfur segir Pistorius að hann hafi talið að innbrotsþjófur væri inn á baðherbergi þeirra og skaut hann fjórum skotum í gegnum hurð.

Pistorius hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp án gáleysis, en þeim dómi var breytt í morð í desember. Síðustu þremur mánuðum hefur hann varið í stofufangelsi á heimili sínu.

Sjá einnig: Dómi Pistorius breytt í morð

Í frétt Reuters kemur fram að málinu hafi verið áfrýjað í dag. Enn var ekki búið að ákveða refsingu eftir að dómnum var breytt en minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×