Erlent

Pistorius segist ekki hafa haft ástæðu til að skjóta

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Saksóknarinn Gerry Nel hefur sótt hart að Pistoriusi í vitnastúkunni.
Saksóknarinn Gerry Nel hefur sótt hart að Pistoriusi í vitnastúkunni. vísir/ap
Spretthlauparinn Oscar Pistorius segist vanalega hafa haft byssu sína hlaðna og með eina kúlu í skotstæðinu. Hann segist ekki hafa haft ástæðu til að skjóta í gegnum baðherbergishurð á heimili sínu, en kærasta hans, Reeva Steenkamp, var inni á baðinu og lést af skotsárum í febrúar í fyrra.

Pistorius er ákærður fyrir morð og ber vitni í dag, fjórða daginn í röð, í Pretoríu. Hann segist hafa haldið að innbrotsþjófur væri inni á baðherberginu.

Saksóknarinn Gerry Nel hefur sótt hart að Pistoriusi í vitnastúkunni og sagðist hann ekki skilja hvers vegna Pistorius lýsir yfir sakleysi sínu. Hann yrði að taka ábyrgð á gjörðum sínum.

Nel sakaði Pistorius um sjálfhverfu í sambandi sínu við Steenkamp og las textaskilaboð frá henni til spretthlauparans þar sem hún kvartar undan leiðindum í sinn garð. „Kannski vorum við bara að ganga í gegn um erfiðleika í sambandinu,“ sagði Pistorius um skilaboðin.

Þá neitaði hann að hafa öskrað á Steenkamp og sagðist sjá eftir því að hafa aldrei sagt henni að hann elskaði hana.

Fylgjast má með réttarhöldunum í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×