Erlent

Dómi Pistorius breytt í morð

Samúel Karl Ólason skrifar
Pistorius var áður dæmdur í fimm ára fangelsi og hafði hann setið inni i eitt ár af þeim tíma.
Pistorius var áður dæmdur í fimm ára fangelsi og hafði hann setið inni i eitt ár af þeim tíma. Vísir/EPA
Dómi yfir suðurafríska spretthlauparanum Oscar Pistorius hefur verið breytt úr manndrápi af gáleysi í morð, en hann skaut sambýliskonu sína Reevu Steinkamp til bana í byrjun árs 2013. Hann skaut fjórum skotum í gegnum dyr að baðherbergi á heimili sínu þar sem Steinkamp var. Pistorius sjálfur sagðist hafa talið að innbrotsþjófur hefði verið þar á ferli.

Áfrýjunardómstóll Suður Afríku úrskurðaði að fyrri dómurinn yfir Pistorius hafi verið gallaður. Einn dómari sagði að íþróttamaðurinn hefði átt að gera sér grein fyrir því að það að skjóta í gegnum hurðina myndi leiða til dauðsfalls, en hann gerði það samt.

Pistorius var áður dæmdur í fimm ára fangelsi og hafði hann setið inni i eitt ár af þeim tíma og var síðar settur í stofufangelsi. Hann þarf nú að mæta aftur fyrir dóm svo að hægt sé að ákveða nýja refsingu.

Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Þá gera lög Suður-Afríku ekki ráð fyrir því að mögulegt sé að vera í stofufangelsi lengur en í fimm ár og því er ljóst að Pistorius er aftur á leið í fangelsi. 


Tengdar fréttir

Saksóknarar í máli Pistorius áfrýja

Saksóknarar segja dóminn yfir Oscar Pistorius hafa verið "hneykslanlega léttvægan“, en svo kann að fara að honum verði sleppt eftir tíu mánuði.

Pistorius í fimm ára fangelsi

Oscar Pistorius, Suður Afríski spretthlauparinn sem skaut unnustu sína Reevu Steenkamp til bana var í morgun dæmdur í fimm ára fangelsi. Hann hafði áður verið fundinn sekur um manndráp af gáleysi. Þá fékk hann einnig þriggja ára fangelsisdóm fyrir brot á vopnalögum en sá dómur var skilorðsbundinn.

Foreldrar Steencamp gagnrýna dóm Pistorius

Foreldrar Reevu Steenkamp, sem spretthlauparinn Oscar Pistorius skaut til bana á síðasta ári, gagnrýna harkalega að Pistorius hafi verið fundinn sekur um manndráp en ekki morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×