Innlent

Litar stjórnmálaumræðuna í Evrópu næstu mánuði

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Baldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Baldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

„Gera má ráð fyrir að þessi árás liti stjórnmálaumræðuna í Evrópu á næstu mánuðum,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um skotárás öfgamanna á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París á miðvikudag.

„Mjög líklegt er að hægriöfgaflokkar og lýðskrumsflokkar noti þetta til að auka enn á andúð í garð múslíma og fjölmenningarsamfélagsins,“ bætir hann við. Orðræða í þá veru sé þegar hafin, svo sem hjá Marie Le Pen, formanni Front National, í Frakklandi.

Af viðbrögðum sem þegar voru fram komin í gær sagðist Baldur sjá að atburðurinn myndi koma til með að ýta undir átök milli þeirra sem fagna fjölmenningarsamfélaginu og hinna sem vilja hörfa aftur í tímann til einsleitari þjóðfélaga í Evrópu. Slík orðræða hafi þegar verið komin fram hjá tilteknum einstaklingum í bloggheimum á Íslandi.

Í Evrópu segir Baldur að líka hafi komið fram vaxandi andstaða við fjölmenningarsamfélagið. „Slík andstaða hefur birst heima á Íslandi og birtist með mjög skýrum hætti í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna seinustu,“ segir hann. Þar áður hafi slíkum sjónarmiðum verið haldið á lofti af Frjálslynda flokknum fyrir þingkosningarnar 2007.

Baldur segir hins vegar erfitt að spá um langtímaáhrif þessa atburðar í París og hvaða sjónarmið verði á endanum ofan á varðandi fjölmenningarsamfélagið. Mikilvægt sé hins vegar að halda því til haga að þeir flokkar sem tali fyrir fjölmenningu og umburðarlyndi njóti mun meiri stuðnings en þeir sem hafa haldið fram öndverðum skoðunum.

„En ég held að í fyrsta lagi muni þetta leiða til enn hertari öryggisráðstafana víðs vegar í samfélaginu, bæði af hendi hins opinbera og hjá fyrirtækjum og einstaklingum sem beint eða óbeint telja sér ógnað.“


Tengdar fréttir

Árásarmennirnir á flótta

Mikil leit var gerð á svæði norðaustur af París að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um árásina á ritstjórn Charlie Hebdo í París. Eftirlifandi starfsfólk blaðsins stefnir á að gefa út nýtt hefti strax í næstu viku.

„Árás á okkur öll“

Íslenskir kollegar starfsmanna Charlie Hebdo segja mikilvægt að skopmyndateiknarar um heim allan láti ekki deigan síga í kjölfar harmleiks.

Árásarmennirnir sagðir vel þjálfaðir

Sérfræðingar segja mennina þrjá sem réðust á skrifstofur háðtímaritsins Charlie Hebdo vera vel þjálfaða og að árásin hafi verið vel skipulögð.

„Allir eru í áfalli“

Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.