Erlent

Eldri bróðirinn mun hafa verið þjálfaður í Jemen

Samúel Karl Ólason skrifar
Cherif og Said Kouachi.
Cherif og Said Kouachi. Vísir/AFP
Starfsmenn leyniþjónusta um allan heim reyna nú að finna frekari upplýsingar um bræðurna Said og Cherif Kouachi, sem myrtu 12 manns í París í gær. Nýjar upplýsingar gefa í skyn að Said hafi farið til Jemen árið 2011 þar sem hann er sagður hafa verið þjálfaður af al-Qaeda.

CNN hefur þetta eftir bandarískum embættismönnum, en þar að auki er talið að annar bróðirinn hafi verið í Sýrlandi.

Embættismennirnir segja að franska leyniþjónustan hafi upplýsingar um að Said hafi verið þjálfaður í vopnaburði og sprengjugerð.

Upplýsingarnar frá Frökkum hafa þó ekki verið staðfestar af leyniþjónustu Bandaríkjanna. Annar árásarmannanna kallaði þó til vitna eftir árásina á Charlie Hebdo og sagði: „Þið getið sagt fjölmiðlum að al-Qaeda í jemen hafi gert þetta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×