Erlent

Hryðjuverkin í París: Bræðurnir rændu bensínstöð í Norður-Frakklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Bensínstöðin hefur verið lokuð af.
Bensínstöðin hefur verið lokuð af. Mynd/Twitter AFP
Said og Chérif Kouachi, bræðurnir sem grunaðir eru um hryðjuverkaárásirnar á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í gær, rændu bensínstöð í norðurhluta Frakklands fyrr í dag. Frá þessu er greint í frönskum fjölmiðlum.

Stöðvarstjóri á bensínstöðinni segir að tveir menn sem passi við lýsingar lögreglu á bræðrunum hafi rænt stöðina og hafi þeir stolið mat og eldsneyti, auk þess að hafa skotið úr byssum sínum. Bensínstöðin er nálægt Villers-Cotterets í Aisne-héraði í norðurhluta landsins.

Sjónarvottar segja mennina síðar hafa ekið á brott í Reunault Clio-bíl í átt að Parísarborg.

Frakkar minntust fórnarlamba árásanna tólf með mínútu þögn á hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×