Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 16:39 Skopmyndateiknararnir Wolinski, Cabu, Charb og Tignous. Vísir/AFP Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir á ritstjórnarskrifstofum franska tímaritsins í 11. hverfi Parísarborgar í morgun. Tólf manns létust í árásinni og sjö særðust, þar af nokkrir lífhættulega. Charbonnier, betur þekktur sem „Charb“, var 47 ára og hafði áður borist líflátshótanir og notið lögregluverndar.Í frétt BBC kemur fram að hann hafi setið ritstjórnarfund ásamt öðrum þegar grímuklæddir byssumenn ruddust inn á skrifstofur blaðsins með Kalashnikov-riffla. Sjónarvottar segja mennina ítrekað hafa hrópað „Allah akbar!“ eða „Guð er mikill“. Teiknarar blaðsins gengu allir undir gælunöfnum, en hinir teiknararnir sem létust hétu Cabu. Tignous og Wolinski. Charb hafði áður varið birtingu tímaritsins á myndum af Múhameð spámanni. „Múhameð er mér ekki heilagur,“ sagði Charb eftir að eldsprengju hafði verið kastað á bygginguna sem hýsti skrifstofur blaðsins árið 2012. „Ég skil vel að múslímar hlæi ekki að teikningum okkar. Ég lifi samkvæmt frönskum lögum. Ég lifi ekki samkvæmt lögum Kóransins.“ Teikningar blaðsins beindust þó ekki einungis að íslam, heldur einnig öðrum trúarbrögðum og hægri öfgaflokkum. Charb teiknaði í vikunni mynd sem virðist hafa virt skelfilega sannspá. Efst var að finna textann „Enn engar árásir í Frakklandi“ en fyrir neðan var mynd af íslömskum hryðjuverkamanni sem segir „Bíddu! Við höfum enn tíma til loka janúar til að framkvæma okkar vilja.“ Charb tók við ritstjórn tímaritsins árið 2012. Blaðið var fyrst gefið út árið 1969 en útgáfunni var hætt árið 1981. Blaðið var hins vegar endurvakið árið 1992. Skrifstofur blaðsins eyðilögðust árið 2012 eftir að bensínsprengju hafði verið kastað á bygginguna, degi eftir að Múhameð spámaður var útnefndur ritstjóri næsta tölublaðs. Charbonnier sagði þá atvikið vera beina árás á frelsið sjálft og verk öfgafullra hálfvita, sem á engan hátt endurspegluðu franska múslíma. Sagði hann árásina sýna að Charlie Hebdo ætti fullan rétt á að storka íslamistum og „gera líf þeirra erfiðara, nákvæmlega eins og þeir gera líf okkar erfiðara.“ Fastur myndadálkur Charb í tímaritinu nefndist „Charb líkar ekki við fólk“.Charb tók við ritstjórn blaðsins árið 2012.Vísir/AFPMore ABC News Videos | ABC World News Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir á ritstjórnarskrifstofum franska tímaritsins í 11. hverfi Parísarborgar í morgun. Tólf manns létust í árásinni og sjö særðust, þar af nokkrir lífhættulega. Charbonnier, betur þekktur sem „Charb“, var 47 ára og hafði áður borist líflátshótanir og notið lögregluverndar.Í frétt BBC kemur fram að hann hafi setið ritstjórnarfund ásamt öðrum þegar grímuklæddir byssumenn ruddust inn á skrifstofur blaðsins með Kalashnikov-riffla. Sjónarvottar segja mennina ítrekað hafa hrópað „Allah akbar!“ eða „Guð er mikill“. Teiknarar blaðsins gengu allir undir gælunöfnum, en hinir teiknararnir sem létust hétu Cabu. Tignous og Wolinski. Charb hafði áður varið birtingu tímaritsins á myndum af Múhameð spámanni. „Múhameð er mér ekki heilagur,“ sagði Charb eftir að eldsprengju hafði verið kastað á bygginguna sem hýsti skrifstofur blaðsins árið 2012. „Ég skil vel að múslímar hlæi ekki að teikningum okkar. Ég lifi samkvæmt frönskum lögum. Ég lifi ekki samkvæmt lögum Kóransins.“ Teikningar blaðsins beindust þó ekki einungis að íslam, heldur einnig öðrum trúarbrögðum og hægri öfgaflokkum. Charb teiknaði í vikunni mynd sem virðist hafa virt skelfilega sannspá. Efst var að finna textann „Enn engar árásir í Frakklandi“ en fyrir neðan var mynd af íslömskum hryðjuverkamanni sem segir „Bíddu! Við höfum enn tíma til loka janúar til að framkvæma okkar vilja.“ Charb tók við ritstjórn tímaritsins árið 2012. Blaðið var fyrst gefið út árið 1969 en útgáfunni var hætt árið 1981. Blaðið var hins vegar endurvakið árið 1992. Skrifstofur blaðsins eyðilögðust árið 2012 eftir að bensínsprengju hafði verið kastað á bygginguna, degi eftir að Múhameð spámaður var útnefndur ritstjóri næsta tölublaðs. Charbonnier sagði þá atvikið vera beina árás á frelsið sjálft og verk öfgafullra hálfvita, sem á engan hátt endurspegluðu franska múslíma. Sagði hann árásina sýna að Charlie Hebdo ætti fullan rétt á að storka íslamistum og „gera líf þeirra erfiðara, nákvæmlega eins og þeir gera líf okkar erfiðara.“ Fastur myndadálkur Charb í tímaritinu nefndist „Charb líkar ekki við fólk“.Charb tók við ritstjórn blaðsins árið 2012.Vísir/AFPMore ABC News Videos | ABC World News
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59
Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19
Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45
„Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32
Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52
Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00