„Allir eru í áfalli“ Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 13:32 Lea Gestsdóttir Gayet er búsett í París. Vísir/AFP „Það hafa allir verið að hringja í morgun og allir eru í áfalli. Mamma hringdi strax í mig og allir á Facebook eru að spyrja hvað sé eiginlega í gangi,“ segir Lea Gestsdóttir Gayet sem býr í París.Tólf manns eru látnir og níu særðir, sumir lífshættulega, efir að tveir vopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímaritsins Charlie Hebdo fyrr í dag. Mannanna er nú leitað. Lea segist sjálf hafa verið í vinunni þegar hún frétti af árásinni. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðist er á blaðið. Tjáningarfrelsið er svo mikilvægt að allir styðja þetta blað. Þetta er því gríðarlegt áfall fyrir Frakka.“ Hún segist vilja fara varlega þar sem ekki sé vitað nákvæmlega hverjir hafi verið að verki. „Það er mikil óvissa í gangi, fólk að hringjast á og allir í rauninni í sjokki. Ég meina, af hverju er verið að ráðast á blaðamenn árið 2015?“ Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera eitt tveggja sem lýsi stöðu tjáningarfrelsisins í Frakklandi mjög vel og hvernig samfélag þetta sé. „Hitt er Le canard enchaîné. Þetta eru satírutímarit. Þótt maður lesi þau ekki þá finnst manni gott að þau séu til. Þetta er mjög franskt og þau gera grín að öllu, þar á meðal öllum trúarbrögðum. Þótt maður sé ekki sammála öllu sem komi fram í blaðinu finnst manni gott að þetta sé mögulegt. Stundum finnst manni vanta svona fjölmiðla á Íslandi. Þetta er manni mjög kært. Gagnrýnin hugsun á sér rætur í þessum blöðum og þættinum Guignols de l'info à Stöð 4 þar sem brúður fara yfir málefni líðandi stundar. Teiknararnir Cabu, Charb og Wolinski eru nú allir látnir en þeir hafa teiknað skopmyndir síðan ég man eftir mér.“Árásin átti sér stað í ellefta hverfi í París.Vísir/GettyNokkrar árásir síðustu vikurnar í borginniLea segir að nokkrar árásir hafi átt sér stað í Frakklandi síðustu vikurnar. „Það var til dæmis keyrt á fjölda fólks á jólamarkaði í desember hérna í París. Þetta er svo alvöru hryðjuverkaárás. Það er svo langt síðan eitthvað svona hefur gerst í Frakklandi. Það eru allir í áfalli. Sérstaklega þar sem árásarmennirnir sluppu.“ Lea var utandyra þegar Vísir náði tali af henni og segir hún að fjöldi fólks hafi verið á ferli. „Maður er stressaður þegar maður fréttir af þessu en svo róar maður sig niður. Maður getur lítið gert í þessu og svo má heldur ekkert fara á taugum. Þeir vilja náttúrulega að maður verði hræddur og stressaður og það má ekkert. Það má ekki leyfa þeim að sigra og maður verður að vera rólegur.“ Tjáningarfrelsið sé mjög mikilvægt og sérstaklega í Frakklandi. „Charlie Hebdo segir svo mikið um stöðu tjáningarfrelsis og nú er ráðist á það. Það er því eitthvað mikið að og það verða allir að standa saman.“Frá vettvangi.Sérstakt andrúmsloft í neðanjarðarlestumLea segist sjálf mikið ferðast með neðanjarðarlestum og að stemningin þar hafi verið mjög sérstök að undanförnu. „Andrúmsloftið þar hefur verið mjög sérstakt frá því að þessar árásir urðu í desember, meðal annars á jólamarkaðnum. Það er líka búið að auka viðbúnað. Það eru fleiri hermenn og lögreglumenn sýnilegir.“ Hún segir að svo virðist sem hryðjuverkamennirnir hafi verið að ráðast á einhver tákn. „Tjáningarfrelsið í dag, og svo var það jólamarkaðurinn um daginn. Það er ákveðin hræðsla í gangi. Fjölmiðlar eru búnir að ræða hvort þetta séu hryðjuverkaárásir, hvort þetta séu menn sem séu búnir að skipuleggja þetta eða eru þetta hafi verið einhverjir brjálæðingar sem hafi staðið fyrir árásum síðustu vikna. Þetta er hins vegar klárlega skipulögð árás og það er öðruvísi.“ Árásin átti sér stað í ellefta hverfi borgarinnar. „Það er aðeins ódýrari húsnæði þar. Margir vinir mínir búa þar og þetta er mikið djammhverfi, margir barir og skemmtistaðir. Maður veit ekkert hvar þessir menn eru núna. Og þeir eru líka með vopnin sín. Ég vildi óska þess að ég væri komin aftur til Dalvíkur,“ segir Lea, en faðir Leu býr á Dalvík. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
„Það hafa allir verið að hringja í morgun og allir eru í áfalli. Mamma hringdi strax í mig og allir á Facebook eru að spyrja hvað sé eiginlega í gangi,“ segir Lea Gestsdóttir Gayet sem býr í París.Tólf manns eru látnir og níu særðir, sumir lífshættulega, efir að tveir vopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímaritsins Charlie Hebdo fyrr í dag. Mannanna er nú leitað. Lea segist sjálf hafa verið í vinunni þegar hún frétti af árásinni. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðist er á blaðið. Tjáningarfrelsið er svo mikilvægt að allir styðja þetta blað. Þetta er því gríðarlegt áfall fyrir Frakka.“ Hún segist vilja fara varlega þar sem ekki sé vitað nákvæmlega hverjir hafi verið að verki. „Það er mikil óvissa í gangi, fólk að hringjast á og allir í rauninni í sjokki. Ég meina, af hverju er verið að ráðast á blaðamenn árið 2015?“ Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera eitt tveggja sem lýsi stöðu tjáningarfrelsisins í Frakklandi mjög vel og hvernig samfélag þetta sé. „Hitt er Le canard enchaîné. Þetta eru satírutímarit. Þótt maður lesi þau ekki þá finnst manni gott að þau séu til. Þetta er mjög franskt og þau gera grín að öllu, þar á meðal öllum trúarbrögðum. Þótt maður sé ekki sammála öllu sem komi fram í blaðinu finnst manni gott að þetta sé mögulegt. Stundum finnst manni vanta svona fjölmiðla á Íslandi. Þetta er manni mjög kært. Gagnrýnin hugsun á sér rætur í þessum blöðum og þættinum Guignols de l'info à Stöð 4 þar sem brúður fara yfir málefni líðandi stundar. Teiknararnir Cabu, Charb og Wolinski eru nú allir látnir en þeir hafa teiknað skopmyndir síðan ég man eftir mér.“Árásin átti sér stað í ellefta hverfi í París.Vísir/GettyNokkrar árásir síðustu vikurnar í borginniLea segir að nokkrar árásir hafi átt sér stað í Frakklandi síðustu vikurnar. „Það var til dæmis keyrt á fjölda fólks á jólamarkaði í desember hérna í París. Þetta er svo alvöru hryðjuverkaárás. Það er svo langt síðan eitthvað svona hefur gerst í Frakklandi. Það eru allir í áfalli. Sérstaklega þar sem árásarmennirnir sluppu.“ Lea var utandyra þegar Vísir náði tali af henni og segir hún að fjöldi fólks hafi verið á ferli. „Maður er stressaður þegar maður fréttir af þessu en svo róar maður sig niður. Maður getur lítið gert í þessu og svo má heldur ekkert fara á taugum. Þeir vilja náttúrulega að maður verði hræddur og stressaður og það má ekkert. Það má ekki leyfa þeim að sigra og maður verður að vera rólegur.“ Tjáningarfrelsið sé mjög mikilvægt og sérstaklega í Frakklandi. „Charlie Hebdo segir svo mikið um stöðu tjáningarfrelsis og nú er ráðist á það. Það er því eitthvað mikið að og það verða allir að standa saman.“Frá vettvangi.Sérstakt andrúmsloft í neðanjarðarlestumLea segist sjálf mikið ferðast með neðanjarðarlestum og að stemningin þar hafi verið mjög sérstök að undanförnu. „Andrúmsloftið þar hefur verið mjög sérstakt frá því að þessar árásir urðu í desember, meðal annars á jólamarkaðnum. Það er líka búið að auka viðbúnað. Það eru fleiri hermenn og lögreglumenn sýnilegir.“ Hún segir að svo virðist sem hryðjuverkamennirnir hafi verið að ráðast á einhver tákn. „Tjáningarfrelsið í dag, og svo var það jólamarkaðurinn um daginn. Það er ákveðin hræðsla í gangi. Fjölmiðlar eru búnir að ræða hvort þetta séu hryðjuverkaárásir, hvort þetta séu menn sem séu búnir að skipuleggja þetta eða eru þetta hafi verið einhverjir brjálæðingar sem hafi staðið fyrir árásum síðustu vikna. Þetta er hins vegar klárlega skipulögð árás og það er öðruvísi.“ Árásin átti sér stað í ellefta hverfi borgarinnar. „Það er aðeins ódýrari húsnæði þar. Margir vinir mínir búa þar og þetta er mikið djammhverfi, margir barir og skemmtistaðir. Maður veit ekkert hvar þessir menn eru núna. Og þeir eru líka með vopnin sín. Ég vildi óska þess að ég væri komin aftur til Dalvíkur,“ segir Lea, en faðir Leu býr á Dalvík.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19