„Allir eru í áfalli“ Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 13:32 Lea Gestsdóttir Gayet er búsett í París. Vísir/AFP „Það hafa allir verið að hringja í morgun og allir eru í áfalli. Mamma hringdi strax í mig og allir á Facebook eru að spyrja hvað sé eiginlega í gangi,“ segir Lea Gestsdóttir Gayet sem býr í París.Tólf manns eru látnir og níu særðir, sumir lífshættulega, efir að tveir vopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímaritsins Charlie Hebdo fyrr í dag. Mannanna er nú leitað. Lea segist sjálf hafa verið í vinunni þegar hún frétti af árásinni. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðist er á blaðið. Tjáningarfrelsið er svo mikilvægt að allir styðja þetta blað. Þetta er því gríðarlegt áfall fyrir Frakka.“ Hún segist vilja fara varlega þar sem ekki sé vitað nákvæmlega hverjir hafi verið að verki. „Það er mikil óvissa í gangi, fólk að hringjast á og allir í rauninni í sjokki. Ég meina, af hverju er verið að ráðast á blaðamenn árið 2015?“ Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera eitt tveggja sem lýsi stöðu tjáningarfrelsisins í Frakklandi mjög vel og hvernig samfélag þetta sé. „Hitt er Le canard enchaîné. Þetta eru satírutímarit. Þótt maður lesi þau ekki þá finnst manni gott að þau séu til. Þetta er mjög franskt og þau gera grín að öllu, þar á meðal öllum trúarbrögðum. Þótt maður sé ekki sammála öllu sem komi fram í blaðinu finnst manni gott að þetta sé mögulegt. Stundum finnst manni vanta svona fjölmiðla á Íslandi. Þetta er manni mjög kært. Gagnrýnin hugsun á sér rætur í þessum blöðum og þættinum Guignols de l'info à Stöð 4 þar sem brúður fara yfir málefni líðandi stundar. Teiknararnir Cabu, Charb og Wolinski eru nú allir látnir en þeir hafa teiknað skopmyndir síðan ég man eftir mér.“Árásin átti sér stað í ellefta hverfi í París.Vísir/GettyNokkrar árásir síðustu vikurnar í borginniLea segir að nokkrar árásir hafi átt sér stað í Frakklandi síðustu vikurnar. „Það var til dæmis keyrt á fjölda fólks á jólamarkaði í desember hérna í París. Þetta er svo alvöru hryðjuverkaárás. Það er svo langt síðan eitthvað svona hefur gerst í Frakklandi. Það eru allir í áfalli. Sérstaklega þar sem árásarmennirnir sluppu.“ Lea var utandyra þegar Vísir náði tali af henni og segir hún að fjöldi fólks hafi verið á ferli. „Maður er stressaður þegar maður fréttir af þessu en svo róar maður sig niður. Maður getur lítið gert í þessu og svo má heldur ekkert fara á taugum. Þeir vilja náttúrulega að maður verði hræddur og stressaður og það má ekkert. Það má ekki leyfa þeim að sigra og maður verður að vera rólegur.“ Tjáningarfrelsið sé mjög mikilvægt og sérstaklega í Frakklandi. „Charlie Hebdo segir svo mikið um stöðu tjáningarfrelsis og nú er ráðist á það. Það er því eitthvað mikið að og það verða allir að standa saman.“Frá vettvangi.Sérstakt andrúmsloft í neðanjarðarlestumLea segist sjálf mikið ferðast með neðanjarðarlestum og að stemningin þar hafi verið mjög sérstök að undanförnu. „Andrúmsloftið þar hefur verið mjög sérstakt frá því að þessar árásir urðu í desember, meðal annars á jólamarkaðnum. Það er líka búið að auka viðbúnað. Það eru fleiri hermenn og lögreglumenn sýnilegir.“ Hún segir að svo virðist sem hryðjuverkamennirnir hafi verið að ráðast á einhver tákn. „Tjáningarfrelsið í dag, og svo var það jólamarkaðurinn um daginn. Það er ákveðin hræðsla í gangi. Fjölmiðlar eru búnir að ræða hvort þetta séu hryðjuverkaárásir, hvort þetta séu menn sem séu búnir að skipuleggja þetta eða eru þetta hafi verið einhverjir brjálæðingar sem hafi staðið fyrir árásum síðustu vikna. Þetta er hins vegar klárlega skipulögð árás og það er öðruvísi.“ Árásin átti sér stað í ellefta hverfi borgarinnar. „Það er aðeins ódýrari húsnæði þar. Margir vinir mínir búa þar og þetta er mikið djammhverfi, margir barir og skemmtistaðir. Maður veit ekkert hvar þessir menn eru núna. Og þeir eru líka með vopnin sín. Ég vildi óska þess að ég væri komin aftur til Dalvíkur,“ segir Lea, en faðir Leu býr á Dalvík. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
„Það hafa allir verið að hringja í morgun og allir eru í áfalli. Mamma hringdi strax í mig og allir á Facebook eru að spyrja hvað sé eiginlega í gangi,“ segir Lea Gestsdóttir Gayet sem býr í París.Tólf manns eru látnir og níu særðir, sumir lífshættulega, efir að tveir vopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímaritsins Charlie Hebdo fyrr í dag. Mannanna er nú leitað. Lea segist sjálf hafa verið í vinunni þegar hún frétti af árásinni. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðist er á blaðið. Tjáningarfrelsið er svo mikilvægt að allir styðja þetta blað. Þetta er því gríðarlegt áfall fyrir Frakka.“ Hún segist vilja fara varlega þar sem ekki sé vitað nákvæmlega hverjir hafi verið að verki. „Það er mikil óvissa í gangi, fólk að hringjast á og allir í rauninni í sjokki. Ég meina, af hverju er verið að ráðast á blaðamenn árið 2015?“ Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera eitt tveggja sem lýsi stöðu tjáningarfrelsisins í Frakklandi mjög vel og hvernig samfélag þetta sé. „Hitt er Le canard enchaîné. Þetta eru satírutímarit. Þótt maður lesi þau ekki þá finnst manni gott að þau séu til. Þetta er mjög franskt og þau gera grín að öllu, þar á meðal öllum trúarbrögðum. Þótt maður sé ekki sammála öllu sem komi fram í blaðinu finnst manni gott að þetta sé mögulegt. Stundum finnst manni vanta svona fjölmiðla á Íslandi. Þetta er manni mjög kært. Gagnrýnin hugsun á sér rætur í þessum blöðum og þættinum Guignols de l'info à Stöð 4 þar sem brúður fara yfir málefni líðandi stundar. Teiknararnir Cabu, Charb og Wolinski eru nú allir látnir en þeir hafa teiknað skopmyndir síðan ég man eftir mér.“Árásin átti sér stað í ellefta hverfi í París.Vísir/GettyNokkrar árásir síðustu vikurnar í borginniLea segir að nokkrar árásir hafi átt sér stað í Frakklandi síðustu vikurnar. „Það var til dæmis keyrt á fjölda fólks á jólamarkaði í desember hérna í París. Þetta er svo alvöru hryðjuverkaárás. Það er svo langt síðan eitthvað svona hefur gerst í Frakklandi. Það eru allir í áfalli. Sérstaklega þar sem árásarmennirnir sluppu.“ Lea var utandyra þegar Vísir náði tali af henni og segir hún að fjöldi fólks hafi verið á ferli. „Maður er stressaður þegar maður fréttir af þessu en svo róar maður sig niður. Maður getur lítið gert í þessu og svo má heldur ekkert fara á taugum. Þeir vilja náttúrulega að maður verði hræddur og stressaður og það má ekkert. Það má ekki leyfa þeim að sigra og maður verður að vera rólegur.“ Tjáningarfrelsið sé mjög mikilvægt og sérstaklega í Frakklandi. „Charlie Hebdo segir svo mikið um stöðu tjáningarfrelsis og nú er ráðist á það. Það er því eitthvað mikið að og það verða allir að standa saman.“Frá vettvangi.Sérstakt andrúmsloft í neðanjarðarlestumLea segist sjálf mikið ferðast með neðanjarðarlestum og að stemningin þar hafi verið mjög sérstök að undanförnu. „Andrúmsloftið þar hefur verið mjög sérstakt frá því að þessar árásir urðu í desember, meðal annars á jólamarkaðnum. Það er líka búið að auka viðbúnað. Það eru fleiri hermenn og lögreglumenn sýnilegir.“ Hún segir að svo virðist sem hryðjuverkamennirnir hafi verið að ráðast á einhver tákn. „Tjáningarfrelsið í dag, og svo var það jólamarkaðurinn um daginn. Það er ákveðin hræðsla í gangi. Fjölmiðlar eru búnir að ræða hvort þetta séu hryðjuverkaárásir, hvort þetta séu menn sem séu búnir að skipuleggja þetta eða eru þetta hafi verið einhverjir brjálæðingar sem hafi staðið fyrir árásum síðustu vikna. Þetta er hins vegar klárlega skipulögð árás og það er öðruvísi.“ Árásin átti sér stað í ellefta hverfi borgarinnar. „Það er aðeins ódýrari húsnæði þar. Margir vinir mínir búa þar og þetta er mikið djammhverfi, margir barir og skemmtistaðir. Maður veit ekkert hvar þessir menn eru núna. Og þeir eru líka með vopnin sín. Ég vildi óska þess að ég væri komin aftur til Dalvíkur,“ segir Lea, en faðir Leu býr á Dalvík.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19